Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 18

Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 18
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is Stjórnendur KEA hafa lýst yfir áhuga á að fá matvælarannsóknarstofnun sem fyrirhugað er að setja á fót til Akureyr- ar og taka þátt í uppbyggingu hennar. Halldór Jóhannsson er framkvæmda- stjóri KEA. Hvers vegna teljið þið Akureyri heppilegan stað fyrir matvælarann- sóknarstofnun? Fyrst og fremst er hér heppilegt rann- sóknaumhverfi. Við höfum háskóla og allir innviðir eru ákjósanlegir. Af hverju hefur KEA sérstakan áhuga á að koma að slíkri stofnun? Við viljum hjálpa verkefninu. Það ligg- ur fyrir að matvælastofnunin eigi að verða hlutafélag þannig að það gefur væntanlega opna möguleika á fjárfest- ingum ef KEA hefur áhuga á þátttöku. Það er auðvitað allt háð þeim forsend- um að það liggi fyrir hvernig rekstri þessarar stofnunar verður hagað, sem við höfum engar upplýsingar um. Teljið þið að það myndi styrkja stöðu KEA á markaði? Við teljum aðallega að það myndi efla svæðið. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir okkur er að hér fjölgi störfum og að hér vaxi opinber störf. SPURT & SVARAÐ MATVÆLARANNSÓKNIR Myndi efla Akureyri HALLDÓR JÓHANNSSON Framkvæmdastjóri KEA. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Milli jóla og nýárs ætlar Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra að kveða upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem getur haft afgerandi áhrif á framkvæmdir í námunda við Þjórsárver, eitt verð- mætasta friðland þjóðar- innar. Fastlega er búist við því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra taki afstöðu í ágreiningsmáli um friðun og virkjunarframkvæmdir við Norð- lingaölduveitu sunnan Hofsjökuls í næstu viku. Í bréfi Skipulagsstofnunar 25. október síðastliðinn er lagt til við umhverfisráðherra að hann synji staðfestingar á breytingartillög- um samvinnunefndar miðhálend- is á svæðisskipulagi sem lýtur að Norðlingaölduveitu. Skipulagsstofnun taldi að sam- vinnunefnd miðhálendis hefði breytt auglýstri tillögu sinni á svæðisskipulaginu þannig að ekki væri gert ráð fyrir set- og veitulón- um suðaustan Hofsjökuls og mann- virkjum tengdum þeim. Stofnunin telur að með þessari breytingu hafi samvinnunefnd miðhálend- is breytt auglýstri tillögu sinni í grundvallaratriðum. Vernd og nýting Vandi umhverfisráðherra er nokk- ur og þykir málið á ýmsa lund áhugavert, ekki síst í lagalegu til- liti. Bent hefur verið á að í lögum um raforkuver frá 1981 felist heim- ild fyrir Landsvirkjun að reisa og reka vatnsmiðlun við Norðlinga- öldu í samræmi við síðari skilyrði í úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, frá 30. janúar 2003. Umhverfisverndarsinnar fögn- uðu úrskurði setts umhverfisráð- herra. Náttúruverndarsamtök Íslands töldu þakkarvert að ráð- herrann skyldi gera það að skilyrði að framkvæmdir við Norðlinga- ölduveitu hefðu ekki áhrif innan friðlands Þjórsárvera. Áhugahópur um verndun Þjórs- árvera sendi til að mynda forystu Framsóknarflokksins bréf í apríl 2003 þar sem skorað var á stjórn- völd að virða úrskurðinn. Þótti veigamikið að í úrskurðinum mið- aðist hæsta borð lónsins við 566 metra yfir sjávarmáli. Hópurinn átaldi að á sama tíma ynni Lands- virkjun að útfærslu þar sem gert var ráð fyrir að hæsta borð yrði allt að 568,5 metrar yfir sjávar- máli, en við það yrði lónið mun stærra. Í bréfinu sagði orðrétt: „Verði lónhæðin ekki sú sem gengið var út frá þegar úrskurðurinn var kynnt- ur, 566 metrar yfir sjávarmáli, er verið að blekkja almenning og engin sátt um hann með augljósum ófriði og afleitri niðurstöðu fyrir land og fólk.