Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 16
16 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
ATVINNUMÁL Fiskvinnslufyrirtæk-
ið Bílddælingur, sem hætti starf-
semi í júlí á þessu ári, mun hefja
vinnslu aftur um miðjan næsta
mánuð. Vinnsla og veiði verður þó
með öðru sniði en áður var.
„Fiskurinn verður flokkaður
um leið og hann er veiddur þannig
að allur fiskur sem er yfir fjórum
kílóum verður sendur til vinnslu
en annar fiskur fer í eldiskvíar
þar sem hann verður alinn upp
í þá þyngd en þá verður honum
slátrað,“ segir Jens Valdimarsson
stjórnarformaður.
Hann áætlar að 700 tonn af hrá-
efni verði unnið á næsta ári og að
tólf til fimmtán manns muni starfa
við fyrirtækið til að byrja með.
„Byggðasjóður hefur lánað
Bílddælingi einhverjar fjárhæð-
ir og stutt fyrirtækið á ýmsan
hátt þannig að nú er ekkert því
til fyrirstöðu að hefja rekstur á
ný. Við eigum einnig í viðræðum
við fjárfesta frá Belgíu og Frakk-
landi sem hafa sýnt þessu mikinn
áhuga,“ segir hann.
Togari sem er í eigu Bílddæl-
ings og Gísla Hallgrímssonar
verður hins vegar seldur en minni
og sérhannaðir bátar fengnir í
staðinn. Bílddælingur hefur einnig
fest kaup á frystihúsinu og fiski-
mjölsverksmiðunni á Bíldudal.
Kræklingaeldið Hlein mun
einnig sameinast Bílddælingi en
það varð fyrir miklu áfalli þegar
rannsóknir leiddu í ljós að meira
kadmín var í kræklingnum en
staðlar Evrópusambandsins heim-
ila í neysluvöru. Jens segir að
farið verði í frekari rannsóknir
á þessu en einnig séu markaðir í
Bandaríkjunum og Kanada opnir
þar sem staðlarnir séu ekki jafn
þröngir þar.
Starfsmenn sem sagt var upp
í júlí þegar Bílddælingur hætti
rekstri hafa ekki enn fengið laun
sín greidd að fullu en Jens segir að
frá því verði gengið í dag.
Útlit er því fyrir að atvinnu-
hjólin fari á fulla ferð á Bíldudal
á næsta ári því nú er verið að gera
grunninn kláran fyrir kalkþör-
ungaverksmiðju þar í bæ. Áætl-
að er að byggingarframkvæmdir
hefjist í mars og taki einungis
nokkra mánuði.
jse@frettabladid.is
Vinna stóra fiskinn
og ala þann smærri
Rekstur fiskvinnslufyrirtækisins Bílddælings hefst að nýju í næsta mánuði en
með gjörbreyttu sniði. Fjölmargir erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga.
FISKELDI Á BÍLDUDAL Fiskeldi, fiskvinnsla
og fiskveiðar fara á fullt á Bíldudal í næsta
mánuði. Erlendir fjárfestar eru spenntir fyrir
verkefninu.
Kavíar gerður upptækur Lög-
reglumenn í Gautaborg gerðu nokkurt
magn rússnesks kavíars upptækt í rassíu
í vikunni. Leyfi þarf til innflutnings og
sölu á rússneskum kavíar í Svíþjóð en
það sögðust verslunareigendurnir ekki
vita. Rússneskur kavíar þykir algjör lúxus-
vara og slagar verðið hátt í 400 þúsund
krónur kílóið.
SVÍÞJÓÐ
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofnun
Suðurlands tekur um áramót við
sjúkraflutningum í Árnessýslu en
þeir hafa hingað til verið í umsjá
lögreglu.
Síðustu mánuði hefur verið
unnið að undirbúningi skiptanna,
en á vef Heilbrigðisstofnunarinn-
ar kemur fram að búið sé að ráða
til starfa sjúkraflutningamenn.
Umsjónarmaður starfseminn-
ar hefur verið ráðinn Ármann
Höskuldsson, en hann starfaði áður
sem lögreglu- og sjúkraflutning-
amaður hjá Sýslumannsemb-
ættinu í Árnessýslu.
Fram kemur að sjúkra-
flutningamenn hafi fyrst um
sinn aðstöðu áfram í sjúkrabíla-
geymslunni við lögreglustöðina,
á heilbrigðisstofnuninni og hjá
björgunarfélaginu í Tryggvabúð,
en viðræður hafa staðið um bygg-
ingu nýs húsnæðis. - óká
Heilbrigðisstofnunin tekur við:
Sjúkraflutning-
ar færast til
BETLARAR Konur frá fátækasta hluta Bólí-
víu hafa allt þetta ár flust til höfuðborgar-
innar La Paz þar sem þær reyna að draga
fram lífið á betli. Gefur það þeim mörgum
meira í aðra hönd en að dvelja áfram
í fjöllunum þar sem lífsbaráttan verður
sífellt harðari.
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS
Heilbrigðisstofnunin tekur um áramótin
við sjúkraflutningum af lögreglu.