Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 70
FRÉTTIR AF FÓLKI Söngkonan Ashlee Simpson hefur snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hún hneig í yfirlið eftir tónleika sem hún hélt í Japan yfir helgina. Varð atvikið til þess að hún þurfti að aflýsa atriði sem hún átti að flytja á Radio Music Awards í Las Vegas á mánu- dag. Mun þessi 21 árs gamla systir Jessicu Simpson gista hjá foreldrum sínum yfir jólahátíðina og hvílast eftir áfallið. Mariah Carey er opinber vinsælda-listadrottning ársins 2005. Þett kom í ljós þegar Billboard opinberaði hvaða listamenn hefðu náð hæst á Bill- board-listann með lög sín á árinu. Þessi vinsæla söngkona varð efst með lagið We Belong Together. Gwen Stefani fylgir fast á hæla hennar með lagið Hollaback Girl. Sú plata sem seldist hins vegar mest af öllum er plata 50 Cent sem nefnist hinu skemmtilega nafni The Massacre. Breska leikkonan Sienna Miller hefur afþakkað hlutverk í James Bond-myndinni Casino Royale þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk njósnarans kvensama. Slæst hún þá í hóp þeirra þokkadísa sem hafa afþakkað þetta sama hlutverk. Þar á meðal eru Angelina Jolie, Scarlett Johansson og Charlize Ther- on. Fannst Miller ekki rétt að leika Bond-stúlku á þessum tíma- punkti. ,,Það gæti eyðilagt allt það mikla erfiði sem ég hef unnið á þessu ári.“ Söngkonan Avril Lavigne hefur sam-þykkt að leika í sinni fyrstu mynd á næsta ári. Myndin, sem nefnist Fast Food Nation, er byggð á metsölubók sem afhjúpaði leyndarmál skyndibita- iðnaðarins. Af öðrum leikurum sem munu leika í myndinni má nefna Patriciu Arquette, Ethan Hawke, Kris Krist- offerson og Luis Guz- man. Noel Gallagher, forsprakki hinn- ar sívinsælu hljómsveitar Oasis, óttast að á næsta ári verði gefin út safnplata með bestu lögum Oasis. Ástæðan er sú að samning- ur Oasis-meðlima við plötufyr- irtækið Sony rennur út á næsta ári og ætlar hljómsveitin ekki að endurnýja þann samning. ,,Ég hef töluverðar áhyggjur af því að Sony muni reyna að gefa út safnplötu á næsta ári. Við höfum þegar ákveðið að framlengja ekki samninginn okkar en ég hef ákveðnar efasemdir um að þeir vilji skilja í góðu. Ég hef á tilfinn- ingunni að þeir muni neyða okkur til þess að gefa út þessa safnplötu. Ef þeir segjast ætla að fara út í það verðum við að taka þátt þar sem annars verður hún algjört drasl. Ég hef alltaf sagt að okkur langar ekki að gefa út safnplötu fyrr en hljómsveit- in hættir o p i n b e r - lega. Þá eiga lögin líka að vera e n d u r - hljóðrituð og í tíma- röð.“ Oasis lauk nýverið tónleikaferðalagi um Ástralíu og sagði Noel að hann gæti vel hugsað sér að búa þar ef landið væri nær Bretlandi. ,,Ástralía er eiginlega eins og Bandaríkin að flestu leyti nema að álfan er ekki full af feitum fábjánum.“ Óttast að gefin verði út safnplata Oasis Noel Gallagher TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Weimarpönk virðist vera hugtak sem kynningardeild Þjóðleik- hússins er að reyna að innleiða. Þó tónlistarlega hafi Þýskaland millistríðsáranna átt lítið sam- eiginlegt með London á seinni hluta áttunda áratugarins var vissulega ákveðið anarkí sem réð ríkjum í listaheiminum. Áhugamenn um þetta tímabil hafa fengið ýmislegt fyrir sinn snúð undanfarið. Sumaróperan setti upp Happy End Brechts og Weill sumarið 2004, Púnt- ila