Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 32
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Þá er daginn tekið að lengja á
nýjan leik. Enn höfum við þrauk-
að svartasta skammdegið – eða að
minnsta kosti stysta daginn og nú
lengjast þeir um hænufet, hver
af öðrum. Fyrr en varir verður
komið vor og svo sumar og að því
liðnu haustar á ný og þannig höld-
um við áfram, hring eftir hring.
Vonandi hefur jólahátíðin sjálf
fært landsmönnum gleði og frið í
hjarta. Vonandi hafa fjölskyldur
fagnað saman og fundið kærleik-
ann sem býr innra með hverjum
og einum.
Og framundan eru áramótin.
Þessi undarlega stund milli vita,
þegar við lítum til baka, flest
vonandi með nokkrum söknuði en
einhverjir eru fegnir að sjá erf-
itt ár að baki. Þannig er lífið. Og
flestir horfa fram á veginn með
von í hjarta, von um gott og gæfu-
ríkt ár. Margir eru fullir fagurra
fyrirheita fyrir nýtt ár. Ætla að
bæta sig á ýmsum sviðum, vænt-
anlega ætla allir að gera sitt besta
– enda gerir enginn betur en það.
Það var nokkurt áfall að heyra
að nýr útvarpsstjóri ætlaði ekki
að flytja þjóðinni áramótaávarp
en sjálfsagt tákn nýrra tíma. Ég
vænti þess þó að Ríkisútvarpið
ætli áfram að lofa okkur að horfa
á árið hverfa hægt og hægt síð-
ustu mínútuna fyrir tólf og sjá
svo nýja árið fæðast á áramótum.
Fjölmargir láta flugeldasýningar
áramótanna ekki trufla sig frá
þeirri klökku stund.
En það er þetta með flugelda-
sýningarnar. Þetta er víst sér-
íslenskur siður. Reyndar skjóta
fleiri þjóðir upp flugeldum á
hátíðarstundum, ekki síst um ára-
mót. Magnið er hinsvegar sérís-
lenskur siður eins og varðandi svo
margt annað. Við kunnum okkur
ekki alltaf hóf, Íslendingar. Við
erum svo skotglöð á áramótum að
innflutningur ferðamanna á þess-
um tímamótum er drjúg tekju-
lund, sem er auðvitað bara besta
mál. En hingað kemur sem sagt
sístækkandi hópur ferðamanna ár
hvert til að horfa á ósköpin - eða
dýrðina, eftir því hvernig á það er
litið. Ég horfi hinsvegar til him-
ins með blendnum tilfinningum
þessa stund. Það er ótrúlegt að sjá
hversu mikil fjárráð fólk hefur til
að lýsa upp himininn eina kvöld-
stund. Reyndar er þetta bara afar
skemmtilegt, eina kvöldstund.
Þegar fólk er hinsvegar byrjað
að skjóta upp flugeldum á þriðja
í jólum, ef ekki fyrr, skothríðin er
orðin linnulítil síðasta dag ársins
og heldur sleitulítið áfram fram
á morgun nýársdags og síðan
mætti halda að við byggjum í
stríðshrjáðu landi allt fram yfir
þrettánda þá er mér eiginlega nóg
boðið. Það skal viðurkennt að mér
finnst þetta mjög þreytandi nema
í 2-3 klukkustundir um áramótin
sjálf.
Það er þó huggun harmi gegn
að bróðurpartur fjármagnsins
sem kemur inn fyrir flugeldasölu
fer til góðs málefnis. Án björg-
unar- og hjálparsveitanna okkar
væri mun erfiðara um vik í land-
inu. Sjálfboðaliðar á öllum aldri
og af báðum kynjum eru reiðu-
búnir að hlaupa út fyrirvaralaust
hvenær sólarhringsins sem er og
hvenær ársins sem er. Við sátum á
aðfangadagskvöld fyrir ári síðan
yfir steikinni, fjölskyldan, þegar
viðstaddur tengdasonur var beð-
inn um að vera í viðbragðsstöðu.
Ekki kom til þess að hann færi
sjálfur út þetta kvöld en fjölmarg-
ir félagar hans leituðu drykklanga
stund að týndum landa okkar. Sú
leit bar góðan árangur, sem betur
fer. Menn hlaupa út frá fjölskyld-
unni, út úr fjölskylduboðum,
afmælum barnanna sinna, rjúka
út frá jólasteikinni og jafnvel út
úr jólamessunni. Komi útkall er
einskis spurt. Hvort sem um er
að ræða týnda rjúpnaskyttu eða
strandað skip, snjóflóð eða börn á
villigötum.
