Fréttablaðið - 07.12.2005, Síða 80
7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR52
Auglýstu í Birtu
Áhugasamir hafið samband við sölumenn:
Laila 550 5848 laila@365.is - Kittý 550 5854 kitty@365.is
Ester 550 5828 ester@365.is
3 glæsileg jólablöð
2 desember - tíska, snyrtivörur og jólagjafir
9 desember - allt um bækur og jólagjafir
16 desember - jólamatur og jólagjafir
Mest lesna tímaritið tryggir athygli
fyrir auglýsendur.
Vikulestur tryggir líftíma auglýsingarinnar.
Jólin eru byrjuð í Birtu
Öflugasta sjónvarpsdagskráin
MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS
FÓTBOLTI „Ég er sannfærður um
að við munum vinna leikinn gegn
Benfica,“ sagði Portúgalinn Car-
los Queiroz, aðstoðarmaður Alex
Ferguson, knattspyrnustjóra
Manchester United, en liðið þarf
nauðsynlega á sigri að halda í kvöld
til þess að komast áfram í næstu
umferð í Meistaradeild Evrópu.
Queiroz þekkir leikstíl Ben-
fica vel en hann fylgist vel með
knattspyrnunni í heimalandi sínu.
„Þetta verður erfiður leikur en
við erum með leikmenn sem spila
aldrei betur en þegar mest liggur
við. Þó allir leikir séu stórleik-
ir fyrir mér veit ég að leikmenn
eru með hugann við þennan leik
og þeir munu mæta einbeittir til
leiks, enda kemur ekkert annað til
greina en sigur.“
Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, segist
vel finna fyrir pressunni fyrir
leikinn en vonast til þess að leik-
menn sínir bregðist við með rétt-
um hætti. „Leikir eins og þessir
skipta miklu máli fyrir leikmenn.
Ég hef alltaf gert leikmönnum
mínum það ljóst fyrir svona leiki
að það hjálpi þeim enginn þegar
út á völlinn er komið. Annað hvort
eru menn tilbúnir til þess að stand-
ast pressuna eða ekki. Það er mitt
hlutverk að velja þá leikmenn sem
ég tel líklegasta til þess að stand-
ast pressuna, og yfirleitt hefur liði
mínu gengið vel í mikilvægustu
leikjunum.“
Sú ótrúlega staða er uppi í D-
riðli að öll liðin í riðlinum eiga
möguleika á því að komast áfram
í næstu umferð, Villarreal er efst
í riðlinum með sjö stig en Benfica
neðst í riðlinum með fimm.
Ronald Koeman, þjálfari Ben-
fica, er sannfærður um að lið sitt
geti komist áfram í næstu umferð.
„Ef ég hefði ekki trú á mínu liði í
þessum leik ætti ég ekki að vera
þjálfa. Svona leikir koma aðeins á
nokkurra ára fresti og nú reynir
á leikmennina og mig sjálfan. Við
munum leggja hart að okkur og
auðvitað ætlum við okkur áfram í
næstu umferð.“
magnush@frettabladid.is
Man. Utd. verður að sigra
Benfica í Portúgal
Öll liðin í D-riðli Meistaradeildar Evrópu eiga möguleika á því að komast áfram
í næstu umferð. Manchester United þarf á sigri að halda gegn Benfica.
WAYNE ROONEY Rooney hefur leikið stórkostlega fyrir Manchester United að undanförnu
og verður eflaust í lykilhlutverki í kvöld.
FÓTBOLTI England er í fyrsta styrk-
leikaflokki þeirra þjóða sem hafa
tryggt sér keppnisrétt á HM í
Þýskalandi en talið var líklegt
að liðið þyrfti að sætta sig við að
vera í öðrum styrkleikaflokki.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir
okkur. Ég tel þetta líka rétt þar
sem leikmannahópur okkar er
virkilega sterkur og nokkrir af
bestu leikmönnum heims eru þar
á meðal. Fólk má ekki gleyma
því að við unnum okkar riðil með
sannfærandi hætti,“ sagði Sven
Göran Eriksson þegar það lá fyrir
að England yrði í efsta styrkleika-
flokki.
Auk Englands eru Brasilía,
Spánn, Þýskaland, Mexíkó, Frakk-
land, Argentína og Ítalía í efsta
flokki. Þessar þjóðir geta ekki
lent saman í riðli á heimsmeist-
aramótinu og því er einstaklega
mikilvægt að vera á meðal þeirra
þjóða sem settar eru í efsta styrk-
leikaflokk.
Flokkarnir eru fjórir í allt og
geta þær þjóðir sem eru í flokk-
unum ekki lent saman í riðli. Í
flokki þrjú eru bara Evrópuþjóð-
ir en í flokkum tvö og fjögur eru
hins vegar þær þjóðir sem eru
fyrir utan flokk eitt og þrjú, án
þess að þeim sem raðað fyrir eftir
styrkleika. Landslið Serbíu er í
sérflokki þar sem sú regla gildir
að aldrei megi fleiri en tvær Evr-
ópuþjóðir vera saman í riðli. - mh
Tilkynnt var í gær um skiptingu í styrkleikaflokka á HM:
England mjög óvænt í fyrsta styrkleikaflokki
SVEN GÖRAN ERIKSSON Sven Göran var
afar ánægður með að England væri flokkað
á meðal sterkustu landsliða.