“ Mismunandi verðmætamat Þjórsárver eru talin eitt verð- mætasta svæði landsins frá sjón- arhóli náttúruverndar. Í ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á liðlega 40 svæðum á landinu eru Þjórsárver talin verð- mætust svæða, meðal annars vegna tegundafjölbreytni og gróðurfars. Í úrskurði Jóns Kristjánssonar þótti tekið tillit til alþjóðlegra skuld- bindinga um verndun votlend- is og verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra. Segja má að í úrskurðinum hafi friðlýsing Þjórsárvera verið viðurkennd. Eins og vænta má horfir Lands- virkjun til hámarksnýtingar virkj- unarkosta og rekstrarhagkvæmni vatnsaflsvirkjana. Það liggur í hlutarins eðli, að því hærri stíflur og því hærra sem vatnsborð miðl- unarlóns má vera yfir sjávarmáli, þvi meiri er vatnsforðinn og þar með orkuframleiðslan og rekstr- aröryggið. Af þessum sökum koma umhverfismál inn á borð orkufyrirtækisins. Norðlingaölduveitu mótmælt Í lögboðinni kynningu skipulagstil- lagna um svæðið sunnan Hofsjök- uls sneru nær allar athugasemdir að Norðlingaölduveitu. Þess ber að geta, að í úrskurði Jóns Kristj- ánssonar frá árinu 2003 var gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum utan friðlandsins með setlóni norð- austan Þjórsárvera en suðaustan Hofsjökuls. Í bréfi samvinnunefndar hálendisins 12. ágúst síðastlið- inn segir að í auglýstri tillögu hafi nefndin gert tillögu um nýtt orkuvinnslusvæði við Hágöng- ur sem mótvægisaðgerð. Engar athugasemdir bárust vegna þeirr- ar tillögu en 140 mótmæli vegna Norðlingaölduveitu. Með bréfinu frá 12. ágúst síð- astliðinn samþykkir samvinnu- nefndin auglýstar tillögur að því undanskildu að hún fellur frá því að heimila gerð veitu- og setlóna suðaustan Hofsjökuls. Með þessu fráviki taldi samvinnunefndin að komið væri til móts við sam- þykktir heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og einungis um svo breytta tillögu væri samstaða í nefndinni. Skipulagsstofnun telur að með þessu hafi samvinnunefndin breytt auglýstri tillögu í grundvallarat- riðum og því beri að auglýsa svo breytta tillögu á nýjan leik. Fastlega er búist við ákvörð- un Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra fyrir lok næstu viku en fyrir henni liggur tillaga Skipulagsstofnunar um að hún synji staðfestingar á þeim hluta skipulagssvæðis miðhálendisins sem lýtur að Norðlingaölduveitu. Líkur á að hún fallist ekki á breytingar samvinnunefndar mið- hálendisins verða að teljast meiri en minni. Beðið ákvörðunar ráðherra um Norðlingaölduveitu SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, UMHVERFISRÁÐ- HERRA Synjar hún staðfestingar á breytingartillögum samvinnunefndar miðhálendis? ÓSKAR BERGS- SON FORMAÐUR SAMVINNUNEFNDAR MIÐHÁLENDIS Ekki varð samstaða í nefndinni um set- og veitulón suðaust- an Hofsjökuls. Svona erum við > Svona skiptist Ísland SÉÐ YFIR ÞJÓRSÁRVERIN Umdeildar framkvæmdir eru fyrirhugaðar skammt utan friðlands Þjórsárvera. MYND/LANDSVIRKJUN Gróið land 23% Stöðuvötn 3% Jöklar 11% Auðnir 63% Heimild: Hagstofa Íslands Sagt var frá því í Fréttablaðinu í vikunni að ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Heimsminjaskrá UNESCO er skrá yfir staði sem þykja hafa einstakt menn- ingarlegt eða náttúrulegt gildi. Þess er krafist að staðirnir búi við ströng verndunarskilyrði, séu friðlýstir eða lögbundnir þjóðgarðar. Starfsemin miðar að því að standa vörð um þessa staði og tryggja það að ekkert komi fyrir þá. Yfirleitt hefur það mjög góð áhrif á ferðamannastraum til staða að vera samþykktir inn á listann. Hvaða staðir eru í skránni? Í dag eru 812 staðir víðs vegar um heim- inn í skránni. Í henni er meðal annars að finna Stóra kóralrifið við Ástralíu, Angkor í Kambódíu, Frelsisstyttuna í New York, útrýmingarbúðirnar í Auschwitz, Kínamúrinn, Vatíkanið og Þingvelli. Hvers vegna ætti Surtsey að vera gjald- geng í skrána? Til að fá samþykkt inn á listann þarf staður að uppfylla að minnsta kosti eitt af tíu skilyrðum sem UNESCO leggur til grundvall- ar. Eitt skilyrðið tekur til staða þar sem sjá má mikilsverða yfirstandandi jarðfræðilega landslagsþróun. Surtsey er enn yngsta land- svæði á jörðunni og því nokkuð ljóst að það fellur í þennan flokk staða. FBL GREINING: SURTSEY Á HEIMSMINJASKRÁ Einstakt náttúrulegt gildi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.