Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 22
22 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
��������������������������������
���������������
DAVÍÐ KVEÐUR Á LANDSFUNDI Davíð Oddsson kvaddi flokksmenn sína formlega á landsfundi í lok október og lauk þar með rúmlega
fimmtán ára setu á formannsstóli Sjálfstæðisflokksins.
Merkustu tímamót ársins í
íslenskum stjórnmálum og
kannski það sem af er öld-
inni eru án efa brotthvarf
Davíðs Oddssonar af hinu
pólitíska sviði. Svo stóran
sess hefur Davíð skipað á
vettvangi stjórnmálanna
að fæstir Íslendingar undir
tuttugu og fimm ára aldri
muna aðra tíð en með Davíð
sem forsætisráðherra og
síðast utanríkisráðherra.
Davíð tilkynnti hinn 7. sept-
ember að hann myndi láta af
þingmennsku og starfi utanrík-
isráðherra hinn 28. september.
Samtímis var tilkynnt að hann
tæki við starfi seðlabankastjóra
20. október og yrði ekki í fram-
boði til formennsku í Sjálfstæð-
isflokknum á landsfundi síðar í
þeim mánuði. Þar með var ljóst að
einhver glæsilegasti stjórnmála-
ferill eins manns á Íslandi var á
enda runninn.
Stjórnmálin líf og yndi
Frá því að Davíð Oddsson tók við
embætti borgarstjóra í Reykjavík
1982 var valdaferillinn óslitinn;
formaður Sjálfstæðisflokksins
1991, þingmaður og forsætisráð-
herra sama ár allar götur fram á
haustdaga 2004 og síðan utanrík-
isráðherra í tæpt ár. Um ferilinn
sagði Davíð: „Ég hef verið afar fyr-
irferðarmikill í þessu öllu saman,
meira að segja stundum svo að
ýmsum hefur þótt nóg um.“
En Davíð kvaddi pólitíkina með
eftirsjá. „Ég kveð auðvitað stjórn-
málin með miklum söknuði því
þau hafa verið líf mitt og yndi,“
sagði hann þegar hann kynnti
ákvörðun sína.
Eftirsjá af samstarfi
Geir Haarde tók við starfi Davíðs
sem utanríkisráðherra og hann
kvaddi formann sinn með söknuði.
„Það er auðvitað mikil eftirsjá í
Davíð Oddssyni sem nú ákveður
að hætta afskiptum af stjórnmál-
um. Við höfum verið samherjar
frá því í menntaskóla og höfum
undanfarin fjórtán ár starfað þétt
saman. Það er eftirsjá af því sam-
starfi,“ sagði Geir.
Traustur og úrræðagóður
Aðrir stjórnmálaforingjar, bæði
úr stjórn og stjórnarandstöðu,
lýstu sömuleiðis yfir eftirsjá af
Davíð. Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sem
tók við forsætisráðherrastólnum
af Davíð haustið 2004, bar lof á
forvera sinn í starfi. „Davíð Odds-
son á mjög farsælan feril að baki
í stjórnmálum. Hann hefur verið í
forystu íslenskra stjórnmála um
langt skeið og reynst bæði traust-
ur og úrræðagóður,“ sagði Hall-
dór.
Verðugur andstæðingur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, og
Davíð Oddsson hafa tekið marga
snerruna um pólitík gegnum árin
og ekki alltaf verið mjög vinsam-
lega í hvors annars garð í orðum.
Ingibjörg sagðist þó mundu sakna
Davíðs. „Það eru auðvitað heil-
mikil pólitísk tíðindi þegar maður
sem hefur sett jafnmikinn svip
á stjórnmálin og Davíð Oddsson
hefur gert er að hverfa af sjón-
arsviðinu. Davíð er mjög öflugur
og verðugur andstæðingur og ég
mun auðvitað sakna hans af hinum
pólitíska leikvangi,“ sagði Ingi-
björg Sólrún.
Skarð hans vandfyllt
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, var stuttorður
og gagnorður um brottför Davíðs.
„Þetta eru heilmikil tímamót og ég
óska Davíð Oddssyni og hans fjöl-
skyldu alls góðs og fyrst og síðast
góðrar heilsu og langra lífdaga.“
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins og fyrr-
um samherji Davíðs í Sjálfstæðis-
flokknum, hafði þetta að segja um
brottför Davíðs: „Það verður nátt-
úrlega mikil breyting í Sjálfstæð-
isflokknum við brottför Davíðs.
