Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 75
MIÐVIKUDAGUR 7. desember 2005 45 2,4 MILLJÓNIR SÖFN- UÐUST Írafár hélt ellefu tónleika um allt land og tókst að safna tæpum tveimur og hálfri milljón íslenskra króna. Hljómsveitin afhenti formanni Einstakra barna, Arnari Pálssyni, ávísun með upphæð- inni í Austurbæ. Hæstiréttur Svíþjóðar hefur nú til umfjöllunar mál um það hvort dagskrárgerðarmenn sænska ríkisútvarpsins hafi mátt draga upp þá mynd af teiknimynda- stráknum Einari Áskeli að hann sé melludólgur sem selji eiturlyf og berji eiturlyfjafíkla. Brot á höfundarrétti Það var Gunilla Bergström, höf- undur bókanna um Einar Áskel, sem kærði dagskrárgerðarmenn útvarpsþáttarins Pippirull fyrir að breyta verki sínu. „Einar Áskell er heiðarleg manneskja,“ fullyrti Gunnilla á miðvikudag þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti. „Mér finnst ekki rétt að gera Einar Áskel að dóp- sala, hvað þá með mínum texta sem var ekki hugsaður í þessu samhengi, heldur fyrir börn.“ Málið hefur staðið yfir í ein þrjú ár en Gunilla hefur bæði tapað í þingrétti sem og hof- rétti, sem er miðdómsstig í hinu almenna dómskerfi. Gunilla var þá dæmd til að greiða um eina og hálfa milljón íslenskra króna í dómskostnað. Alfons melludólgur Málið má rekja aftur til 2002 þegar Gunilla Bergström kærði dagskrárgerðarmenn Pippistrull fyrir brot á höfundarrétti þegar þeir klipptu saman brot úr leik- riti um Einar Áskel og dönsku myndinni Pusher, sem fjallar um eiturlyf og ofbeldi. Einar Áskell heitir á frummálinu Alfons Åberg en á dönsku er alfons orð yfir melludólga, sem var hvat- inn að gríni útvarpsmannanna. Í innslaginu selur Einar Áskell eiturlyf og lendir í slagsmálum við eiturlyfjafíkil. Dagskrárgerðarmenn Pippi- strull segja að leikþáttur þeirra sé sjálfstætt verk og það megi gera grín að þekktum persónum á borð við Einar Áskel. „Þekkt- ir höfundar verða að þola gagn- rýni, skopstælingu og háð,“ segir lögfræðingur SR, sænska ríkisútvarpsins. Stuldur eður ei? Gunilla Bergström er þó ekki bara ósátt við að Einari Áskeli sé breytt í melludólg því hún telur að dagskrárgerðarmennirnir hafi stolið verkinu hennar þegar þeir klipptu upplestur leikarans Björns Gustafsson á uppruna- legum texta úr bókinni saman við texta úr Pusher. „Ég vil fá það staðfest hversu langt má ganga í að rífa verk listamanna úr samhengi. Ein- hvers staðar hljóta mörkin að liggja,“ sagði Gunnilla. „Ég lít svo á að þeir hafi stolið verk- inu mínu þegar þeir rifu það úr samhengi og klipptu saman við annan texta.“ Óvíst er hvenær dómur Hæstiréttar fellur en Gunilla Bergström þarf líklega að bíða í nokkrar vikur eftir úrskurðinum. kristjan@frettabladid.is Dagskrárgerðarmenn breyttu Einari Áskeli í melludólg EINAR ÁSKELL Alfons Åberg eins og hann heitir á frum- málinu. Alfons er orð yfir melludólga á dönsku og það var upphaf grínsins hjá dag- skrárgerðarmönnum sænska ríkisútvarpsins. Við plötuumfjöllun sem birtist í Fréttablaðinu í gær um nýjustu plötu reggísveitarinnar Hjálma birtist rangt höfundarnafn. Rétt nafn er Borghildur Gunnarsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.