Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 71
54 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Jaliesky Garcia, ein
helsta skytta íslenska landsliðs-
ins í handbolta, segir allar líkur
á því að hann muni koma til móts
við félaga sína í landsliðinu hér á
landi í byrjun árs og reyna að taka
þátt í undirbúningi liðsins fyrir
EM í Sviss sem hefst í lok janúar.
Hann segir að forráðamenn Göpp-
ingen hafi brugðist sér þegar þeir
létu kollega sína hjá HSÍ ekki vita
af aðgerðinni sem hann fór í á
fimmtudaginn, en landsliðsþjálf-
arinn Viggó Sigurðsson fékk að
heyra af aðgerð Garcia í fjölmiðl-
um á Þorláksmessu.
„Fyrirvarinn var mjög lítill og
auk þess þurfti ég einnig að vera á
sjúkrahúsinu daginn fyrir aðgerð-
ina. Ég bað stjórnendur Göpping-
en að hafa samband til Íslands og
láta vita hvernig staðan hjá mér
væri en svo frétti ég síðar að þeir
gerðu það ekki,“ sagði Garcia við
Fréttablaðið í gær.
„Ég er búinn að tala við Einar
(Þorvarðarson, framkvæmda-
stjóra HSÍ) og ég veit að menn eru
ekki ánægðir með þetta en það
er lítið sem ég gat gert. Forráða-
menn Göppingen áttu að láta vita
en gerðu það ekki og ég er miður
mín vegna þess,“ sagði Garcia.
Garcia segir að læknar ytra
búist við því að það taki hann fjór-
ar vikur að ná sér en að hann sé
vongóður um að bati sinn verði
hraðari en svo. „Ég ætla að gera
allt sem ég get til að spila með
Íslandi á EM. Ég vona og trúi því
að ég verði orðinn góður í tánni
áður en mótið hefst,“ segir Garcia
og bætir því við að forráðamenn
Göppingen muni ekki setja fótinn
fyrir þáttöku hans á EM, en lengi
hefur verið stirt á milli Göpping-
en og HSÍ.
„Þjálfarinn minn spurði mig
hvort ég vildi fara á EM. Ég sagði
já og þá sagðist hann ætla að
hjálpa mér að láta það takast.“
Sex vikur eru liðnar síðan
Garcia tábrotnaði en þrátt fyrir
meiðslin spilaði hann ávallt fyrir
Göppingen. Forráðamenn HSÍ og
Viggó vilja meina að augljóst sé
að Göppingen hafi gripið tæki-
færið og látið Garcia fara í aðgerð
vegna pásunnar sem fram undan
er í öllum keppnum Evrópu vegna
EM í Sviss en sjálfur segir Garcia
að hann hafi átt kost á öðru.
„Ég varð að láta laga tána. Ég
hef spilað sárþjáður í margar
vikur og ég hefði ekki getað spil-
að á EM í þessu ástandi,“ segir
Garcia og bætir því við að hann sé
strax orðinn mun betri.
„Mér líður miklu betur í tánni
núna og svo virðist sem að aðgerð-
in hafi gengið fullkomnlega upp.
Nú vona ég bara að batinn verði
jafngóður og ég geti spilað af full-
um krafti í Sviss,” sagði Jaliesky
Garcia að lokum.
vignir@frettabladid.is
Göppingen átti að láta HSÍ vita
Jaliesky Garcia segist ætla að gera allt sem í sínu valdi standi til að vera með á EM í Sviss þrátt fyrir að hafa
farið í aðgerð á fimmtudaginn. Hann segir að Göppingen hefði átt að láta HSÍ vita af aðgerðinni.
JALIESKY GARCIA Hefur ekki gefið upp
vonina um að spila með íslenska lands-
liðinu á EM í Sviss.
Einn stærsti leikur ársins í þýska
handboltanum verður í kvöld þegar
Gummersbach og Kiel eigast við en
leikurinn verður sýndur í beinni útsend-
ingu á Sýn. Þarna mætast tvö efstu lið
deildarinnar en Kiel er í efsta sæti með
tveggja stiga forskot. Það seldist upp
á leikinn fyrir mánuði síðan og verða
19.250 áhorfendur í höllinni. Íslensku
landsliðsmennirnir Guðjón Valur
Sigurðsson og Róbert Gunnarsson leika
með Gummersbach.
