Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 82

Fréttablaðið - 07.12.2005, Side 82
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR54 Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL AC MILAN - SCHALKE 3-2 Pirlo (42.) Kaká (52., 60.) - Polusen (44.), Lincoln (66.) PSV - FENERBAHCE 2-0 Cocu (14.), Far´fan (85.) AC MILAN OG PSV KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. F-RIÐILL LYON - ROSENBORG 2-1 Fred (90.), Benzema (33.)- Braaten (68.). OLYMPIAKOS - REAL MADRID 2-1 Bulut (50.), Rivaldo (87.)- Sergio Ramos (7.) LYON OG REAL MADRID KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. G-RIÐILL CHELSEA - LIVERPOOL 0-0 REAL BETIS - ANDERLECHT 0-1 - Komapny (44.) LIVERPOOL OG CHELSEA KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. H-RIÐILL RANGERS - INTER 1-1 Lovenkrands (38.) - Adriano (30.) ARTMEDIA - PORTO 0-0 INTER OG RANGERS KOMUST ÁFRAM Í KEPPNINNI. SS-bikarinn í handbolta: FRAM-FYLKIR 36-35 (28-28) Mörk Fram: Sergey Serenko 13, Jón Björgvin Pét- ursson 6, Haraldur Þorvarðarson 6, Jóhann Gunn- ar Einarsson 4, Sigfús Sigfússon 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2. Varin skot: Egidijus Petkevicius 16, Magnús Erlendsson 3/2. Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 15, Arnar Jón Agnarsson 11, Ingólfur Axelsson 4, Eymar Kruger 2, Arnar Þór Sæþórsson 2, Guðlaugur Arnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Geirsson 17. HK-HAUKAR 23-28 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það gekk mikið á þegar lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fór fram í gær. Mikil spenna var í E-riðli þar sem Schalke sat eftir með sárt ennið. Auga okkar Íslendinga voru klárlega á viðureign Chelsea og Liverpool. Bæði lið voru komin áfram í keppninni og því var spil- að upp á efsta sætið í riðlinum sem og heiðurinn. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en hann lét lítið til sín taka í fyrri hálfleik rétt eins og aðrir leikmenn liðanna enda var fyrri hálfleikur ákaflega dapur og tíðindalítill. Eiður fékk á sig slæma tæklingu í hálfleiknum en hann slapp betur en á horfðist í fyrstu og gat haldið áfram leik. Heimamenn í Chelsea byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og pressuðu nokkuð stíft. Skal engan undra þar sem Lundúnaliðið var stigi á eftir Liverpool og þurfti því á sigri að halda til að ná efsta sæti í riðlinum. Eiður fékk ágætt færi eftir tíu mínútna leik en bakfallsspyrna hans fór yfir markið. Reyndar var Eiður dæmdur rangstæður en sjónvarpsmyndir sýndu að sá dómur var tóm vitleysa. Leikurinn minnti um margt á hasarinn í leikjum liðanna í fyrra. Chelsea sótti án afláts en Liver- pool varðist meistaralega allt til enda leiksins. Fór svo að lokum að ekkert mark var skorað í leikn- um. Chelsea varð því að sætta sig við annað sætið í riðlinum og fær fyrir vikið gríðarsterkt lið sem andstæðing í næstu umferð keppninnar. Glasgow Rangers kom nokk- uð á óvart með að tryggja sér farseðil áfram en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Inter í Glasgow en á sama tíma gerðu Artmedia og Porto markalaust í jafntefli í Bratislava. Lyon gulltryggði sigur sinn í F-riðli á meðan Madrid olli vonbrigðum enn eina ferðina. Markalaust í stórslagnum á Stamford Bridge Leikmönnum Chelsea og Liverpool tókst ekki að skora á Brúnni í gær. Liver- pool vann því riðilinn. Schalke sat eftir í hinum æsispennandi E-riðli. BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir í leiknum á Stamford Bridge í gær. John Terry, fyrirliði Chelsea, sést hér í baráttu við Spánverjann Luis Garcia hjá Liverpool. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það var háspenna/lífs- hætta í Safamýrinni í gær þegar heimamenn í Fram tóku á móti Fylki í átta liða úrslitum SS-bik- arsins. Leikurinn var bráðfjörug- ur og áhorfendur fengu svo sann- arlega eitthvað fyrir peninginn því úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Þar reyndist Fram sterkara og vann eins marks sigur, 36-35. Fram byrjaði leikinn mun betur og hreinlega kafsigldi gestina í upphafi leiksins en eftir fimmtán mínútur var staðan orðin 8-1 fyrir Fram. Eftir það var Fylkir alltaf að elta og náði að saxa muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé, 15-12. Sami eltingarleikurinn var í síðari hálfleik en þegar nær dró lokum leiks héldust liðin í hendur og fór svo að jafnt var á með lið- unum eftir venjulegam leiktíma, 28-28. Mikið fjör var í framlenging- unni og taugar leikmanna þandar til hins ítrasta. Hver mistök skiptu máli. Liðin héldust áfram í hendur í framlengingunni og svo þétt var handtakið að framlengja varð á ný eftir viðbótar tíu mínúturnar. Staðan 32-32. Það var komin nokkur þreyta í leikmenn í síðari framlengingunni en samt var ekkert gefið eftir. Eftir fyrri hálfleik framlenging- arinnar var staðan jöfn, 34-34, og var Heimir Örn Árnason Fylkis- maður þá kominn með fimmtán mörk en Framarinn Sergey Ser- enko tólf. Allt var á suðupunkti í síðari hálfleiknum en það var Sigfús Sigfússon sem tryggði Fram sigur með marki einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Varnirnar héldu það sem eftir lifði í þessum ótrú- lega handboltaleik. - hbg, - mh Mikil dramatík í leik Fram og Fylkis: Fram vann eftir tví- framlengdan leik MARK HJÁ ÞORRA Þorri Björn Gunnarsson skorar hér mark í maraþonleiknum í Safamýri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.