Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 34
[ ]
Vertu fallega
sólbrún(n)
- innan frá
Vísindalega staðfest. Imedeen Tan
Optimizer - hylki verka innan frá og
veita gylltan húðlit, sem helst lengur en
þig hefur nokkurn tímann dreymt um.
Hylkin undirbúa húðina fyrir
sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir
sól, verja húðina gegn öldrun af
völdum sólar og örva myndun á fallegri
sólbrúnku.
Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára,
Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi.
S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn
Póstsendum
um land allt
Betra úthald
Góð næring • Brennsluaukandi
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Ef maginn fer í ólag
þá getur Silicol hjálpað.
Silicol
bindur
bakteríur
og önnur
skaðleg
efni
í maga og
gerir óvirk.
Silicol fæst í apótekum
um allt land.
Þú borðar þær með uppáhalds álegginu,
kannski ylvolgar úr ofninum,
ristaðar, með hvítlauksolíu,
stundum eins og pizzur
... eða eins og Strandamenn, glænýjar
með íslensku smjöri.
Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í
næstu matvöruverslun.
Hollara brauð finnst varla.
Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum
100 ára hefð og ekkert nema hollusta
Gönguferðir
eru góð líkamsrækt. Það getur verið sniðugt að fara út að ganga seinni
partinn eða á kvöldin fyrir jólin og skoða jólaskreytingar í leiðinni.
Birna Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastýra UNIFEM á
Íslandi, stefnir á að taka þátt
í Vasa-skíðagöngunni sem
haldin verður í Svíþjóð í mars
á næsta ári. Hún hyggst leggja
snjó undir fót og ganga alls
níutíu kílómetra á einum degi.
„Fyrir tveimur árum síðan fór
faðir minn í þessa göngu ásamt
fjórum bræðrum sínum og þótti
það mikið afrek,“ segir Birna.
„Nú var ákveðið að endurtaka
leikinn og eru margir úr fjöl-
skyldunni að fara saman. Þetta
verður hátt í tuttugu manna
hópur.“ Sumir göngugarpanna
ætla sér að fara hálfa göngu en
sumir ætla sér alla níutíu kíló-
metrana. „Við frændsystkinin
erum flest á svipuðum aldri og
frekar óreynd á gönguskíðum.
Ég er eina stelpan sem fer níu-
tíu kílómetrana, ég gat ekki látið
það eftir frændum mínum að það
væri engin stelpa sem færi sem
fulltrúi fjölskyldunnar,“ segir
Birna og hlær. „Þannig að þrátt
fyrir að vera þekkt fyrir margt
annað en að kunna og vera góð á
gönguskíðum ætla ég að taka þátt
í þessari geggjun.“
Vasa-skíðagangan er öllum
opin og á hverju ári taka um
fimmtán þúsund manns þátt.
Fólk getur valið sér vegalengdir
til að fara og segir Birna fyrir-
komulagið svipað því að skrá sig
í Reykjavíkurmaraþonið. Níutíu
kílómetrarnir sem hún ætlar sér
að ganga verða skíðaðir í einum
rykk og því gott að vera vel undir-
búinn. „Ég held að heimsmetshaf-
arnir séu að fara þessa vegalengd
á einhverjum þrem eða fjórum
tímum,“ segir Birna. „Ég sé fram
á að gera þetta á einhverjum tíu
eða tólf tímum,“ bætir Birna við
og skellihlær.
Birna segir undirbúninginn
fyrir ferðina hafa verið skemmti-
legan og fjölskyldan stundi mikla
útivist saman meðan hún komi
sér í form. „Um leið og það byrjar
að snjóa tökum við stífar göngu-
skíðaæfingar,“ segir Birna „Ég
læri þá á gönguskíði eftir þetta
allt saman.“
johannas@frettabladid.is
Vasast í Vasagönguna
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, er á leið í kraftmikla skíðagöngu í Vasa í Svíþjóð.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10
Landsbjörg, í samvinuu við
Blindrafélagið, Odda og Póst-
inn, gefur öllum fjórðu til sjöttu
bekkingum hlífðargleraugu
fyrir áramótin.
Landsbjörg hefur sent fjórðu til
sjöttu bekkingum gjafabréf fyrir
öryggisgleraugum en bréfin gilda
á öllum sölustöðum Landsbjarg-
ar. Þetta er þriðja árið sem þetta
er gert en vel hefur tekist til að
fækka augnslysum.
„Þetta er hagsmunamál allra
aðila. Tekist hefur að fækka
öllum augnslysum nema þeim er
tengjast fikti,“ segir Jón Ingi Sig-
valdason, yfirmaður flugeldasölu
Landsbjargar. „Þess vegna gefur
Oddi okkur prentunina, Póstur-
inn dreifir bréfunum frítt og við
gefum gleraugun.“
Landsbjörg gefur öryggisgleraugu