„Maður reynir að líta á þetta eins og
hvern annan leik þó að búið sé að blása
hann upp eins og hægt er. Við höfum
æft alla daga um jólin en menn hafa
passað sig á að detta ekki of mikið í
jólasteikina. Þetta er stærsti leikurinn í
nokkurn tíma, fjölmiðlar sýna honum
gríðarlegan áhuga og menn þurfa
að gæta sín á að halda skynsemi.
Við höfum áður spilað fyrir sautj-
án þúsund manns og ættum
ekki að taka eftir neinum mun
í þessum leik,“ sagði Guðjón
Valur en hann segir að undir-
búningur liðsins fyrir leikinn
hafi verið mjög hefðbundinn.
„Ef við töpum er bilið niður
í Lemgo og Magdeburg
orðið óþægilega lítið. Ef
við vinnum getum við
endað í fyrsta sætinu
um áramótin en þetta
er síðasti leikur Kiel
fyrir áramót. Við
eigum hins vegar
leik gegn Minden eftir
og með sigri okkar verður bar-
áttan um meistaratitilinn alveg
galopin,“ sagði Guðjón, sem er
markahæsti leikmaður þýsku
deildarinnar með 131 mark í
sextán leikjum.
„Ég var fljótari að komast inn í
liðið og ná að stilla strengi við
nýja liðsfélaga en ég átti von
á. Liðinu hefur gengið vel en
hefur enn ekki afrekað neitt, við
erum enn í öðru sætinu. Yfirlýst
markmið okkar er að enda í
einu af þremur efstu sætunum
og komast í Meistaradeildina
en að sjálfsögðu stefnum
við eins hátt og hægt er,“
sagði Guðjón.
GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: LEIKUR MEÐ GUMMERSBACH Í STÓRLEIK GEGN KIEL Í KVÖLD
Reyni að líta á leikinn eins og hvern annan
FÓTBOLTI Brasilíska landsliðið
sem varð heimsmeistari í knatt-
spyrnu 1970 er besta lið allra
tíma samkvæmt könnun sem
breska ríkisútvarpið stóð fyrir
en niðurstöður voru kynntar nú
um jólin.
Pele kom, sá og sigraði í
heimsmeistarakeppninni sem
haldin var í Mexíkó en hann var
þá 29 ára gamall. Lið Liverpool
sem varð Evrópumeistari 1977,
1978 og 1981 hafnaði í öðru sæti í
könnunni. Bob Paisley var knatt-
spyrnustjóri liðsins og undir
hans stjórn léku snillingar eins
og Kevin Keegan, Kenny Dal-
glish og Emlyn Hughes.
Fimmfalt Evrópumeistaralið
Real Madrid á árunum 1956-60
var í þriðja sæti á undan enska
landsliðinu sem hampaði heims-
meistaratitilinum 1966. Lið
Manchester United sem vann
þrennuna ógleymanlegu 1999
var í sjötta sætinu. Enska ruðn-
ingsliðið frá 2003 varð í sjöunda
sæti og efst af þeim liðum sem
ekki eru fótboltalið.
Brasilíska landsliðið sýndi
sambatakta af allra bestu gerð
frá upphafi heimsmeistara-
keppninnar 1970 til loka hennar
en það vann alla sína leiki og
er það í eina skipti sem Brasil-
ía hefur farið í gegnum heila
heimsmeistarakeppni með því
að gera það. Tékkóslóvakar voru
sigraðir 4-1 í fyrsta leiknum og
takturinn var kominn af stað, í
úrslitaleiknum unnu Brasilíu-
menn einnig 4-1 en þá var Ítalía
auðveld bráð. Brasilíumenn léku
sér að Ítölum með Pele, Jair-
zinho, Rivelino, Gérson og Tostao
á fullri ferð. Þá spilaði fyrirlið-
inn Carlos Alberto stórt hlutverk
í liðinu og lyfti bikarnum í mót-
slok sem Brasilía vann til eignar
þar sem þetta var í þriðja sinn
sem þjóðin varð heimsmeistari.
