Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 65
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR48
Við eignuðumst fáar nýjar stjörn-
ur á árinu 2005. Það vantaði þó
ekki frumraunirnar í ár, margar
þeirra voru afbragðs góðar, en
fáar þeirra gripu í feitt.
Í breska rokkinu voru það
helst Bloc Party, Kaiser Chiefs
og Arctic Monkeys sem seldu
frumraunir sínar eins og heitar
lummur, en aðrir rokkarar þurftu
að láta sér nægja góða dóma og
hópdýrkun. Nokkrar nýbakaðar
hetjur frá síðastliðnum tveimur
árum reyndu að halda krúnunni á
höfðinu, en tókst ekki sem skyldi.
Franz Ferdinand er besta dæmið
um vonbrigði í sölu.
Ef árið í fyrra var endurreisn-
arár framúrstefnunnar var 2005
árið sem meðalmennskan tók aftur
völdin. Það færði okkur á plastfati
listamenn á borð við James Blunt,
Jack Johnson, Katie Melua og Lönu
Clarkson og staðfesti Coldplay sem
eina stærstu sveit heims.
Það var fínt ár fyrir popp því
Damon Albarn náði að gera það
aftur skemmtilegt og Madonna
blés öllum ungu popp-
prinsessunum endan-
lega í burtu frá hásæti
sínu. Hún sýndi þeim
líka hversu miklu
máli það skiptir að
kópera ekki aðra og
vera leitandi lista-
maður. Idolstjörnur
áttu ekki lengur jafn auð-
gengt inn á markaðinn og
áður, sem sannar að það er
ekki nóg að geta sungið í
réttum tón til þess að selja
plötur. Sem þýðir að enn er
von fyrir innlifun, persónu-
lega tjáningu og frumkvæði.
Það sem þóttu gallar í fyrra
eru aftur að verða að helstu
söluvörunni.
Í heild var árið 2005 einung-
is sæmilegt ár fyrir tónlist, en
það stefnir allt í að það næsta
verði betra. Að minnsta
kosti áhugaverðara.
Á eftir komu: 11. Ant-
ony & The Johnsons:
I´m a Bird Now, 12.
The Magic Numbers:
The Magic Numbers,
13. Bonnie „Prince“
Billy & Matt Sween-
ey: Superwolf, 14.
The White Stripes:
Get Behind Me
Satan, 15. Out Hud:
Let Us Never Speak
of It Again, 16. Four Tet:
Everything Ecstatic,
17. Kings of Leon: Aha
Shake Heartbreak, 18.
Babyshambles: Down in
Albion, 19. Queens of the
Stone Age: Lullabies to
Paralyze, 20. Nine Inch
Nails: With Teeth. ■
ERLENDAR PLÖTUR ÁRSINS 2005
Á eftir koma: 11. Depeche Mode:
Playing the Angel, 12. Gorillaz:
Demon Dayz, 13. José Gonzalez:
Veneer, 14. Coldplay: X&Y, 15.
Madonna: Confessions on a Dance-
floor, 16. The Mitchell Brothers: A
Breath of Fresh Attire, 17. Beck:
Guero, 18. U2: How to Dismantle
an Atomic Bomb, 19. The Rolling
Stones: A Bigger Bang, 20. Paul
McCartney: Chaos and Creation in
the Back Yard. ■
ERLENDAR PLÖTUR
ÁRSINS 2005
Á þeim ótrúlegu fjölbreyttu
tímum sem við lifum tekur það
stundum plötur rúmt ár að ná
athygli eftir að þær koma út.
Hér eru nokkrar af þeim plötum
sem komu út á árinu 2004 eða
fyrr, en fáir kveiktu á fyrr en
árið 2005.
1. The Knife: Deep Cuts
2. Arcade Fire: The Funeral
3. The Go! Team: Thunder
Lightning Strike
4. Joanna Newsom: The Milk-
Eyed Mender
5. Death From Above 1979:
You‘re a
Woman, I‘m
a Machine
Uppgötvanir
ársins 2005
ARCADE FIRE
Hljómsveitin
Arcade Fire gaf
út magnaða
plötu undir lok
síðasta árs.