og Matti var sett upp fyrir ekki löngu í Borgarleikhúsinu og Túskildingsóperan er frum- sýnd annann í jólum. Verk um Marlene Dietrich verður sett upp í vor, meðan sýningu um stöllu hennar hinum megin við hin umdeildu landamæri, Edith Piaf, er nýlokið. Banamaður lýðveldisins (og kabarettsins), Hitler sjálfur, mætir svo á svið- ið í Mein Kampf meðan Stefán Zweig teflir við Gestapo í Mann- tafli. Jafnvel Woyzeck er að hluta byggt á þýskri óperu frá 1925, þó leikritið sjálft sé eldra. Söngleikurinn Kabarett var saminn eftir seinni heimsstyrj- öld en gerist árið 1931. Heims- endir leikhúslistarinnar færist nær í formi nasismanns, sem batt enda á gullöld Þýskalands bæði í leikhúsi og í kvikmynda- gerð. Listamenn sem ekki fylgdu flokkslínunni voru annað hvort sendir í þrælkunarbúðir eða flýðu land. En partíin rétt fyrir enda- lokin eru alltaf þau bestu og í Kabarett endurspeglast örvænt- ingarfull gleði næturklúbbanna áður en hrunadans Evrópu hófst. Ef kabarettinn var klám var hann að minnsta kosti mun betra klám en það sem seinna kom, og höfðaði til mun fleiri skilningarvita. Því hefur eðli málsins sam- kvæmt diskur sem einungis endurflytur tónlistina takmark- aðra gildi en allur pakkinn. En það má hafa gaman af honum samt, því tónlistin úr verkinu er afar skemmtileg, Gallinn við leikhústónlist er hins vegar sú að maður hefur alltaf á tilfinn- ingunni að leikararnir séu að leika, sem gerir það að verkum að flutningurinn hittir ekki allt- af í hjartastað. Tónlistin sjálf er afar vel flutt og var vel til fundið að fá Sigtrygg Baldurs- son, sem áður hefur gefið út eigin Weimar-plötu, á trommur. Þórunn Lárusdóttir er fantafín söngkona og getur vel staðið undir sér sem slík á lögum eins og „Kannski er loksins“, sem er eitt áhrifamesta lag plötunnar. Því miður veitir bæklingurinn afar takmarkaðar upplýsingar og því ekki ljóst hver syngur hvað. Margir ungir leikarar fengu að spreyta sig í aukahlut- verkum í sýningunni og ekki er ljóst hvort einhverjir þeirra fengu að vera með á disknum. Ákjósanlegt hefði einnig verið að hafa með ágrip af sögu söng- leiksins og myndir úr sýning- unni. Þýðingarnar eru ágætlega gerðar af Veturliða Guðnasyni. En íslenska er ekki heimsmál á borð við þýsku, frönsku eða ensku, og því eru slettur á milli mála ekki alltaf fallegar. Lík- lega hefði verið betra að þýða verkið alveg frekar en að slá um sig með þýskum og frönskum frösum, þó ætlunin sé að koma alþjóðlegum brag Kabaretts- ins til skila. Lagið Gifting er flutt bæði á íslensku og þýsku, og jafnvel Þórunn sjálf rallar á þýsku r-unum. Mestum hæðum nær diskurinn undir lokin þegar hinn dimmi undirtónn rís upp á yfirborðið. Hinn ást- fangni piltur í „Sæjuð þið hana“ dásamar dyggðir sinnar heitt- elskuðu, en endar lofsönginn á hennar helsta kosti, að hann sjái ekki á henni neinn gyðingasvip. Ógnvekjandi vísbending um það sem koma skal, og söngkonan í „Hvað segir þú?“ spyr þegar stormurinn nálgast hvað skuli gera. Svarið fannst aldrei, og ofbeldismennirnir náðu á end- anum yfirhöndinni yfir lista- mönnunum. Valur Gunnarsson Anarkí í Weimar- lýðveldinu KABARETT LEIKHÓPURINN Á SENUNNI Niðurstaða: Þórunn Lárusdóttir stendur upp úr á plötu sem er ágætis minjagripur um sýn- inguna en hefur takmarkað gildi einn og sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.