Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 49
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR16
VISSIR ÞÚ...
...að sigusælasti ökuþór Formúlu 1
fyrr og síðar er Michael Schuma-
cher?
...að Ayrton Senna sigraði Mónakó
kappaksturinn 5 sinnum í röð á
árunum 1989 til 1993?
...að Senna varð oftar en nokkur
annar á ráspól? Alls 65 sinnum.
...að Alain Prost var sjö sinnum
í röð á ráspól 1993? Hann varð
heimsmeistari sama ár.
...að Nigel Mansell var 14 sinnum
á ráspól Formúlu 1 kappakstursins
árið 1992?
...að Mansell varð heimsmeistari
1992 en hætti eftir það?
...að hann sneri sér að Indy-kapp-
akstrinum og varð heimsmeistari í
fyrstu tilraun árið 1993?
...að Mika Häkkinen átti flesta
fljótustu hringi á einni leiktíð í
Formúlunni árið 2000? Það dugði
skammt því Schumacher varð
heimsmeistari það árið.
...að yngsti ökumaðurinn í For-
múlunni var aðeins 19 ára og 182
daga gamall? Hann hét Michael
Christopher Thackwell og var frá
Nýja-Sjálandi.
...að elsti Formúlukappinn var
Louis Alexandre Chiron frá Món-
akó? Hann var 55 ára og 292 daga
gamall.
...að yngstur allra sem hlotið hafa
stig í formúlinni er Jenson Button frá
Bretlandi? Hann var tuttugu ára og 67
daga gamall þegar hann varð sjötti í
Brasilíska kappakstrinum 2000.
...elsti heimsmeistarinn hét Juan
Manuel Fangio. Sá kappi var frá
Argentínu en hann var 46 ára og 41
dags gamall er hann vann 1957.
...að Ferrari er sigursælasta lið
Formúlu 1 kappakstursins fyrr og
síðar.
1. Dumb & Dumber (1994). Braut
í sér framtönn fyrir myndina, en
hefur nú látið laga hana. Carrey
þurfti að láta fjarlægja úr sér
gallsteina á meðan tökur stóðu yfir.
Myndin hefur náð inn fjórum sinn-
um meira peningum en eytt var við
gerð hennar og það bara á mynd-
bandaleigum í Bandaríkjunum.
2. Eternal Sunshine of the Spotless
Mind (2004). Nicolas Cage kom
líka til greina í hlutverk Carreys.
Myndin er byggð á ljóði eftir Alex-
ander Pope en þar er einnig fengið
nafnið á myndinni.
3. The Truman Show (1998).
Allar götur í myndinni er nefndar
eftir frægum leikurum. Eftirnafn
Carreys í myndinni, Burbank, vísar
til þess að myndverið átti að vera
í Burbank. Hið frábæra tónskáld
Philip Glass samdi tónlistina fyrir
myndina.
4. Ace Ventura (1994). Myndin sem
gerði Carrey að stórstjörnu. Carrey
fékk lag með uppáhaldshljóm-
sveitinni sinni, Cannibal Corpse,
flutt í myndinni. Teiknimyndir voru
gerðar eftir henni en féllu í grýttan
jarðveg.
5. How the Grinch Stole Christmas
(2000). Carrey þurfti þriggja tíma
förðun fyir hvern tökudag. Honum
þótti gríman og búningurinn svo
óþægileg að hann fékk sérstaka
þjálfun í að þola sársauka. Gerð
eftir sögu Dr. Seuss.
TOPP 5:
JIM CARREY
JIM CARREY
„Ég vakna og reyni að vera komin í vinn-
una klukkan níu, ég er frekar löt á fætur
og væri síðasta manneskjan að mæta
í líkamsrækt fyrir vinnu á morgnana,“
segir Kolbrún Sævarsdóttir, ein af tíu
saksóknurum hjá Ríkissaksóknara.
„Svo er svo misjafnt hvað liggur fyrir.
Það er algengt að ég mæti í málflutning,
en annars er ég að vinna að skjölum
og undirbúa mál, undirbúa ákæru eða
greinargerð í Hæstarétt eða eitthvað
því um líkt. Svo fer ég tvisvar til þrisvar
í viku í hádeginu og lyfti í World Class.
Svo vinn ég oftast fram að kvöldmat og
á frí á kvöldin, en stefni að því að fá mér
hest í hús eftir áramót, svo þá fara kvöld-
in væntanlega mikið til í hann. Þetta er
ósköp venjulegt líf, held ég.“
HVUNNDAGURINN:
Ósköp venjulegt líf