Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 6
6 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér
með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður
miðvikudaginn 28. desember nk. kl. 17 á
Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
Gerð grein fyrir tillögum stjórnar til breytinga á
samþykktum sjóðsins.
Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til
setu á fundinum. Tillögur stjórnar liggja frammi
á skrifstofu sjóðsins.
Reykjavík 27. nóvember 2005
Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna
Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is
Sjóðfélagafundur
ANKARA, AP Dómstóll í Istanbúl
dæmdi í vikunni rithöfund og blaða-
mann fyrir að móðga Tyrkland.
Zulkuf Kisanak, höfundur bók-
arinnar Týndu þorpin, þar sem
sagt er frá ofsóknum gegn Kúrdum
á tíunda áratugnum, var dæmd-
ur í fimm mánaða fangelsi eða til
greiðslu sektar. Aziz Ozer, ritstjóri
tímaritsins Yeni Dunya Icin Cagri,
fékk tíu mánaða fangelsisdóm fyrir
greinar þar sem stjórnvöld voru
harðlega gagnrýnd. Refsingunni
var breytt í 300.000 króna sekt.
Samkvæmt landslögum er refsi-
vert að móðga tyrkneska lýðveldið en
lagaákvæðin hafa mjög verið gagn-
rýnt af öðrum Evrópuþjóðum. ■
Rithöfundar dæmdir:
Móðguðu sjálft
föðurlandið
RÓM, AP Armando Spataro, dóm-
ari á Ítalíu, hefur gefið út hand-
tökuskipun, sem gildir í öllum
ríkjum Evrópusambandsins, á 22
útsendara bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA.
CIA-mennirnir eru sagðir hafa
rænt íslömskum klerki, Abu Omar
að nafni, á götu í Mílanó í febrúar
2003 og flutt hann til Egyptalands
þar sem hann var pyntaður.
Áður hafði Spataro gefið út
handtökuskipun á mennina sem
gilti einungis á Ítalíu en einnig
hafði hann farið fram á framsal
þeirra. Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, sagðist í
upphafi síðustu viku ekki ætla
að fylgja beiðninni eftir þar sem
ekki væri fótur fyrir ásökunum
dómarans. ■
Ítalskur dómari:
CIA-menn má
taka höndum
BRÚNAÞUNGUR Armando Spataro vill láta
handtaka mennina vegna aðildar þeirra að
mannráni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN
Ertu með meira en kvartmilljón
í yfirdrátt?
Já 41%
Nei 59%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Borðaðir þú rjúpur um jólin?
Segðu skoðun þína á visir.is
VARSJÁ, AP Lech Kaczynski sór emb-
ættiseið sinn sem forseti Póllands
á Þorláksmessu. Hann hét því að
berjast gegn spillingu og viðhalda
nánum tengslum við Bandaríkin.
Í innnsetningarræðu sinni
fjallaði Kaczynski einkum um
landsmálin og virtist honum sér-
staklega umhugað að uppræta
spillingu og draga úr áhrifum
gömlu kommúnistanna. „Ríkið
rækir ekki skyldur sínar við borg-
arana,“ sagði hinn 56 ára gamli
fyrrverandi borgarstjóri Varsjár.
„Því verður verður að hreinsa það
og endurreisa.“
Einnig vék Kaczynski að hinum
viðkvæmu tengslum við Rússland,
sem hann sagði „afar mikilvæg“,
svo og áframhaldandi samvinnu
við Bandaríkin.
Kaczynski sigraði hinn frjáls-
lynda Donald Tusk í kosningum
23. október en mánuði fyrr hafði
flokkurinn Lög og réttlæti, sem
Jaroslaw bróðir hans leiðir, unnið
stórsigur í þingkosningunum. Gott
gengi þeirra bræðra er til marks
um að íhaldssamari vindar blási nú
um Pólland. Aleksander Kwasniew-
ski, fráfarandi forseti, er fyrrum
kommúnisti og Marek Belka, sem
gegndi forsætisráðherraembætt-
inu þar til í haust, þegar Kazimierz
Marcinkiewicz tók við stjórnar-
taumunum. - shg
Aleksander Kwasniewski lætur af embætti sínu sem forseti Póllands:
Kaczynski sver embættiseið
MÓÐURINNI ÞAKKAÐ Þegar Kaczynski
hafði flutt ræðu sína kyssti hann á hönd
Jadwigu móður sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Þórir Karl Jónasson
býður sig fram í fjórða til fimmta
sæti á lista Samfylkingarinnar
í Reykjavík, en prófkjör flokks-
ins fer fram aðra helgi í febrúar
næstkomandi.
