Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 51
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR34 ��������������� ����������������� �� ���������������������� 75% ������������������� ������������������ Eftir lok kalda stríðsins hafa for- sendur fyrir samstarfi Evrópu- landa breyst með afgerandi hætti. Útvíkkun Evrópusambandsins og ýmis vandamál sem ná út fyrir landamæri einstakra landa krefj- ast viðeigandi lausna, m.a. hvað varðar umhverfismál, hryðjuverk og alvarlega glæpi; sem og við- skiptastjórnmál. Þessar breyttu forsendur krefj- ast skilvirkara samstarfsfyrir- komulags en er til staðar í dag. Norrænir þingmenn og leiðtogar liðinna áratuga reyndu að samein- ast um sameiginlega sýn á málefni og lausnir sem hentuðu vandamál- um þess tíma og voru aðkallandi á því tímabili sögunnar. Á sínum tíma var Norðurlandaráð hið rétta. Í dag er það úrelt, úr sér gengið og það ber að leggja það niður. Val- kosturinn liggur í augum uppi: Nánara samstarf við Evrópusam- bandið. Við viljum benda á þrjár forsendur sem hvetja til afnáms Norðurlandaráðsins. Í fyrsta lagi hefur járntjaldið fallið. Í grunninn hefur það breytt forsendum fyrir öllu samstarfi í Evrópu. Fall Sóvétríkjanna opn- aði leið fyrir lýðræði og markaðs- hagkerfi og styrkti tengsl allra landa umhverfis Eystrasalt, ekki síst Eystrasaltslanda og Póllands. Öll þessi ríki eru meðlimir Atl- antshafsbandalagsins, auk Dan- merkur, Þýskalands, Noregs og Íslands. Í öðru lagi hefur Evrópusam- bandið stækkað og nær núorðið yfir öll Norðurlönd og Eystrasalts- ríkin, að undanskildum Noregi og Íslandi, sem eru þó með langtíma EES-viðskiptasamning. Þetta þýðir að í dag fer nánast öll sam- hæfing stjórnmála í mikilvægum málaflokkum fram innan ESB og á Evrópuþinginu. ESB-samstarfið er vissulega í vanda, en stofnanir ESB standa á föstum grunni í Evr- ópu nútímans, samstarfið styrkist æ meir og varðar æ fleiri málefni. Vegna samstarfssamningsins hafa Noregur og Ísland þurft að aðlagast einhliða ákvörðum ESB og glata sífellt meir af fullveldi sínu með því að standa fyrir utan ESB. Þetta er auðvitað þeirra höf- uðverkur, Noregs og Íslands, en ekki halda að við í Svíþjóð eigum að halda lífi í Norðurlandaráðinu eingöngu sökum þess að Noregur og Ísland vilja ekki ganga í ESB! Í dag er Evrópuráðið einnig til staðar. Það leggur mikla áherslu á málefni mannréttinda og lýðræð- is og nær núorðið til allra Evrópu- landa, að Hvíta-Rússlandi undan- skildu. Í þriðja lagi, mikilvægi nor- rænna stjórnmálastofnana til að stuðla að aukinni hreyfingu og meiri samskiptum yfir landa- mærin er í dag algjörlega ofmet- ið, bæði með tilliti til möguleika fólks að ferðast upp á eigin spýt- ur, flytja búsetu og vinna innan ESB, og með tilliti til samtvinn- aðs drifkrafts markaðar og versl- unar. Samstarfið hefur að þessu leyti verið svo vel heppnað eftir lok seinni styrjaldar, sérstaklega á tíunda áratug síðustu aldar, að stofnun eins og Norðurlandaráðið er orðin óþörf. Samstarfið á milli þjóða, í Svíþjóð og nágrannalönd- um, mun „sjálfkrafa“ finna nýjar og dýpri leiðir. Við höfum orðið vitni að því hvernig norræn fyrirtæki fjár- festa í auknum mæli og koma sér fyrir í nágrannalöndum sínum og Eystrasaltsríkjunum. Norður- löndin eru fyrsta skrefið í átt að heimsmarkaðnum. Þetta styrkir norrænu fyrirtækin og