Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 64
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR47
Að breyta miðbæ Akureyrar er
náttúrlega bara þjóðþrifaverk.
Það er löngu kominn tími til að
breyta þessu ömurlega steintorgi
sem hefur ósjaldan komið mér
í vont skap. Það fólk sem bar
ábyrgð á því að því var breytt
í þennan óskapðnað á sínum
tíma ætti að skammast sín.
Ég man eftir torginu eins
og það leit út þegar ég bjó á
Akureyri sem barn; grænt
gras, gamla lága járngrind-
verkið sem auðvelt var að
príla yfir á sólskinsdögum
og Pési pulsa með vagninn
sinn góða. Þetta var svona
mannlegt torg þar sem fólk hall-
aði sér saman og spjallaði. Ég
vona að þið sem standið nú í þeirri
vinnu að endurnýja miðbæ Akur-
eyrar hafið vit á því að endurreisa
gamla torgið og gera miðbæ Akur-
eyrar aftur að stað sem mann
langar að heimsækja.
Hvers vegna er verið
að segja okkur að allt
mögulegt sé hættulegt?
Salt, Freska, sólin og allt annað
nánast. Persónulega held ég að
best væri bara að sleppa þess-
um fréttum og losa okkur við
áhyggjurnar sem fylgja því að
vera stöðugt að vera að gera eitt-
hvað eða borða eitthvað sem gæti
hugsanlega valdið okkur snögg-
um dauða. Hvað með stressið sem
fylgir stöðugum heimsendafrétt-
um og öðrum almennum leiðinda-
frásögnum, maður gæti hæglega
misst hárið ef ekki vitið af því að
fá þetta allt yfir sig stanslaust.
Það er alveg merkilegt hvað mann
langar alltaf að kaupa eldrauðan
sportbíl, sem rúmar sirka rass-
inn á sjálfum manni, svona bíl
sem eyðir lítra á hvern ekinn
kílómetra og kostar lágmark
hundraðþúsund kall að gera
við ef eitthvað smotterí
bilar. Fyrir utan þessi smá-
atriði kostar svona bíll í
kringum fjórar milljónir
og maður getur ekki keyrt
hann á veturna. Já, svona
er karlmaðurinn hannaður,
þetta gerist svona. Maður sér töff-
ara á rauðum sportbíl og starir
þar til hann hverfur fyrir næsta
horn, Næsta sem maður veit er að
maður er búinn að kaupa Formúla
500 blaðið sem inniheldur fátt
annað en rauða sportbíla,
Með blaðið í kjöltunni er
svo strætóinn tekinn
heim og reiknað í hugan-
um þar til sú niðurstaða
er komin að ef þú tekur
bílinn á kaupleigu, flytur til
mömmu og hættir að borða þá er
bíllinn þinn!
Jæja, þá eru jólin að nálgast og ég
var að tala við vinkonu mína um
allt stússið þegar hún sagði að það
væri sem fólk væri ekki að njóta
jólanna heldur neytti það jólanna.
Þetta fannst mér góð setning,
Annars væri ég alveg til í flatskjá
ef einhver er að lesa!
Þessa vikuna er miðbær Akureyrar, hættulegt salt,
sportbílar og flatskjáir efst í huga Friðriks Weiss-
happel.
FRIKKI SEGIR
Akureyri og sportbílar