Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 2
2 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� VINNUMARKAÐUR Erlendir starfs- menn, sem tengjast þjónustusamn- ingum eða starfsmannaleigum í byggingariðnaði, tapa samtals að minnsta kosti um einum milljarði króna í laun og launatengd gjöld á einu ári ef gert er ráð fyrir að 500 starfsmenn tengist þessari starf- semi á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt áætlun ASÍ. Ríki og sveit- arfélög verða af tæplega hálfum milljarði í skatttekjur og útsvar. Alþýðusamband Íslands hefur gert óformlega könnun á félags- legum undirboðum fyrirtækja og komist að þeirri niðurstöðu að þeim hafi fjölgað hratt frá 2003. Atvinnuþátttaka erlendra ríkis- borgara sé mikil hér á landi og atvinnuleysið lítið. Þeir leggi því drjúgan skerf til samfélagsins en þó minna en þeir gætu vegna þess að sum fyrirtæki standi ólöglega að málum. Koma erlendra starfsmanna inn í íslenskt atvinnulíf hefur valdið nokkurri spennu því að atvinnurekendur líta gjarnan svo á að þeir geti sparað launakostn- að ef þeir hafi óhindraðan aðgang að vinnuafli hvar sem það sé að finna. Verkalýðsfélögin hafi hins vegar viljað skýrar reglur til að koma í veg fyrir að atvinnurek- endur ráði erlent launafólk til sín á kjörum sem standist ekki kjara- samninga. Fréttablaðið hefur sagt frá því að gert sé ráð fyrir að hundruð og jafnvel hátt í eitt þúsund erlendir ríkisborgarar séu flæktir í ólög- lega starfsemi byggingaverktaka á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafi verið ráðnir án tilskilinna leyfa eða á svig við gildandi reglur. Tímakaup þessara manna er 400 til 800 krónur á tímann en ætti að vera minnst 900 krónur sam- kvæmt lágmarksákvæðum kjara- samninga og 1.400 til 1.600 krónur á tímann samkvæmt markaðslaun- um. Þá hafa þeir gjarnan verið hýrudrengir um ýmis launatengd gjöld og ekki greiddir skattar. Í samantekt ASÍ kemur fram að fyrirtækin geti augljóslega sparað sér verulegar fjárhæð- ir. Kostnaðurinn fyrir alla aðra sé hins vegar verulegur. Sam- keppnisfyrirtæki tapi verkefnum, launafólk tapi framfærslu, sveit- arfélög tapi útsvari og ríkið tapi tekjusköttum. Gestur Steinþórsson, skatt- stjóri í Reykjavík, segir að þessar tölur komi sér á óvart. Hann hefði haldið að íslensk fyrirtæki stæðu sig betur í stykkinu. Tölurnar komu líka Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur borgarstjóra á óvart. Hún sagði að enginn hefði áttað sig á umfangi skattsvika vegna erlendra starfsmanna. Yfirvöld hefðu verið sofandi gagnvart skattsvikum. ghs@frettabladid.is Skattsvik talin nema hálfum milljarði Erlendir starfsmenn tapa minnst einum milljarði á ólöglegri starfsemi fyrirtækja, sam- kvæmt óformlegri samantekt sem ASÍ hefur látið gera. Samkeppnisfyrirtæki tapa verkefn- um, launafólk tapar framfærslu, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjusköttum. STARFSMENN VIÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN ASÍ skoðaði kjör starfsmanna frá austurhluta Þýskalands sem unnu við virkjunina á þjónustusamningi. Myndin er af framkvæmdum við virkjunina. Á BYGGINGASVÆÐI Sex Pólverjar höfðu aðeins fengið hluta af launum sínum fyrir október, nóvember og desember. Þeir leit- uðu til verkalýðshreyfingarinnar fyrir jól og fengu peninga til að senda heim og geta haldið jól hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bíll út af við Blönduós Bíll keyrði út af við bæinn Fremstagil í Langadal um tíu- leytið í gærmorgun. Lögreglan á Blönduósi aðstoðaði við að draga bílinn upp en mikill éljagangur var á svæðinu. Hvorki urðu meiðsli né tjón af völdum óhappsins. FERÐALÖG Jón Bjarki Magnússon og Sigurður Eyþórsson eru tveir ungir ferðalangar sem eyddu jól- unum í Kína. Á aðfangadag fengu þeir ellefu aðra ferðalanga með sér til þess að leika íslensku jóla- sveinana þrettán og gefa gjafir í kínversku þorpi. „Við vildu gera eitthvað spennandi um jólin, reyna að upplifa hinn sanna jóla- anda þrátt fyrir að vera svo langt frá okkar heimahögum,“ útskýrir Jón Bjarki. „Við gengum um borgina sem við vorum í, Zhengzhou, vorum dregnir upp a svið i miðborginni. Við stigum léttan dans og fólkið fílaði vel jólasveinana þrettán sem komu alla leið frá Íslandi til að gleðja kínversk börn.