Þórir kveðst
styðja Stein-
unni Valdísi
Óskarsdóttur
borgarstjóra í
efsta sæti list-
ans, en segist
munu standa að
baki þeim sem
nær fyrsta sæt-
inu.
„Ég legg
áherslu á hækk-
un lægstu launa
og tel brýnt að
eyða launamun
kynjanna. Ég vil að borgin greiði
götu þeirra sem vilja byggja leigu-
íbúðir fyrir fólk og borgin fjölgi
leiguíbúðum Félagsbústaða,“ segir
Þórir Karl og kveðst fylgjandi því
að núverandi R-lista flokkar starfi
áfram saman nái þeir meirihluta.
- jh
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Þórir fer fram
ÞÓRIR KARL JÓNAS-
SON Þórir Karl vill í
fjórða eða fimmta
sætið hjá Samfylking-
unni í Reykjavík.
VEÐUR Veðráttan getur verið
grimm jafnvel á helgustu stund-
um. Á Bolungarvík skall á aftaka-
veður á um klukkan átta á jóla-
dagsmorgun. Þak fór af Gamla
stúkuhúsinu þar í bæ og fauk yfir
þrjú nærliggjandi hús. Starfs-
stúlka á sjúkrahúsinu segir guðs-
mildi að ekki skuli hafa farið verr
þegar klumpur sem fauk af Gamla
Stúkuhúsinu fór inn um glugga
sjúkrastofu og eftir endilögum
ganginu og inn í aðra sjúkrastofu
hinumeginn við ganginn. Enginn
var í hvorugri stofunni en einn
sjúklingurinn var við það að fara
fram á gang þegar ósköpin dundu
yfir.
Brak fauk yfir tvö önnur hús,
braut rúður og skemmdi klæðn-
ingar að sögn lögreglunar í Bol-
ungarvík.
Þá fauk þak af fjárhúsi í Minni-
Hlíð við Bolungarvík. Sigurgeir
Jóhannsson sem þar hafði 160
kindur varð því að hafa snör hand-
tök og kom hann ánum fyrir í fjár-
húsi í Miðdal. Ekki varð því meint
af volkinu.
Á Vesturlandi fengu menn og
skepnur einnig að finna til tevatns-
ins sökum fárviðris. Rafmagn fór
af í allri Kjósinni um klukkan hálf
sex á jóladagsmorgun. „Menn eru
almennt ekki svo árrisulir á þess-
um tíma en á þessum slóðum þurfa
þeir samt sem áður að mjólka en
beljurnar urðu að bíða þar til rétt
rúmlega níu að rafmagnið kom á
aftur,“ segir Ingi B. Ingason sem
stóð bilunarvaktina hjá Rarik á
Vesturlandi. Hann segir að marg-
ir hafi verið farnir að finna fyrir
kulda í hýbílum sínum þennan
jóladagsmorgun. Um sautján bæir
urðu rafmagnslausir en einnig er
mikið af sumarhúsum á svæðinu.
Bilunin var á línu skammt hjá
Grjóteyri við Meðalfellsvatn. „Það
gekk bara ágætlega að gera við. Ég
átti von á því að þetta stæði leng-
ur yfir en við erum með svo býsna
góða menn í þessu og það varð
okkur til bjargar,“ segir Ingi. - jse
ÞAKIÐ FAUK AF FJÁRHÚSINU Þakið fauk
af fjárhúsinu í Minni-Hlíð við Bolungarvík.
Bóndin kom ánum fyrir í annað fjárhús og
ætlar ekki að endurbyggja þetta.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Óvissa um
framtíðarstaðsetningu olíubirgð-
astöðvar olíufélaganna á Ísafirði
stendur viðhaldi fyrir þrifum, að
mati bæjarstjórans. Hann vill að
stöðin verði áfram á sama stað,
meðan aðrir vilja flytja hana.