KANYE WEST: LATE REG-
ISTR ATION Rapparinn Kanye
West gaf út góða hip-hop
plötu þar sem sálaráhrifin
voru í fyrirrúmi. Leikarinn
Jamie Foxx kom í heimsókn
í hinu eftirminnilega Gold
Digger. Ekkert tímamótaverk
en fín plata engu að síður.
NINE INCH NAILS:
WITH TEETH Rokk-
arinn Trent Reznor
gaf út sína fyrstu
plötu í langan tíma,
aðdáendum hans
til mikillar ánægju.
Ískaldar lagasmíð-
arnar nístu í gegn
og svo virðist sem
hvíldin hafi fært
hann endurnærð-
an til baka.
DAFT PUNK: HUMAN AFTER ALL
Franski dansdúettinn Daft Punk gaf
út sína þriðju plötu á árinu. Eftir
misjafna aðra plötu sýndu Frans-
mennirnir mun heilsteyptari takta á
þessari. Textarnir fjölluðu um tengsl
mannsins og tækninnar og tónlistin
var uppfull af endurtekningum en
náði samt að vera grípandi eins og
þeirra er von og vísa.
SYSTEM OF A DOWN: MEZMERIZE
Rokkaranir í System of a Down
komu gríðarsterkir til leiks snemma
á árinu með fyrri hlutann í tvíleik
sínum. Þessi plata var öllu sterkari
en sú síðari með grípandi og grjót-
hörðum lögum þar sem hið óvænta
var í fyrirrúmi eins og svo oft áður.
Gagnrýnin á Bandaríkjastjórn var
heldur ekki spöruð.
ANTONY AND THE
JOHNSONS: I AM A
BIRD NOW Látúns-
barkinn mjúkraddaði
Antony, sem hélt
nokkra tónleika hér
á landi, gaf út tilfinn-
ingaþrungna plötu
hlaðna einlægum
textum þar sem kyn-
hneigð hans, æska og
frelsi var umfjöllun-
arefnið.
THE WHITE STRIPES: GET BEHIND ME SATAN Rokkdúettinn bandaríski gaf út mjög góða plötu og tvímæla-
laust eina af sínum allra bestu. Þó svo að enginn Seven Nation Army-slagari sé á plötunni bætir dúettinn
það upp með flottum lagasmíðum í nánast hverju horni. Tónleikarnir í Höllinni sýndu styrk sveitarinnar svart
á hvítu, eða öllu heldur hvítt á rauðu.
KINGS OF LEON: AHA SHAKE HEART-
BREAK Sveitarokkararnir síðhærðu
í Kings of Leon styrktu stöðu sína
í rokkinu með sinni annarri plötu.
Lögin voru hvert öðru skemmtilegra
og stemningin á plötunni var í sér-
flokki, rétt eins og á þeirri fyrri.
JIM NOIR: TOWER
OF LOVE Breski
tónlistarmaðurinn
birtist eins og þruma
úr heiðskíru lofti
undir lok ársins með
sína fyrstu plötu, sem
var aldeilis frábær.
Fallegar melódíur
og bráðskemmtilegt
popp í anda Beach
Boys bræddi í manni
hjartað á augabragði.
FRANZ FERDINAND: YOU COULD HAVE IT SO MUCH BETTER Önnur plata Franz Ferd-
inand var uppfull af slögurum. Hún var betri en frumburðurinn, sem þó var virkilega
skemmtilegur. Tónleikar sveitarinnar í Kaplakrika voru mögnuð upphitun fyrir útkomu
plötunnar, sem stóð algjörlega undir væntingum.
FREYR BJARNASON
BIRGIR ÖRN STEINARSSON
MARS VOLTA: FRANC-
ES THE MUTE Helsta
prog-rokksveit okkar
tíma olli engum von-
brigðum á annarri
breiðskífu sinni. Eins
ýkt og hægt er að
vera á öllum sviðum.
