Fréttablaðið - 23.12.2005, Síða 32
[ ]
OPIÐ TIL KL. 23
Sölustaðir
Penninn
Mál og Menning
Bókabúðin Hlemmi
Skífan
Iða
305
verslanir
Næg
bílastæði
MIÐBORGIN
JÓLALEGA
Guðrún Heimisdóttir er mörgum
krökkum kunn úr Stundinni okkar
en hún hefur kynnt gæludýr í
þættinum í nærri tvö ár. Um þessi
jól kemur út fjölskyldubók eftir
Guðrúnu, Gæludýrin okkar, sem
ætluð er börnum á öllum aldri.
„Bókin mun nýtast foreldrum
líka af því að þegar fólk fær sér
dýr, þá er það öll fjölskyldan sem
tekur dýrið,“ segir Guðrún.
Í bókinni eru sögur um dýr
eftir Guðrúnu sem heilla sérstak-
lega yngri börnin, en eins er að
finna upplýsingar um umhirðu
dýranna, sem og skemmtilegar
staðreyndir um dýr, eins og það
að bara læður geta verið þrílitar
og að heili strútsins er minni en
annað augað í honum. Ritmálið er
einfalt, letrið stórt og myndirnar
lifandi og skemmtilegar.
„Þegar ég fór að vinna fyrir
Stundina okkar þá fór ég að leita
mér að upplýsingum um gæludýr-
in, og komst að því að bókaflóran
um gæludýr er mjög lítil á Íslandi,
og mér fannst vanta handbækur
um dýrin þannig að fólk væri ekki
að kaupa sér fugl og svo væru bara
allar upplýsingar að finna annað
hvort hjá fólkinu í dýrabúðinni
eða á netinu,“ segir Guðrún, sem
er að ljúka mastersnámi í blaða-
og fréttamennsku frá Háskóla
Íslands þessi jólin.
Guðrún á þrílita læðu sem heit-
ir Sorpa því hún fannst í Sorpu.
„Það var einhver sem ætlaði að
henda henni en það var farið með
hana í Kattholt og ég fékk hana
þar. Sem betur fer fannst hún, því
þau finnast náttúrulega ekkert
öll, þessi dýr sem fólk losar sig
við á þennan hátt,“ segir Guðrún
og bætir við að mun mannúðlegra
væri að skilja dýrin eftir í kassa
fyrir utan hjá dýralækni, ef fólk
hefur ekki efni á að láta svæfa
þau.
En þegar Guðrún flutti inn
í íbúðina sína, sem er á þriðju
hæð í fjölbýlishúsi, þá skildi hún
kisu eftir hjá foreldrum sínum
því Sorpa er útikisa og hefði ekki
verið hamingjusöm innilokuð.
„Það verður ekki fyrr en ég flyt í
annað húsnæði sem ég get fengið
Sorpu til mín og þá get ég kannski
fengið mér hund líka. Í millitíð-
inni læt ég mér bara nægja að fá
lánuð dýr og mæta með þau í sjón-
varpið,“ segir Guðrún.
Mál og menning gefur bókina
út og kostar hún 2.490 krónur, en
myndirnar í bókinni eru margar úr
Stundinni okkar. smk@frettabladid.is
Gæludýrabók handa
krökkum
Flestir krakkar eru hrifnir af dýrum og bók Guðrúnar Heimisdóttur, Gæludýrin okkar, er upplögð
gjöf handa allri fjölskyldunni.
Reynir Traustason hefur árum
saman reynt að kenna börnun-
um sínum fimm að meta skötu,
og hefur tekist það með eldri
börnin, en yngsta barnið, níu
ára hnáta, neitar enn að láta
hana inn fyrir sínar varir.
„Ég verkaði skötu í mörg ár en eftir
að ég kom hingað suður í sollinn,
þá kaupum við hana bara,“ segir
Reynir Traustason ritstjóri. „Það
er alltaf gaman þegar fólk sam-
einast um skötuna, en það hefur
alltaf verið átakapunktur þegar
við höfum verið að venja yngstu
börnin á hana. Nú er yngsta barn-
ið níu ára og það hefur enn ekki
tekist að svæla ofan í hana sköt-
unni og spurningin er hvort það
tekst í ár.“
Elstu börn Reynis eru mjög
hrifin af skötu, þó menntaskóla-
neminn smakki hana reyndar
bara til málamynda, að sögn
Reynis.
Annað sem fjölskylda Reynis
gerir er að borða jólagrautinn í
hádeginu á aðfangadag, og gefa
möndlugjöfina þá.
„Það kom nú reyndar bara til
af því að það voru allir allt of
saddir eftir hamborgarhrygginn
og höfðu ekki lyst á grautnum, svo
við bara færðum hann í hádegið á
aðfangadag,“ segir Reynir.
Skötuslagurinn
mesta átakamálið KertasníkirÞrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Höf. Jóhannes úr Kötlum
Síðasti jólasveinninn sem kemur
til byggða er Kertasníkir en hann
kemur í kvöld. Í gamla daga elti hann
uppi litlu börnin, sem trítluðu glöð
og fín um bæinn með tólgarkert-
in sín og reyndi að hafa kertin af
þeim. Í eldgamla daga voru kertin
skærustu ljósin sem fólk gat fengið
og voru þau sjaldgæf og dýrmæt.
Mesta gleði barnanna á jólunum
var að fá sitt eigið kerti, og vesalings
Kertasníki langaði líka til að eignast
kerti. Kertasníkir gefur í skóinn í
kvöld og sameinast svo bræðrunum
sínum tólf á aðfangadag til að halda
heilög jól.
jólasveinar }
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Reynir Traustason ritstjóri verkaði skötu í mörg ár.
Guðrún Heimisdóttir og kötturinn Sorpa eru komnar í jólaskap. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Jólakveðjur eru alltaf lesnar í útvarpinu á Þorláksmessu. Margir geta
ekki hugsað sér að missa af lestrinum og það gleður þá mikið þegar þeir
fá kveðjur frá ættingjum og vinum.
����������������
��������������������������������
�����������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
��������������������
���������������������������������
�
��
��
�
���
��
��
��
��
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Kokk2x10DAGBLAUGL011205.pdf 6.12.2005 23:07:45