Hann hefur lengi setið sem óumd-
eildur leiðtogi flokksins þannig að
hans skarð verður vandfyllt eins
og oft vill verða þegar öflugir leið-
togar hverfa af vettvangi.“
Eitt af stóru nöfnunum
Lítið fór fyrir viðbrögðum
erlendra stjórnmálaforingja við
brotthvarfi Davíðs en Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar,
kvaddi Davíð þó með virktum í
samtali við Fréttablaðið. „Davíð
Oddsson er eitt af stóru nöfnunum
í norrænum stjórnmálum síðari
ára. Ég hef haft mikla ánægju af
því að vinna með Davíð um margra
ára skeið og mun sakna hans af
sviði norrænna stjórnmála,“ sagði
Göran Persson.
ssal@frettabladid.is
Skarð Davíðs vandfyllt
DAVÍÐ FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Odds-
son varð forsætisráðherra á vordögum
árið 1991, þegar hann og Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins,
mynduðu ríkisstjórn sem oft var kennd við
Viðey.
DAVÍÐ Á ÚTLEIÐ Davíð Oddsson gengur út
úr Valhöll að loknum blaðamannafundi þar
sem hann tilkynnti um brotthvarf sitt af
hinu pólitíska leiksviði.
DAVÍÐ BORGARSTJÓRI Sjálfstæðisflokkurinn
vann glæsilegan sigur í borgarstjórnarkosn-
ingum vorið 1982 undir forystu Davíðs
Oddssonar, sem þar með varð borgarstjóri
aðeins 34 ára að aldri.
Fáir einstaklingar vöktu meiri
athygli fyrri hluta ársins hér á
landi en skákmeistarinn Bobby
Fischer. Skömmu fyrir síðustu
jól veitti Alþingi Fischer dval-
arleyfi á Íslandi en hann sat þá
í varðhaldi í Japan við illan kost.
Vakti þessi gjörð íslenskra yfir-
valda nokkra athygli víða um
heim enda styr búinn að standa
um Fischer vegna harðorðra
yfirlýsinga hans í garð gyðinga
og Bandaríkjamanna.
Íslendingar létu þó athuga-
semdir annarra sem vind um
eyru þjóta og upp úr miðjum
mars afgreiddi Alþingi ríkis-
borgararétt til handa Fischer á
litlum þrettán mínútum. Þar með
var leiðin greið fyrir Japani að
láta Fischer lausan og að kvöldi
24. mars lenti einkaþota
Stöðvar 2 með Fischer
á Reykjavíkurflug-
velli. Með í för voru
helstu stuðnings-
menn Fischers og
fór þar fremstur í
flokki Sæmundur
Pálsson eða Sæmi
rokk, sem verið
hefur í per-
sónulegu
v i n -
fengi við Fischer frá heimsmeist-
araeinvíginu fræga við Spassky
hér á landi 1972.
Fischer var að vonum ánægð-
ur við komuna hingað til lands
og lýsti væntumþykju sinni til
Sæmundar Pálssonar sérstak-
lega og sagðist fyrst hafa fundist
hann vera frjáls þegar hann sá
Sæmund í Kaupmannahöfn.
Fischer kvaðst jafnframt vera
afar sæll með að vera kominn til
Íslands. „Hér er hreint og gott
loft, nóg rými og góður matur,“
sagði kappinn.
Ýmsir urðu til að hnjóða í
Íslendinga fyrir að hafa tekið við
Fischer, þannig sagði leiðarahöf-
undur Washington Post: „Þetta
er sorglegur dagur fyrir Ísland,
sem leggur nafn sitt með virkum
hætti við mann sem fyrir löngu
hefur yfirgefið allt velsæmi.“
Lítið hefur hins vegar farið
fyrir Fischer eftir að hann
kom; hann veitir ekki
viðtöl og reynir eftir
megni að forðast
sviðsljósið. Hann
sést iðulega á ferð í
miðborg Reykjavíkur og
heimsækir þar verslanir
og veitingahús eins og
hver annar góð-
borgari.
Fyrst frjáls þegar
hann sá Sæmund
HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005