Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 44

Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 44
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR32 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.408 +0,66% Fjöldi viðskipta: 223 Velta: 4.650 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,50 -0,60% ... Bakkavör 51,80 +0,40% ... FL Group 18,50 +2,20% ... Flaga 4,86 +0,00% ... HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 17,00 +0,60% ... Jarð- boranir 24,70 +0,40% ... KB banki 713,00 +1,30% ... Kögun 59,80 +0,00% ... Landsbankinn 25,900 +0,40% ... Marel 65,20 -0,60% ... SÍF 4,18 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,80 -0,60% ... Össur 113,00 +1,40% MESTA HÆKKUN FL Group +2,21% Össur +1,35% MESTA LÆKKUN Dagsbrún -0,72% Straumur -0,63% Marel -0,61% SKATA saltfiskur, siginn fiskur og kinnar. OPIÐ Í DAG 10-22 Skuldabréfalán Símans hækka úr rúmum 6 millj- örðum í tæpa 45 milljarða. Af þeim 66,7 milljörðum króna sem eigendur Skipta ehf. borguðu fyrir Símann í sumar lögðu þeir sjálfir til 30 milljarða. Afgangur- inn, eða tæpir 37 milljarðar, verð- ur fenginn að láni. Á hluthafafundi Símans á þriðjudaginn var samþykkt að Skipti og Íslenska sjónvarpsfélag- ið rynnu inn í samstæðu Símans. Í staðinn fengu eigendur þessara félaga hlutabréf í Símanum. Sím- inn yfirtók hins vegar eignir og skuldir Skipta og Íslenska sjón- varpsfélagsins. Í staðinn fyrir að eiga í Skipti, sem síðan átti tæp 99 prósent í Sím- anum, munu eigendur Skipta eiga beint í Símanum eftir samruna félaganna. Verður eignarhlutur hvers og eins í svipuðu hlutfalli og eign þeirra í Skipti var. Leggja þeir þrjátíu milljarða hlutafé inn í Símann, sem síðan tekur yfir skuldina sem varð til þegar Síma- kaupin voru fjármögnuð. Þeir hluthafar sem fyrir voru í Símanum fá afhent viðbótarhlutafé að nafnverði 678 milljónir króna. Er það gert svo verðmæti eignarhluta þeirra rýrni ekki þar sem Síminn tekur yfir skuldir Skipta. Þessir hluthafar eru rúmlega þúsund tals- ins og áttu áður 1,12 prósent hluta- fjár. Eftir samrunann munu þeir eiga 2,45 prósent í félaginu. Samkvæmt efnahagsreikn- ingi Símans, fyrir samrunann við Skipti og Skjáinn, námu skulda- bréfalán fyrirtækisins rúmlega sex milljörðum króna í júní 2005. Eftir samrunann nema skulda- bréfalánin 44,6 milljörðum króna. Er samruninn miðaður við 30. júní 2005. Síminn er því skuldsett- ari en áður en eigið fé hans hefur verið aukið á móti. Eiginfjárhlut- fallið er því um 37 prósent. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði á hlutafafundi á þriðjudaginn að unnið væri að endurfjármögnun Símans. Verður tekið sambankalán, sem íslensku bankarnir standa að, fyrir rúm- lega þrjátíu milljarða króna. -bg Tóku 37 milljarða króna lán til að kaupa Símann Tímaritið Frjáls verslun hefur valið Sigurð Einarsson, starfandi stjórnarformann KB banka, og Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra KB banka, menn ársins 2005 í íslensku atvinnulífi. „Þeir hljóta þennan heiður fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar,“ segir Jón G. Hauksson ritstjóri í fréttatil- kynningu. Efnahagsreikningur og markaðsverðmæti bankans hafi meira en þúsundfaldast frá því að Sigurður Einarsson varð banka- stjóri, en Hreiðar tók síðar við þeirri stöðu. - bg Bankastjórar KB banka menn ársins FRÁ FUNDI HLUTHAFAR. Lýður Guðmundsson útskýrði fyrir hluthöfum hvaða forsendur lægju fyrir samruna Símans, Skipta og Skjás eins. SIGURÐUR EINARSSON OG HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON. Norska olíuleitarfyrirtækið Aker Drilling er nýjasta fyrirtækið úr Aker-samstæðunni sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Félagið var skráð á miðvikudag- inn og hækkaði um sjö prósent frá útboðsgengi sem var 36,85 norskar krónur á hlut. Markaðsvirði félags- ins er um 37 milljarðar. Samstæðan er að stærstum hluta í eigu Aker ASA sem hinn góðkunni athafnamaður, Kjell Inge-Rökke, fer fyrir. Sex dótt- urfélög Aker-samstæðunnar eru skráð á hlutabréfamarkað auk Aker. Stjórnendur Aker Drilling reikna með að gera þrjá fimm ára borsamninga á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs. - eþa Rökke-veldið stækkar enn EasyJet hefur nýtt sér rétt í samningi við Airbus-flugvéla- verksmiðjurnar um að kaupa tuttugu nýjar A319 flugvélar og koma þær til viðbótar við þær 120 flugvélar sem easyJet samdi um að kaupa í lok árs 2002. Vélarnar verða notaðar til að styðja við mikinn vöxt easyJet fram til ársins 2009. Kaupverð- ið er áætlað um 57 milljarðar króna. Airbus hefur afhent 59 vélar frá því ritað var undir samning- inn og 61 vél bætist í hópinn til ársins 2008 auk þessara tuttugu. Gengi á bréfum í easyJet hefur hækkað um fjórtán prósent í desember og nemur markaðsvirði félagsins nú um 165 milljörðum króna. Frá áramótum hefur eas- yJet hins vegar hækkað um 100 prósent.