Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 73
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR56 AFREKSFÓLK Átta af þeim tíu íþróttamönnum sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2005 koma úr stóru boltagrein- ununum þremur, fótbolta, hand- bolta og körfubolta, en aðeins tveir íþróttamenn á lista tíu efstu manna keppa í sinni grein sem einstaklingar, þau Jakob Jóhann Sveinsson í sundi og Ólöf María Jónsdóttir í golfi. Fimm knatt- spyrnumenn er að finna í hópi tíu efstu manna, þar á meðal sig- urvegarann frá því í fyrra, Eið Smára Guðjohnsen, og systurnar Ásthildur og Þóru Björg Helga- dætur. Eiður Smári er af flestum talinn sigurstranglegastur í kjörinu í ár, en þetta er í 50. sinn sem samtök íþróttafréttamanna standa fyrir kjörinu á íþróttamanni ársins. Eiður Smári varð á árinu fyrst- ur Íslendinga til að vinna enska meistaratitilinn í knattspyrnu auk þess sem lið hans Chelsea komst alla leið í undanúrslit Meistara- deildar Evrópu. Systurnar Ást- hildur og Þóra áttu frábæra leiki með íslenska kvennalandsliðinu á árinu og kom Ásthildur gríðarlega sterk til leiks í sænsku úrvals- deildinni eftir að hafa náð sér af krossbandssliti. Þóra átti stóran þátt í tvöföldum sigri Breiðabliks í kvennaknattspyrnunni hér heima í ár og nú rétt fyrir jól náði hún þeim áfanga að vera valin í lands- liðið í handbolta. Þá eru landsliðs- mennirnir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson á listanum en báðir stóðu þeir sig mjög vel með félagsliðum sínum og varð Gunnar Heiðar meðal annars markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru fulltrúar íslenska karlalandsliðs- ins á listanum en sá fyrrnefndi varð Evrópumeistari með liði sínu Essen á síðustu leiktíð á meðan Snorri Steinn var valinn í lið árs- ins í þýsku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að Róbert Gunn- arsson, besti og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildar- innar í handbolta, kemst ekki á topp tíu listann. Það gerir heldur ekki stangarstökkvariunn Þórey Edda Elísdóttir, sem náði sér ekki almennilega á strik á árinu. Jón Arnór Stefánsson er eini körfu- boltamaðurinn sem kemst á list- ann en hann varð Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Peters- burg og varð aukinheldur eini N-Evrópubúinn sem valinn var í úrvalslið keppninnar. Eins og áður segir eru Jakob Jóhann og Ólöf María einu ein- staklingsíþróttamennirnir sem komast í hóp tíu efstu manna en Jakob Jóhann setti fjölda íslandsmeta á árinum og stóð sig ágætlega á HM og EM en Ólöf María Jónsdóttir tók þátt í evr- ópsku mótaröðinni í fyrsta skipti og komst sex sinnum í gegnum niðurskurð. - vig Mun Eiður Smári halda nafnbótinni? Tilkynnt hefur verið hvaða íþróttamenn höfnuðu í tíu efstu sætunum í vali íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Eins og við var að búast á Eiður Smári Guðjohnsen möguleika á að halda nafnbótinni. Í FYRRA Eiginkona Eiðs Smára, Ragnhildur Sveinsdóttir, tók við styttunni glæsilegu í fyrra þar sem Eiður Smári átti ekki heiman- gengt vegna anna með liði sínu Chelsea. AFREKSMAÐUR ÁRSINS? Eiður Smári Guðjohnsen var nýlega valinn knattspyrnumaður árins af KSÍ. Hann þykir líklegastur til að verða valinn íþróttamaður ársins. TÍU EFSTU Í KJÖRINU Ásthildur Helgadóttir Fótbolti Eiður Smári Guðjohnsen Fótbolti Guðjón Valur Sigurðsson Handbolti Gunnar Heiðar Þorvaldsson