Þetta frábæra lið er talið það
besta í sögunni. - egm
Hlustendur breska ríkisútvarpsins:
Brasilía 1970 er best
PELE BESTUR Pele skoraði og lagði upp
ófá mörk á HM 1970. GETTY IMAGES
BESTU LIÐ ALLRA TÍMA HJÁ BBC
1. Brasilía 1970
2. Liverpool 1977-81
3. Real Madrid 1956-60
4. Heimsmeistaralið Englands 1966
5. Evrópumeistarar Celtic 1967
6. Manchester United 1999
7. Ruðningslið Englands 2003
8. Arsenal 2003-04
9. Krikketlið Ástralíu 1995-2005
10. Krikketlið Englands 2005
FÓTBOLTI Stuðningsmenn spænska
liðsins Real Madrid fengu í jóla-
gjöf þetta árið fréttir þess efnis að
félagið hefði gengið frá kaupum á
brasilíska landsliðsmanninum Cic-
inho. Kaupverðið er í kringum 300
milljónir íslenskra króna en þó
Cicinho sé Brasilíumaður er hann
með ítalskt vegabréf og telst því
ekki vera útlendingur í spænsku
deildinni.
Cicinho, sem er 25 ára, kemur
frá liði Sao Paulo í Brasilíu en
félagið varð meistari í heima-
landinu og á dögunum heims-
meistari félagsliða með því að
leggja Liverpool að velli í úrslita-
leik. Hann er hugsaður sem fram-
tíðarleikmaður í hægri bakverðin-
um hjá Real Madrid og þykir búa
yfir leikstíl sem svipar mjög til
þess sem Roberto Carlos, vinstri
bakvörður Real, hefur tamið sér í
gegnum árin. - egm
Samkeppni í bakverðinum:
Cicinho til
Real Madrid
CICINHO Úr leik Sao Paulo gegn Liverpool.
FÓTBOLTI „Þrátt fyrir að ýmsir
haldi því fram að tími minn á
Old Trafford sé liðinn er ég ekki
á leiðinni að hætta, ég er ákveð-
inn í að halda áfram,“ segir Sir
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United. Sögur hafa
verið í gangi um að hann hyggist
hætta eftir tímabilið en United
féll út úr Meistaradeildinni eftir
riðlakeppnina og er langt á eftir
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur nú blásið á þær sögu-
sagnir.
„Ég mun halda áfram þar til
liðið er komið á rétta braut. Það
verður ekki auðvelt þar sem enska
deildin er sterkari en áður. Ég er
að endurbyggja liðið og hlakka
mikið til næsta árs því merki eru
á lofti um að við verðum betri en
við höfum verið í langan tíma,“
sagði Ferguson. - egm
Sir Alex Ferguson:
Er ekki að fara
að hætta
HELDUR ÁFRAM Sir Alex ætlar að halda
áfram hjá United.
Jakob og Anja Ríkey best
Jakob Jóhann Sveinsson og Anja Ríkey
Jakobsdóttir úr Sundfélaginu Ægi hafa
verið valin sundfólk ársins. Það er
Sundsamband Íslands sem stendur
fyrir kjörinu en úrslitin voru kunngjörð
í gær.
> Snorri Steinn meiddur
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guð-
jónsson á við meiðsli að stríða í öxl og
lék af þeim sökum ekki með liði sínu
Minden gegn Magdeburg í þýsku úrvals-
deildinni í gær. Snorri meiddist nýlega á
æfingu en hafði hugsað sér að taka þátt
í leiknum í gær. Hann gat hins vegar lítið
beitt sér í upphitun og því lítið vit fyrir
hann í að reyna að taka þátt í leiknum
sjálfum. Minden tapaði leiknum 31-27
en Sigfús Sigurðsson
skoraði þrjú mörk
fyrir Magdeburg
og Arnór Atlason
eitt. Þá skoraði Einar
Hólmgeirsson níu
mörk og Alexander
Peterson sjö þegar
Grosswallstadt vann
Lemgo 32-27. Ásgeir Örn
Hallgrímsson skoraði
tvö mörk fyrir Lemgo.