Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 50
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005
Sparaðu 30-50%
Sýningareintök til sölu
Kvik byggir á þeirri hugmynd að allir eiga rétt á æðislegu eldhúsi. Nú
seljum við sýningareintök af eldhúsum og baðherbergjum og ef þú
vilt gera góð kaup geturðu sparað allt að 50%
Komdu til okkar í búðina og nndu draumaeldhúsið eða baðið…
A L L I R E I G A R É T T Á Æ Ð I S L E G U E L D H Ú S I
www.kvik.com Hjallabrekku 1 . Kópavogur . Tfn. 565 1499
Nokkuð hefur verið rætt um
það í fjölmiðlum undanfarið, að
Alþýðuflokksmenn væru óánægð-
ir í Samfylkingunni. Ég get full-
yrt, að það er enginn fótur fyrir
þessum vangaveltum. Alþýðu-
flokksmenn eru ánægðir í Sam-
fylkingunni.
Samfylkingin var mynduð af
Alþýðuflokknum, Alþýðubanda-
laginu, Kvennalistanum og Þjóð-
vaka. Þessi sameining hefur
tekist mjög vel og skapað þann
sterka flokk sem Samfylkingin
er í dag. Flokksmenn líta í dag á
sig sem Samfylkingarmenn, sem
jafnaðarmenn en kenna sig ekki
við hina gömlu flokka, sem stóðu
að sameiningunni. Það er því út
í hött, þegar sjálfstæðismenn og
aðrir eru að tala um, að áhrif
Alþýðuflokksmanna séu lítil í
Samfylkingunni. Í nýjum flokki
snúast málin ekki um áhrif eða
áhrifaleysi fyrrverandi flokka.
Sem fyrrverandi Alþýðuflokks-
maður get ég sagt, að ég er mjög
ánægður með sameininguna og
hinn nýja flokk. Ég tel stefnu
Samfylkingarinnar vera í anda
jafnaðarstefnunnar og forustu-
menn flokksins hafa tryggt að
svo yrði. Ég er ánægður með
þróun mála í Samfylkingunni.
Ég hafði lengi alið þann draum,
að jafnaðarmenn á Íslandi gætu
sameinast í einum flokki. Ég tel,
að sá draumur hafi nú ræst.
Ágreiningur A-flokkanna var
ávallt fyrst og fremst um utan-
ríkismál, um afstöðuna til Sov-
etríkjanna og til NATO. Þegar
Sovetríkin liðuðust í sundur og
kommúnisminn leið undir lok
þar var þessi ágreiningur úr sög-
unni. Það var hins vegar skaði,
að félagar Vinstri grænna skyldu
ekki telja sig geta tekið þátt í sam-
einingu jafnaðarmanna. Í hinum
stóru jafnaðarmannaflokkum í
Evrópu rúmast ólíkar skoðanir
og því hefðu Vinstri grænir vel
rúmast innan Samfylkingarinnar
með sínar sér skoðanir, t.d. í utan-
ríkismálum og umhverfismálum.
Leiðtogar Samfylkingarinn-
ar, þau Össur Skarphéðinsson og
Ingibjörg Sólrún, hafa staðið sig
mjög vel. Össur leiddi flokkinn í
upphafi sameiningarinnar þegar
mjög var á brattann að sækja og
á móti bles iðulega. Hann kom
fylgi flokksins úr 16 í 31 pró-
sent. Yfirgnæfandi meirihluti
flokksmanna vildi fá Ingibjörgu
Sólrúnu sem framtíðarleiðtoga.
Hún stóð sig mjög vel sem borg-
arstjóri og hefur staðið sig vel
sem formaður Samfylkingarinn-
ar fram að þessu. Ég spái því að
fylgi Samfylkingarinnar muni
fljótlega fara yfir þrátíu prósent
undir hennar stjórn.
Höfundur er
viðskiptafræðingur.
Vellíðan í
Samfylkingu
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
SKRIFAR UM SAMFYLKINGUNA