“ Hópurinn fór því næst í Shaolin-bæinn Deng Feng og gaf þar börnum ýmsar gjafir. Strák- arnir leiddu síðan söngvadansa með börnunum rétt eins og hinir einu sönnu íslensku jólasveinar gera með íslenskum börnunum. „Börnin skemmtu sér konunglega og við skemmtum okkur konung- lega. Sumir af sveinkunum gáfu svo búningana sína til barnanna og þau voru gríðaránægð með að fá að vera jólasveinar á aðfanga- dag jóla,“ segja strákarnir gleð- beittir að lokum, ánægðir með öðruvísi aðfangadag. - sha Tveir íslenskir ferðalangar héldu jólin hátíðleg í Kína: Léku íslenska jólasveina og gáfu gjafir JÓN BJARKI OG SIGURÐUR Skemmtu heimamönnum í Zhengzhou og gáfu kínverskum börnum gjafir ásamt ellefu öðrum erlendum ferðamönnum. Þjófarnir flúðu af vettvangi Reynt var að brjótast inn í Tölvuþjónustuna á Akranesi klukkan hálf átta á aðfanga- dagskvöld. Þjófavarnakerfið fór í gang þegar rúða var brotin og þjófurinn yfirgaf svæðið án þess að taka neitt. LÖGREGLUFRÉTTIR JÓL Fórnarlömb náttúruhamfara og hryðjuverkaárása voru ofarlega í huga þeirra sem fögnuðu jólum víða um heim í fyrradag. Þrátt fyrir ausandi rigningu komu tugþúsundir saman á torginu fyrir framan Fæðingarkirkjuna í Betlehem á jóladag en þar er Jesús Kristur talinn hafa fæðst fyrir um tveimur þúsöldum. Fólkið var glatt í sinni enda friðvænlegra á þessum slóðum nú en mörg undanfarin ár eftir að vopnahléi var komið á á milli Palestínumanna og Ísraela. Engu að síður minnti aðskilnaðar- múr Ísraela viðstadda á að friður- inn væri dýru verði keyptur. Úr Páfagarði flutti Benedikt páfi XVI sitt fyrsta jólaávarp af svölum Péturskirkjunnar. Rétt eins og fyrirrennari sinn, Jóhannes Páll II, ræddi páfi um stríð og frið í heiminum. „Sameinað mannkyn getur tekist á við ógnir vorra tíma, allt frá hryðjuverkavá til þeirrar niðurlægjandi fátæktar sem millj- ónir búa við.“ - shg Jólaávarp Benedikts páfa XVI: Hvatti til eining- ar mannkyns FRÁ PÉTURSTORGINU Mikil úrkoma var víða við Miðjarðarhaf á jóladag en þrátt fyrir það komu þúsundir pílagríma að hlusta á páfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Baltasar, ertu kominn heim frá himnaríki? „Nei, litla ferðin er rétt að hefjast.“ Baltasar Kormákur, leikstjóri og kvikmynda- gerðarmaður, frumsýndi í gær nýjustu kvikmynd sína, A Little Trip to Heaven. LEIKSKÓLAKENNARAR Fyrirhugaður er fundur formanns og varafor- manns Félags leikskólakennara með borgarstjóra milli jóla og nýárs en þau hafa verið í viðræðum frá því fyrir jól. Miklar vonir eru bundn- ar við þennan fund. Minnst sex leikskólakennar- ar ætla að segja upp störfum hjá Reykjavíkurborg milli jóla og nýárs og heyrst hefur að uppsagnirnar verði líklega mun fleiri. Anna Kristín Sigurbjörns- dóttir, leikskólakennari á Kletta- borg, segir að þetta séu sérstaklega leikskólakennarar í Grafarvogi og Grafarholti. „Við sættum okkur ekki við þetta lengur,“ segir hún. Trúnaðarmenn leikskólakenn- ara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík ætla að hittast á fimmtu- dag. - ghs ANNA KRISTÍN SIG- URBJÖRNSDÓTTIR „Við sættum okkur ekki við þetta lengur,“ segir Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir, leikskólakennari á Klettaborg. Leikskólakennarar boða fund: Fleiri íhuga að segja upp KJARADÓMUR Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur kallað forsvarsmenn aðila vinnumark- aðarins á fund í dag klukkan 14 til að ræða úrskurð kjaradóms frá því fyrir jólin þar sem stjórn- málamenn og helstu embættis- menn fengu mun meiri launa- hækkun en gerist á almennum vinnumarkaði. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna á Alþingi sendu for- sætisráðherra bréf fyrir jól þar sem þeir óskuðu formlega eftir því að þing yrði kallað saman á milli jóla og nýárs. Þingi var frestað í byrjun desember og á þing ekki að koma saman aftur fyrr en 17. janúar nema forsætisráðherra gefi út forsetabréf og kalli þingið saman. „Málið er í höndum forsæt- isráðherra, hann yrði að beita sér fyrir því að gefa út nýtt for- setabréf til að þing yrði kallað saman. Ég hef ekki heyrt að neitt slíkt standi til,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis. Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra í gær. - ghs SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR „Málið er í höndum forsætisráð- herra,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, um forsætisráðherra og kjaradóm: Veit ekki til þess að þing verði kallað saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.