SKIPTING Í FLOKKA
FYRSTI FLOKKUR
ÞÝSKALAND
BRASILÍA
ARGENTÍNA
ENGLAND
FRAKKLAND
ÍTALÍA
MEXÍKÓ
SPÁNN
ANNAR FLOKKUR
ÁSTRALÍA
ANGÓLA
GANA
FÍLABEINSSTRÖNDIN
TÓGÓ
TÚNIS
EKVADOR
PARAGVÆ
ÞRIÐJI FLOKKUR
KRÓATÍA
TÉKKLAND
HOLLAND
PÓLLAND
PORTÚGAL
SVÍÞJÓÐ
SVISS
ÚKRAÍNA
FJÓRÐI FLOKKUR
ÍRAN
JAPAN
SÁDI-ARABÍA
SUÐUR-KÓREA
KOSTA RÍKA
TRINIDAD OG TÓBAGÓ
BANDARÍKIN
SÉRSTAKUR FLOKKUR
SERBÍA
HANDBOLTI „Við erum hóflega
bjartsýnir enda verður þetta erf-
iður leikur. Stjarnan hefur verið á
góðu skriði að undanförnu og við
verðum að eiga góðan dag ef við
ætlum okkur að komast áfram í
næstu umferð,“ sagði Rúnar Sig-
tryggsson, lykilmaður í liði Þórs,
en Þór tekur á móti Stjörnunni á
heimavelli sínum í kvöld í SS-bik-
arkeppni karla í handbolta. „Það
hafa verið veikindi í okkar her-
búðum en vonandi verða allir leik-
menn orðnir klárir í slaginn.
Sigurður Bjarnason, þjálfari
Stjörnunnar, á von á erfiðum leik
en Þór lagði Stjörnuna í deildar-
leik fyrr í vetur. „Við vitum alveg
að þetta verður hörkuleikur. Þórs-
liðið er sterkt á heimavelli og við
verðum að læra af leiknum fyrr í
vetur. Þá héldum við ekki einbeit-
ingunni og þess vegna töpuðum
vil leiknum. En að undanförnu
höfum við verið að spila ágætlega
og höfum verið frekar óheppnir
að vinna ekki bæði Val og Hauka.
Leikmenn eru alltaf að ná betur
og betur saman, og það á vonandi
eftir að skila sér í næstu leikjum.
En það er alveg ljóst að leikurinn
gegn Þór verður prófraun á leik-
menn og við verðum að standa
okkur betur en við gerðum fyrr í
vetur gegn Þór á Akureyri.“
FH og ÍBV eigast við í hinum
leik kvöldsins í SS-bikarkeppninni
og má búast við jöfnum og spenn-
andi leik, en bæði lið hafa verið
nokkuð frá sínu besta í vetur.
Rúnar Sigtryggsson um leikinn í SS-bikarkeppninni:
Berjumst til sigurs
FÓTBOLTI Tyrkneski varnarmað-
urinn Alpay var í gær dæmd-
ur í fjögurra leikja bann vegna
olnbogaskots sem hann gaf Guy
Demel, leikmanni Hamborgar, en
Alpay leikur með Köln.
Reglulega berast fréttir af
vandræðaganginum í Alpay en
hann bíður nú dóms vegna slags-
mála sem hann tók þátt í eftir
landsleik Tyrklands og Sviss, en
þar slóst Alpay heiftarlega við
nokkra leikmenn Sviss.
Hann var á sínum tíma rekinn
frá enska úrvalsdeildarfélaginu
Aston Villa fyrir að blóta David
Beckham í sand og ösku eftir að
hann brenndi af vítaspyrnu.
Staða Alpay hjá Köln þykir
ótrygg eftir þennan dóm. - mh
Alpay til vandræða:
Í fjögurra
leikja bann
MEISTARADEILD EVRÓPU
LEIKIR Í A-RIÐLI
CLUB BRUGGE - BAYERN MÜNCHEN
RAPID VÍN - JUVENTUS
STAÐAN Í A-RIÐLI
B. MÜNCHEN 5 4 0 1 9 3 12
JUVENTUS 5 4 0 1 9 3 12
CLUB BRUGGE 5 2 0 3 5 6 6
RAPID VÍN 5 0 0 5 2 12 0
LEIKIR Í B-RIÐLI
SPARTA PRAG - THUN
ARSENAL - AJAX
STAÐAN Í B-RIÐLI
ARSENAL 5 5 0 0 10 2 15
AJAX 5 3 1 1 10 6 10
THUN 5 1 0 4 4 9 3
SPARTA PRAG 5 0 1 4 2 9 1
LEIKIR Í C-RIÐLI
UDINESE - BARCELONA
WERDER BREMEN - PANATHINAIKOS
STAÐAN Í C-RIÐLI
BARCELONA 5 4 1 0 14 2 13
UDINESE 5 2 1 2 10 10 7
PANATHINAIKOS 5 1 1 3 3 11 4
WER. BREMEN 5 1 1 3 7 11 4
LEIKIR Í D-RIÐLI
VILLARREAL - LILLE
BENFICA - MANCHESTER UNITED
STAÐAN Í D-RIÐLI
VILLARREAL 5 1 4 0 2 1 7
LILLE 5 1 3 1 1 1 6
MAN. UTD. 5 1 3 1 2 2 6
BENFICA 5 1 2 2 3 4 5