Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 20

Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 20
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR20 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, segir málaferlin vegna brottvikn- ingar hennar úr starfi á sín- um tíma, hafa legið þungt á sér undanfarin ár. Að sama skapi segir hún niðurstöðu Hæstaréttar mikinn létti og sigur. Hún ætlar ekki að erfa málið við Árna Magn- ússon félagsmálaráðherra. Miklar umræður hafa spunnist að undanförnu um þá niðurstöðu Hæstaréttar að dæma Árna Magn- ússon sekan um valdníðslu þegar hann vék Valgerði H. Bjarna- dóttur úr starfi forstöðumanns Jafnréttisstofu árið 2003. Hann var jafnframt dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar og ríkinu gert að greiða henni sex milljónir króna í skaðabætur. Val- gerður segir dóminn draumanið- urstöðu; kröfur hennar hafi verið tvíþættar, annars vegar um ólög- mæta gjörð og hins vegar bætur fyrir launamissi þar sem aldrei hafi verið gengið frá formlegum starfslokasamningi við hana. „Ég þorði satt að segja ekki að vona að hvort tveggja fengist í gegn. En það er gott að fá peningana; það er alltaf kærkomið þegar maður hefur orðið fyrir launamissi,“ segir hún. Allur vindur úr henni Ofan í kaupleysið ef svo má segja segir Valgerður að undan- farin tvö og hálft ár hafi verið sér erfið og eftir á að hyggja hafi þetta allt verið sér meira áfall en hún gerði sér grein fyrir og hún sjái nú að það er ýmislegt sem hún hefur ekki treyst sér til að gera vegna óöryggis. „Ég hef einhvern veginn ekki náð mér almennilega á strik með að fara að gera eitt- hvað. Fljótlega eftir að ég hætti hjá Jafnréttisstofu var eiginlega allur vindur úr mér.“ Óheppileg staða Hluti af umræðunni undan- farnar vikur hefur snúist um viðbrögð ráðherrans og háværar raddir hafa heyrst um að hann gerði réttast í að segja af sér vegna þessa. Valgerður segist ekki leggja neitt mat á þær kröf- ur, telur sig of nátengda málinu til að hafa beina skoðun á því hvað ráðherrann eigi að gera. „Hins vegar get ég sagt að ef hann væri samkvæmur sjálfum sér, þá ætti hann að sjá að þessi staða er afar óheppileg fyrir ráðuneytið, eins og hann orðaði það við mig sjálfur á sínum tíma, að staða mín væri afar óheppileg fyrir Jafnréttis- stofu,“ segir Valgerður. Neyddist til að hætta Hún segir ráðherrann ekki hafa haft neitt samband við sig eftir að dómur féll og raunar hafi hún ekkert heyrt frá honum eftir hinn örlagaríka fund þeirra um mitt ár 2003. Hvernig sá fundur þróaðist kom henni mjög í opna skjöldu segir hún. „Eftir það sem á undan var gengið í „leikhúsmálinu“ svokallaða, þar sem við höfðum fengið tvær niðurstöður; aðra frá kærunefnd jafnréttismála og hina frá héraðsdómi, vildi ég tala við ráðherrann minn um það hvernig við tækjum á þessari stöðu sem upp var komin. Mér fannst þetta draumaprófverkefni að takast á við og var með bréf meðferðis þar sem stóð skýrum stöfum að ég ætlaði ekki að segja af mér heldur takast á við vandann. En ég var varla sest þegar Árni segir að hann vilji að ég hætti og hann las ekki einu sinni bréfið. Ég sá hins vegar, eftir að hann lýsti van- trausti á mig, að það var ógjörn- ingur fyrir mig að halda áfram störfum. En ég var aldrei sátt við að hætta, ég vildi ekki hætta held- ur neyddist til þess.“ Ekkert siðleysi Starfslok hennar komu reynd- ar til umræðu á fundinum með ráðherra en Valgerður segist ekki hafa viljað skrifa undir neina samninga án þess að ráðfæra sig við lögfræðing. „Ef ég hefði haft minnsta grun um að svona færi á þessum fundi, hefði ég haft lög- fræðing með mér. Það hvarflaði aldrei að mér að þessi staða kæmi upp á fundinum,“ segir hún. Aftur á móti segir hún ljóst að Árni hafi verið ákveðinn í að taka af skarið því hann hafi strax talað um að hún fengi sex mánaða laun. Og þá ber þess að geta að um líkt leyti og þetta gerist var nýbúið að ganga frá starfslokasamningi upp á 20 milljónir króna við fráfarandi forstjóra Byggðastofnunar sem hafði aðeins verið skamma hríð í starfi. „Árni tók sérstaklega fram að hann ætlaði ekki að gera sömu vitleysu í þessum efnum og hefði verið gerð í öðrum ráðuneytum. Og ég spurði þá hvort hann ætti við starfslokasamning forstjóra Byggðastofnunar og hann játti því og sagðist ekki taka þátt í slíku siðleysi.