möguleika þeirra til að takast á við harðn- andi samkeppni í hnattvæddum viðskiptum heimsins. Alþjóðlegt eignarhald og viðskiptatengsl verða sífellt samofnari. Ford á hlut í Volvo, SAAB er hluti af GM, 49,9 prósent af Aftonbladed eru í eigu Schibsted í Noregi, o.s.frv. Dæmin eru ótal fleiri. Á milli nor- rænu fyrirtækjanna eiga samruni og eignaskipti sér einnig stað. Samstarf norrænu tryggingafé- laganna er að aukast. Þetta er þróun sem á sér stað á mörgum sviðum innan og utan Norður- landa. Við sjáum hvernig mikið magn upplýsinga flæðir á milli borg- ara, félagasamtaka, fyrirtækja og landa. Möguleikarnir á að afla sér upplýsinga og staðreynda, taka þátt í skoðanaskiptum og koma með tillögur eru nánast ótæm- andi. Samskiptin á milli þeirra sem taka ákvarðanir eru mun hraðari, nánari og tíðari en þau voru þegar Norðurlandaráð var sett á laggirnar. Við skulum ekki gera lítið úr mikilvægi Norður- landaráðs í fortíðinni, en það var í þá tíð. Það sem er næst á dagskrá í dag er hvernig Norðurlandasam- starfið verður í framtíðinni skipu- lagt í takt við tímann, eða hvernig það verður afnumið til góðs fyrir annað evrópskt bandalagsmynst- ur. Samstarfið við önnur lönd, sérstaklega innan Evrópu, þarf að styrkjast. Stundum getur sam- eiginlegt norrænt samstarf verið gagnlegt og stundum skilar ann- ars konar samstarfsfyrirkomulag mestum árangri. Styrkur hins norræna samstarfs felst í þátt- töku fólksins. Samstarfið á milli ríkjanna á sér einnig stað á öðrum sviðum, t.d. á milli vinabæja, frjálsra samtaka og fyrirtækja. En fyrst og fremst snýst þetta um samvinnu á milli einstaklinga. Styrkur hinnar norrænu samstöðu felst í sameiginlegum hversdags- leika og í þekkingunni á því sem sameinar okkur og skilur okkur að, styrkleika okkar og veikleika. Þetta samstarf getur fundið sér farveg í hugsjónasamtökunum Norræna félaginu. Nú er tímabært að flytja umræðuna frá fundum Norður- landaráðsins til ríkisþinganna. Þeir þróunarmöguleikar sem kynnu að felast í norrænu sam- starfi eru best nýttir sem hluti af daglegu starfi þingsins, t.d. sænska þinginu - Riksdag - og nefndum þess. Umræður um málefni ESB eiga sér nú þegar stað á þinginu. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á málefni ESB í daglegu starfi þingsins. Hlutverk þingnefnda er þar sér- staklega mikilvægt og mörg rök hníga að því að öll málefni ESB verði afgreidd í viðeigandi fag- nefnd. Það eru ekki lengur til nein „norræn málefni“. Það eru aðeins til málefni með Evrópu- sambands-vídd á ólíkum stjórn- málasviðum. Afleiðing þessa er að Norður- landaráð verður að leggja niður. Með tilliti til stofnunarinnar sem hefur verið sett á fót mun slík vinna taka nokkur ár. Það er hins vegar áríðandi að grundvallar- ákvörðun um afnám Norðurlanda- ráðs verði tekin á árinu 2006. Höfundar eru þingmenn Þjóðar- flokksins á sænska þinginu. Lennart Kollmats er formaður menningarráðs sænska þingsins og Carl B. Hamilton er varafor- maður í Evrópusambandsnefnd þingsins. Leggjum niður Norðurlandaráð NORRÆNA HÚSIÐ Mikilvægi norrænna stjórnmálastofnana til að stuðla að aukinni hreyf- ingu og meiri samskiptum yfir landamærin er í dag algjörlega ofmetið að mati greinarhöf- unda. FRÉTTABLAÐIÐ/EGGERT UMRÆÐAN SAMSTARF NORÐURLANDA LENNART KOLLMATS OG CARL B. HAMILTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.