Bryndís Friðgeirsdóttir, bæj-
arfulltrúi Samfylkingar á Ísafirði,
segist ósátt við að vera með olíu-
birgðastöð í hjarta bæjarins. „Lítill
hluti lóðaleigusamningsins er enn í
gildi og stærsti hlutinn af runninn
út. Búið er að bjóða þeim aðra lóð
sem þeir afþökkuðu og þar með vill
bæjarstjórinn meina að við getum
ekkert gert því svo mikið kosti að
flytja þá,“ segir hún og bendir á að
nýtt skipulag geri ráð fyrir bryggju-
hverfi og litlum íbúðum nálægt
stöðinni. „Og það er alveg út úr kú
að vera með starfsemina á þessum
stað,“ segir hún og kveður nægt
pláss til að flytja tankana, aðeins
þurfi að koma til aukin uppfylling.
„Mér heyrist hins vegar vera upp-
gjafartónn í bæjarstjóranum gagn-
vart olíufélögunum.“
Halldór Halldórsson bæjarstjóri
kveðst oft hafa lýst þeirri skoðun
sinni að illskásti staðurinn fyrir
birgðastöð olíufélaganna sé þar sem
hún er nú. „Hér þarf að vera hægt
að skipa upp og afgreiða skip með
olíu. Við fengum arkitekt til að velta
fyrir sér öðrum staðsetningum, en
þær eru allar haldnar sömu ann-
mörkum,“ segir hann og bendir á að
enn sé í gildi sé lóðaleigusamningur
sem gerður hafi verið árið 1950 til
99 ára.
Halldór bendir á að tankarnir séu
á tveimur lóðum og segir að starf-
semin fari af lóðinni við Mjósund þar
sem samningur sé runnin út. „En þar
hefur þetta mest farið í taugarnar á
fólki út af draslaraskap.“ Hann segir
bæði Olíudreifingu og Shell und-
anfarin ár ítrekað hafa knúið á um
svör frá bænum um hvar staðsetja
ætti birgðastöðina til framtíðar, en
vegna óvissunnar sem um það ríkti
hafi þau ekki farið í nauðsynlegar
kostnaðarsamar viðhaldsaðgerðir.
Halldór segir að félögin hafi fyrir
árslok átt að byggja nýja þró og gera
birgðastöðina upp, en nú sé ljóst að
þau þurfi undanþágu fyrir rekstur-
inn. Hann boðar ákvörðun um málið
snemma á nýju ári.
Guðmundur Kristjánsson,
hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar,
segir mál olíubirgðastöðvarinnar
lítið hafa komið inn á borð til sín.
Hann segist þó trúa að vaknað
hafi vangaveltur um öryggi tank-
anna eftir nýlegan stórbruna í
olíubirgðastöð i Bretlandi. „Þetta
hlýtur að vekja fólk til umhugsun-
ar. Þessi birgðastöð er náttúrlega
að verða inni í miðbæ Ísafjarðar
og hlýtur að skoðast í samhengi, ef
þetta spryngi nú í loft upp þá færu
ansi margir með.“ olikr@frettabladid.is
Íbúar vilja olíubirgðastöð
burt vegna sóðaskaps
Á Ísafirði er deilt um framtíðarstað birgðastöðvar olíufélaganna. Bærinn hefur rætt við olíufélögin um
flutning en þau hafnað nýjum stað. Bæjarstjórinn segir að olíuafgreiðsla þurfi að vera við höfnina.
Aftakaveður í Bolungarvík á jóladagsmorgun:
Spýtnabrak fauk
inn í sjúkrastofu
OLÍUTANKAR Á ÍSAFIRÐI Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, efast um að allir
bæjarbúar geri sér grein fyrir að verið geti að meirihluti bæjarstjórnar festi niður staðsetn-
ingu olíutanka olíufélaganna þar sem þeir eru nú. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Vara við hatursáróðri Danskir prest-
ar notuðu tækifærið í guðsþjónustum
um jólin til að mótmæla neikvæðri um-
ræðu um innflytjendur í Danmörku. Yfir
200 prestar hafa tekið sig saman um að
vara við hatursfullum tón í umræðunni.
DANMÖRK