Fleiri hundruð manns um
allt land eru viðbúin að hlaupa
undir bagga og bjarga náungan-
um. Oftar en ekki hefur náung-
inn komið sér sjálfur í klemmu
með gáleysi af einhverju tagi.
Hann leggur af stað vanbúinn,
án fjarskiptamöguleika og lætur
ekki vita af sér. Og hjálparsveit-
armenn fara af stað. Eftir að
hafa fylgst nokkuð grannt með
störfum þessara manna um ára-
bil ber ég ótakmarkaða virðingu
fyrir þeim. Þess vegna sætti ég
mig betur við flugeldafár ára-
mótanna en ella. Þegar ég lít yfir
upplýstan himininn hugsa ég
um mannslífin sem björgunar-
sveitarmenn eiga eftir að bjarga
á nýju ári vegna þess að við
keyptum af þeim flugelda. Þess
vegna geta þeir átt nauðsynlegan
búnað, sinnt æfingum og hlaupið
til þegar við þurfum á þeim að
halda. Það er ekki öðrum til að
dreifa og ekki nema sjálfsagt að
við sýnum þessu fólki þakklæti
okkar í verki og kaupum af þeim
flugelda – allt í hófi samt. Gleði-
leg áramót. ■
Skotglaðir Íslendingar
og björgunarsveitir
Í DAG
ÁRAMÓT
INGA RÓSA ÞÓRÐ-
ARDÓTTIR
Þegar ég lít yfir upplýstan him-
ininn hugsa ég um mannslífin
sem björgunarsveitarmenn
eiga eftir að bjarga á nýju ári
vegna þess að við keyptum af
þeim flugelda.
Kom Sillén 1920?
Í nýjasta hefti Þjóðmála gerir Snorri G.
Bergsson sagnfræðingur að umtals-
efni það sem hann kallar „kostulegan
misskilning“ tveggja manna, Árna
Snævars fyrrverandi fréttamanns og
Jóns Ólafssonar kennara á Bifröst. Þeir
hafi haldið því fram, Árni í bókinni
Liðsmenn Moskvu (1992) og Jón í Kæru
félagar (1999), að Hugo Sillén, þáver-
andi foringi sænskra ungkommúnista,
hafi komið til Íslands sem fulltrúi
Komintern, alþjóðasambands kommún-
ista, árið 1920 til að leggja á ráðin um
kommúnískt trúboð
hér á landi. Snorri segir
að þetta hafi alla tíð
hljómað undarlega,
því engar íslenskar
heimildir séu fyrir
þessu. Koma sænsks
ungkommúnista hefði
á þessum tíma vakið
mikla athygli og erlendir gestir voru
yfirleitt nafngreindir í blöðunum þegar
þeir stigu á land af skipsfjöl.
Skjal í Moskvu
Hver er þá heimild Árna og Jóns? Það
er sama heimildin sem þeir vitna báðir
í, bréf sem Sillén þessi á að hafa skrifað
óþekktum sænskum kommúnista frá
Reykjavík. Bréfið fannst í skjalasafni
Komintern í Moskvu árið 1992. Snorri
G. Bergsson segir að eitthvað hafi þeir
félagar verið annars hugar þegar þeir
skoðuðu þetta bréf. „Ætla hefði mátt
að þeir hefðu haft varann á vegna
margs konar ónákvæmni sem
kemur fram í bréfinu, auk þess
sem ýmsar upplýsingar í bréfinu
standast alls ekki ef Sillén hefur
haldið um pennann,“ skrifar Snorri.
Hann segir að svo skemmtilega
vilji til að bréfritarinn, sem Árni og
Jón telja vera Sillén ungkommún-
ista, hafi upplifað sams konar reynslu
og íslenskur kommúnisti, Hendrik
nokkur Ottósson, segir frá í bókinni Frá
Hlíðarhúsum til Bjarmalands, að lenda
í útistöðum við breskan embættismann
á leiðinni frá Leith til Íslands.