Fótbolti Hermann Hreiðarsson Fótbolti Jakob Jóhann Sveinsson Sund Jón Arnór Stefánsson Körfubolti Ólöf María Jónsdóttir Golf Snorri Steinn Guðjónsson Handbolti Þóra Helgadóttir Fótbolti FÓTBOLTI Manchester United er að ganga frá kaupum á varnar- manninum Nemanja Vidic, sem er landsliðsmaður Serbíu og Svart- fjallalands. Vidic er 24 ára og varð mjög eftirsóttur þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa herbúðir Spartak Moskvu en hann kom til félagsins í fyrrasumar frá Rauðu stjörnunni í Belgrad. Þá var Vidic hluti af frægri vörn Serbíu og Svartfjallalands sem aðeins fékk á sig eitt mark í sínum riðli í undankeppni HM. „Það verður frábært að fá Vidic til okkar, hann er snöggur og kraftmikill og þar að auki á besta aldri,“ sagði Sir Alex Fergu- son, sem hyggst líklega nota leik- manninn við hlið Rio Ferdinand í hjarta varnarinnar en þar hefur Mickael Silvestre verið frekar óstöðugur upp á síðkastið. Kaup- verð er talið vera um sjö milljónir punda en auk United var Vidic á óskalista Liverpool og ítalska liðs- ins Fiorentina. - egm Nemanja Vidic á Old Trafford: Serbi í vörnina hjá Man. Utd. NEMANJA VIDIC Mun líklega taka sæti í miðri vörn Manchester United. FÓTBOLTI Alfredo Di Stefano er berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall á aðfangadags- morgun, 79 ára að aldri. Hann var fluttur til Valencia til að gangast undir hjartaþræðingu en ástand hans er mjög alvarlegt. Di Stefano er goðsögn í augum stuðningsmanna Real Madrid eftir að hafa aðstoðað liðið við að vinn fimm Evrópubikara og átta deildarmeistaratitla, en hann fékk tvívegis titilinn knattspyrnumað- ur ársins í Evrópu. Di Stefano fæddist í Argentínu og hóf feril sinn með stórliði River Plate í heimalandinu 1945. Þaðan hélt hann til Kólumbíu og lék með Millionarios þar sem honum tókst að vinna til fimm deildar- meistaratitla og skoraði 267 mörk í 292 leikjum. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid börð- ust um að fá leikmanninn en síð- arnefnda liðið hafði á endanum vinninginn eftir hatramma bar- áttu 1953. Hann lék lykilhlutverk fyrir liðið sem vann fimm Evrópu- bikara í röð frá 1956. Di Stefano skoraði í öllum úrslitaleikjunum og þar á meðal þrennu í ótrúlegum 7-3 sigri á Eintracht Frankfurt í leik sem háður var á Hampden Park 1960. Hann skoraði 49 mörk í 58 Evr- ópuleikjum sem var met þar til fyrir skömmu þegar Raul bætti það. Árin 1957 og 1949 var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Árið 1964 yfirgaf Di Stefa- no herbúðir Real Madrid vegna deilna við Santiago Bernabeu, þáverandi forseta félagsins. Hann gekk til liðs við Espanyol en lagði síðan skóna á hilluna þremur árum síðar og sneri sér að þjálfun. Hann stýrði Boca Juniors og River Plate til meistaratitils í Argentínu og fór svo að þjálfa á Spáni, gerði Valenc- ia að spænskum meisturum 1971 og níu árum síðar vann hann Evr- ópukeppni bikarhafa með félaginu með því að leggja Arsenal að velli í úrslitaleik. Hann kom aftur til Real Madr- id og þjálfaði liðið 1982 til 1984 en kom því ekki ofar en í annað sæti. Árið 2000 var hann gerður að heið- ursforseta félagsins. - egm Ein mesta hetja Real fékk hjartaáfall á aðfangadag: Goðsögnin Alfredo Di Stefano á lítið eftir DI STEFANO ÁSAMT BECKHAM Hér má sjá Alfredo di Stefano ásamt David Beckham þegar sá síðarnefndi var keyptur til félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.