“ Sex mánaða laun eða ekkert Valgerði voru síðan aftur boðin sex mánaða laun nokkru síðar en hún vildi enn ekki skrifa undir slíkan samning. „Eftir að ég og lögmenn mínir höfðum farið yfir málið gerðum við ítrekaðar til- raunir til að ná tali af ráðherran- um vegna starfslokanna, en hann gaf aldrei færi á sér,“ segir Val- gerður. Og niðurstaðan varð sú að hún fékk send þessi sex mánaða laun nokkrum mánuðum eftir að hún hætti. „Síðan hringdi ráðu- neytisstjórinn og sagði mér að annað stæði ekki til boða og ef ég sætti mig ekki við þetta þá fengi ég ekkert.“ Hefur vissa samúð með Árna En ætlar Valgerður að erfa þetta mál við ráðherrann. „Í sann- leika sagt þá ætla ég ekki að gera það. Eins og ég hef sagt að þá er ekki mitt að dæma hann, ég hef vissa samúð með honum vegna þess að allir geta gert mistök og ég held að honum hafi einfaldlega orðið á. Og mér finnst eðlilegt að þegar hæstaréttardómur liggur fyrir í einhverju máli að þá sætt- um við okkur við það hvort sem okkur líkar betur eða ver. Fólk úti í bæ getur leyft sér að hafa skoðan- ir á dómnum en fólk í opinberum stöðum getur það ekki. Ráðherra hefði því að mínu viti einfaldlega átt að segja: Gott, þetta liggur fyrir, ég hafði rangt fyrir mér og svona er staðan. Það hvarflar ekki að mér að ráðherrann hafi ætlað að brjóta lög. En hann gerði mis- tök og það er miklvægt að hann viðurkenni það bæði fyrir sjálf- um sér og öðrum. En ég ætla ekki að erfa þetta við hann, ég er ekki langrækin manneskja að eðlisfari, ég kann ekki að vera reið lengi. Ein vinkona mín segir stundum við mig: Það er alltaf sama and- skotans vinsemdin í þér,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, sem nú heldur til jóladvalar í Chile og segist fegin að komast burt eftir orrahríð undanfarinna missera. Ætlar ekki að erfa málið við Árna VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR Segir mikilvægt að Árni Magnússon viðurkenni fyrir sjálfum sér og öðrum að hann hafi gert mistök. Hún hyggst ekki erfa málið við ráðherrann. Mál Valgerðar í hnotskurn Árið 2000 er Valgerður H. Bjarnadóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu af þáverandi félagsmálaráðherra, Páli Péturssyni. Aðstoðarmaður hans á þeim tíma er Árni Magnússon. Árið 2002 stendur hún sem formaður stjórnar Leikfélags Akur- eyrar að ráðningu nýs leikhússtjóra hjá félaginu. Karlmaður var ráðinn en kona sem sótti um stöðuna kærir ráðninguna til kæru- nefndar jafnréttismála. Sama ár kemst kærunefndin að þeirri nið- urstöðu að ráðningin stangist á við lög og ári síðar kemst héraðs- dómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfar þess dóms fer Valgerður á fund félagsmálaráðherra sem segist ekki bera traust til hennar lengur og óskar eftir að hún láti af störfum. Valgerður verður við beiðninni. Nokkrum mánuðum síðar kemst Hæstiréttur að því að leikfé- lagið hafði engin lög brotið og í framhaldinu óskar Valgerður eftir skaðabótum vegna starfsloka sinna. Ráðherra fellst ekki á kröfur Valgerðar sem höfðar mál. Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil síðastliðið vor. Valgerð- ur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði beitt Valgerði valdníðslu og ríkinu bæri auk þess að greiða henni sex milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnarinnar. UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tíu sinnum lengur í bruggun Hinn margverðlaunaði Budweiser Budvar er heimsþekktur fyrir gæði og natni í framleiðslu. Budweiser Budvar er bruggaður í 100 daga. Það er tíu sinnum lengri tími en flestir lagerbjórar! LÉ TT Ö L FRÉTTAVIÐTAL SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON ssal@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.