Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 37
[ ]Skór skipta máli um áramótin. Það er mjög flott að vera í sérstökum og eftirtektarverðum skóm í áramótapartíinu.
Dökkbleikur síðkjóll á 32.900 kr. í Mondo á
Laugaveginum.
Glamúrinn ræður ríkjum um
áramótin og tilvalið að klæð-
ast glæsilegum síðkjól og
muna eftir pallíettunum.
Tækifærið til að klæðast glæsi-
kjólum er um áramót, þá er eng-
inn kjóll of fínn, of glitrandi eða
of glansandi. Glamúr ræður ríkj-
um og pallíettur, fjaðrir og glit-
steinar ráða ríkjum. Glæsileg-
ur síðkjóll er framtíðareign, og
þegar ekki verið er að nota hann
er tilvalið að setja hann upp á gínu
í svefnherberginu í stað þess að
láta hann hanga á herðatré inni í
skáp. Svartir einfaldir kjólar geta
nýst vel við fleiri tækifæri, en um
áramót er hægt að skreyta þá með
nælum og loðfeldum og sauma í
þá pallíettur og fjaðrir. Fjaðrir
eiga líka að rata í hárið og flott
að festa þær í spennur eða hár-
spangir. Við fórum á stúfana og
fundum nokkra flotta glæsikjóla
sem eru flottir fyrir áramótin.
Skreyttir kjólar
& fjaðrir í hárið
Svartur síðkjóll á 62.000 kr. í Mondo á
Laugaveginum.
Grænn Charleston-satínkjóll á 19.990 kr. í
Evu á Laugaveginum.
Svartur glamúrkjóll með hvítum kraga frá
Aganovich Yung á 64.800 kr. í Kronkron.
Svartur flauelskjóll á 25.990 kr. í Evu.
Hlírakjóll með eldtungum frá Elly
Kishimoto á 58.800 kr. í Kronkron.
Grár kjóll með stórum rósum á frá Rok-
sanda Illimcic á 56.800 kr. í Kronkron.
Útsölur eftir allt jólabrjálæðið
eru nú þegar hafnar. Flestar
útsölurnar byrja þó ekki fyrr en
eftir áramót í útsölumánuðin-
um mikla.
Janúarútsölurnar hafa alltaf
verið föst hefð hér á Íslandi.
Eftir alla jólaösina er kominn
tími fyrir verslanir að hafa ham-
skipti. Útsölurnar sem oftast
byrja í janúar hefjast nú jafn-
vel í desembermánuði. Sumar
verslanir hafa jafnvel tekið upp
á því að hefja útsölurnar strax
á öðrum eða þriðja degi jóla.
Ýmsar verslanir má þar nefna,
til dæmis Ikea, Debenhams og
Topshop.
Flestar verslanir halda þó enn í
þann sið að hefja útsölurnar í jan-
úar. Er það helst gert til þess að
gefa fólki tíma til þess að skila jóla-
gjöfum og líka til þess að verslun-
um gefist tími til að ganga frá eftir
jólaösina. Verslunarkjarnarnir
tveir, Kringlan og Smáralind,
hefja sínar útsölur í byrjun jan-
úar. Hermann Guðmundsson,
markaðsstjóri Kringlunnar, segir
að útsölur þar hefjist formlega
fimmtudaginn 5. janúar. Hann
hefur þó sterkan grun um að
nokkrar verslanir munu hefja
útsölur fyrr, jafnvel strax eftir
jól. Theódóra Þorsteinsdóttir hjá
Smáralind tekur í sama streng
en þar hefjast útsölurnar tveimur
dögum fyrr en í Kringlunni, hinn
3. janúar.
Ekki halda þó allar verslanir
útsölur í janúar því stórar versl-
anir eins og til dæmis Skífan
bíða þangað til janúarútsöluflóð-
inu lýkur. Það er þó alveg víst að
á næstu vikum ættu útsölur að
vera auðfundnar. Því er vonandi
að fólk hafi ekki eytt öllu sínu fé
í jólagjafir því oft má gera mjög
hagstæð kaup á útsölum. Spurn-
ing um að kaupa jólagjafir næsta
árs strax?
Hvenær byrja
útsölurnar?
Janúarútsölurnar hafa verið föst hefð hjá kaupóðum Íslendingum um langa hríð.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
30%
ICETREND OUTLET
Síðumúla 34
Leiðbeiningar
ICETREND
OUTLET
Síðumúli
Fe
lls
m
úl
i
ÚTSALA
frá 27. des – 6. jan.
30% afsláttur
á öllum vörum í búðinni.
Föt og fylgihlutir fyrir börn,
unglinga og konur.
Verð frá 140, – til 2.625, –
Verið velkomin á þriðjudaginn
27. des. eftir kl. 11:00.