- eþa EasyJet kaupir 20 Airbus-vélar Íbúðalánasjóður verður að hækka vexti á íbúðalánum í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, sem lauk í gærmorgun. Lægri vextir sjóðsins verða 4,45 prósent en hærri vextir sjóðsins 4,70 prósent. Greiða verð- ur sérstaka uppgreiðsluþóknun ef lánin á lægri vöxtunum er greidd upp. Íbúðalánasjóður stendur fyrir útboðum á íbúðabréfum til að fjármagna útlán sín. Þau kjör sem hann fær í þessum viðskiptum ráða vöxtum íbúðalána. Fái hann verri kjör þarf að hækka vextina og öfugt ef kjörin batna. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir þessa niðurstöðu í samræmi við þróun ávöxtunarkröfu á markaðnum undanfarna daga. Íbúðalánasjóður tilkynnti um útboðið eftir lokun markaða á miðvikudag og þurftu áhugasam- ir að senda inn tilboð fyrir opnun markaða í gær. Þetta eru nýmæli því venjulega stendur útboðið yfir þegar markaðurinn er opinn. Hallur segir þetta gert í ljósi þess að einn banki hafi reynt að hafa áhrif á kjör Íbúðalánasjóðs með mikilli sölu íbúðabréfa í síð- asta útboði. Þess vegna hafi þetta verið gert fyrir utan opnunar- tíma markaðarins. Skoðað verði í framhaldinu hvort þessi leið verði notuð aftur. -bg Íbúðalánasjóður hækkar vexti Kastró-jól kaupmanna Kaupmenn eru kátir með jólaverslunina og almennt er búist við að metsala verði í jólasölunni í ár. En það kann að vera fullmikið af því góða að draga jólaverslunina á langinn. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær, þann 22. desember, birtist auglýsing frá Smáralind þar sem minnt var á að fjórir dagar væru til jóla. Minn- ir þetta óneitan- lega á söguna af Kastró sem lét fresta á jólunum á Kúbu til að þess að bjarga uppskerunni. Ekki er víst að þessi mistök hafi kætt litla fólkið sem bíður óþreyjufullt eftir hátíð ljóss og friðar. Talnaspeki í Toyota Nýr eigandi Toyota-umboðsins Magnús Kristinsson, nýr eigandi Toyota-umboðsins, afhenti kaupanda Toyota-bifreið sem var númer 4.544 á árinu í sölu umboðsins. Með Magnúsi afhenti bílinn Björgvin Njáll Ingólfsson, deildarstjóri hjá fyrirtækinu, en Björgvin varð einmitt 44 ára þennan dag. Í fljótu bragði virðist hvorug talan bera merki mikilla tíma- móta. Fyrir Magnús og fjölskyldu hans hefur gæfa fylgt tölunni 44. Þannig var aflaskipið Bergur með kennimarkið VE 44 og eignarhaldsfélag Magnúsar, sem grætt hefur mikið á fjárfestingu í Straumi, heitir MK 44 og það heiti prýðir einnig númeraplötur bifreiðar Magnúsar. Svo kann einhverjum að þykja það skemmtilegt til viðbótar þessu að Toyota- umboðið selur víst talsvert af 4x4 bifreíðum. Peningaskápurinn... Íslandsbanki var ráðgjafi við kaup á Rahbekfisk í Danmörku. Kaupendurnir voru RedSquare Invest og stjórnendur Rahbekfisk. Danska fyrirtækið stendur framarlega í framleiðslu á tilbúnum réttum í Evrópu. Nafnvirði sjávaraflans jókst um 1,6 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra og nam tæpum 52 milljörðum. Greiningu Íslandsbanka þykir það markvert þar sem krónan hefur haldist sterk á þessu ári. Þjóðverjar kaupa jólatré fyrir fjörutíu milljarða króna á þessu ári samkvæmt frétt Börsen. Alls er talið að 27,7 milljónir trjáa seljist í Þýskalandi fyrir jólin. Meginpartur trjánna kemur frá Danmörku. MARKAÐSPUNKTAR KAUPA NÝJAR FLUGVÉLAR EasyJet hefur keypt tuttugu Airbus-vélar til viðbótar við þær 120 sem samið var um árið 2002. Hluthafahópur Símans* Exista ehf. 43,6% Kaupþing banki hf. 29,1% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,0% Gildi – lífeyrissjóður 8,0% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,2% Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,2% MP Fjárfestingarbanki hf. 1,9% Imis ehf. (Skúli Þorvaldsson) 1,9% Hluthafar ÍS 0,6% Aðrir hluthafar 2,4% *Miðað við 20. desember 2005 Tölur miðast við 22. desember kl. 14:19

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.