Sillinn
Og kemur ekki á daginn að Hendrik er
lykillinn að lausn gátunnar. Hann gekk
nefnilega undir nafninu Sillinn meðal
félaga sinna í gamla kommúnista-
flokknum. Vinur hans Einar Olgeirsson
var kallaður Ollinn, Brynjólfur Bjarnason
Billinn og Ársæll Sigurðsson Sælinn. Og
við nánari athugun á bréfinu í Moskvu
kemur í ljós að undir því stendur ekki
Sillén heldur Sillinn. „Hugo Sillén kom
hins vegar til Íslands árin 1928 og 1930,
eins og lengi hefur verið kunnugt, í
erindum Komintern til að undirbúa
stofnun kommúnistaflokksins,“ segir
Snorri. gm@frettabladid.is
Mörgum finnst að í aðdraganda jólanna gleymist oft til-efni þeirra. Neyslukapphlaupið yfirskyggi allt annað. Jólasveinar séu meira áberandi en Frelsarinn og boð-
skapur hans. En þó má ekki gleyma því að kirkjur landsins eru
vel sóttar helgidagana. Þessi jól voru þar engin undantekning.
Á aðventunni er kirkjustarf einnig öflugt eins og fram kom í
viðtali við séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest hér í blaðinu
á Þorláksmessu. „Íslendingar eru mjög einhuga í því að halda
gleðileg jól, eiginlega alveg óháð því hvaða áherslur þeir hafa
að öðru leyti í lífi sínu. Fátt sameinar þjóðina eins vel og jóla-
haldið,“ sagði hann. „Ég skynja meiri gleði í kringum jólin og
mér finnst vera minna um vandamál. Fólk leyfir sér kannski að
gleyma þeim um stundarsakir eða yfirstígur þau jafnvel,“ sagði
séra Hjálmar.
Þessi orð dómkirkjuprestins eru uppörvandi. Jólin eiga auð-
vitað að vera hátíð gleðinnar öðru fremur. Ekki þó neyslugleði
heldur hinnar sönnu innri gleði sem leiðir af því að láta gott af
sér leiða og rækta uppbyggilegt samband við sína nánustu og
náungann.
En heldur var hún nú dapurleg forsíðufréttin sem þetta blað
flutti á föstudaginn. „Margir í meðferð eftir jól“ sagði þar. Haft
var eftir Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi, meðferðar-
stöð SÁÁ, að í janúar mætti eiga von á mörgum nýjum andlit-
um. „Þetta er oft fólk sem hefur brugðist skyldum sínum gagn-
vart fjölskyldunni yfir hátíðarnar og ekki mætt í jólaboð vegna
drykkju,“ sagði hann og bætti við: „Fólk er oft mjög tilfinninga-
ríkt um jólin og því verða þessi mál oft að miklu hitamáli sem
stundum opnar augu drykkjumannsins fyrir vandanum.“ Það er
auðvitað kostur ef jólin hreyfa þannig við fólki sem lent hefur
í öngstræti, en betur væri að slík viðhorfsbreyting yrði fyrir
hátíðarnar en eftir þær, þegar helgihaldinu hefur verið spillt
með tilheyrandi sárindum og vanlíðan. Þó að ástæða sé til að
gleðjast yfir sérhverjum ofdrykkjumanni sem leitar sér með-
ferðar væri ástæða til meiri gleði ef menn kynnu sér almennt
meiri hóf á þessu sviði.
Svo má ekki gleyma því að með vaxandi fjölmenningu á
Íslandi fjölgar þeim sem ekki halda hefðbundin kristileg jól. „Við
gleðjumst og tökum þátt í jólahátíðinni með kristnum bræðr-
um okkar, engin spurning,“ sagði Salmann Tamimi, formaður
Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu á föstudaginn. Þetta
er rétta afstaðan. Um leið og kristnir Íslendingar hljóta að sýna
fólki, sem rækir önnur trúarbrögð eða engin, umburðarlyndi,
hljóta hinir síðarnefndu að laga sig að hefð og menningu þorra
þjóðarinnar. „Þetta snýst að miklu leyti um ljósin og fegurðina
í skammdeginu,“ sagði Salmann Tamimi og minnti réttilega á
að mikilvægast væri að huga að þeim sem minna mættu sín og
þeim sem væru einir yfir jólin.
Ólík trúarbrögð og veraldarhyggja eru hluti af nútímanum á
Íslandi en hvorugt þarf að spilla jólagleðinni og tækifærum sem
jólin færa okkur til að rækta okkar betri hliðar.
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Jólahaldið sameinar íslensku þjóðina:
Hátíð gleðinnar
Jólin eiga auðvitað að vera hátíð gleðinnar öðru frem-
ur. Ekki þó neyslugleði heldur hinnar sönnu innri gleði
sem leiðir af því að láta gott af sér leiða og rækta
uppbyggilegt samband við sína nánustu og náungann.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉ TABLA I I‹VIKUDAGA
l
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.