Frances the Mute
er hljóðskúlptúr
sem krefst mikils af
hlustendum sínum
og verðlaunar þá
ríkulega sem eru
reiðubúnir að stinga
sér í hyldýpið.
KANYE WEST: LATE REGISTRATION Hip-hop plata
ársins hlýtur að vera önnur breiðskífa Kanye West.
Hann fylgdi magnaðri frumraun sinni frá því í fyrra
eftir með plötu sem er ekkert síðri. Hann varð
einnig mikilvægur talsmaður svartra í Bandaríkjun-
um þegar hann skaut á ríkisstjórn George Bush í
beinni útsetningu eftir að New Orleans var blásið af
kortinu af hvirfilbylnum Katarinu.
GORILLAZ: DEMON DAYZ
Damon Albarn tók sig til
og hristi hina fullkomnu
poppplötu fram úr ermi
sinni með hjálp Danger
Mouse. Honum tókst að
gera afbragðs sólóplötu
og eiga hvern slagarann á
fætur öðrum á efstu sætum
vinsældalista um allan heim,
án þess að þurfa að takast
á við það að sjá andlit sitt
í öllum slúðurblöðum eða
imbakössum.
M.I.A.: ARULAR Frumraun innflytjandans frá Srí
Lanka hristi allverulega upp í breskri popptónlist
á árinu sem var að líða. Mathangi Arulpragasam,
eða M.I.A. (Missing In Action) eins og hún kallar
sig, blandar saman breskri svefnherbergiselekt-
róník við hörð bít klúbbanna og tónlistar frá Srí
Lanka. Hún virðist vera mikill uppreisnarseggur,
eins og pabbi hennar sem þurfti að flýja land
eftir að hafa tekið þátt í uppreisninni á eyjunni.
SUFJAN STEVENS: ILLINOISE Fimmta breiðskífa sérvitringsins Sufjan
Stevens, á nánast jafn mörgum árum, er algjört meistarastykki.
Þetta er önnur breiðskífan tileinkuð ríki í Bandaríkjunum en Sufjan
hefur lofað að gera breiðskífu fyrir öll þeirra, nema Texas. Illinois er
epísk plata með stórtækum blástursútsetningum. Hér er allt eins
og það gerist best, lagasmíðar, flutningur, útsetningar og textar.
DEVENDRA BANHART: CRIPPLE CROW
Fjórða breiðskífa San Francisco-búans
Devendra Banhart á þremur árum er
hans besta til þessa. Hann er búinn að
hrista af sér feimni fyrstu platna sinna,
þar sem lögin náðu sjaldnast upp í
aðra mínútu. Hér brýst hann fram sem
fullmótaður laga- og textahöfundur og
útsetjari. Bob Dylan yrði stoltur.
COCOROSIE: NOAH´S ARC Casady-
systurnar negldu niður frumlegan
naumhyggju stíl sinn á annarri
breiðskífu sinni. Það hljómar engin
önnur sveit eins og þær og því ekki
undarlegt að aðdáendahópur þeirra
hafi vaxið jafn ört og raun ber vitni.
Ævintýri sem hófst inni í stofu í lítilli
íbúð í Paris er núna leikið á sviðum
um allan heim.
BLOC PARTY: SILENT ALARM Frumraun bresku rokksveitarinnar
Bloc Party er skotheld. Beitt og angurvært nýbylgjurokk sem
minnir nokkuð á eldri verk The Cure, Joy Division, Gang of Four
og samtímasveitir á borð við Interpol. Kröftugur hljóðfæraleikur,
draumkenndir textar, frábærar melódíur og söngur gera þetta
að bestu rokkplötu ársins.
MADONNA: CONFESSIONS ON A DANCEFLOOR
Hverjum hefði dottið í hug að Madonna gæti
enn, á fimmtugsaldri, gert plötur sem endur-
spegla tíðarandann? Hún leitaði í rætur sínar og
gerði líklegast bestu plötu ferils síns inni í svefn-
herbergi hjá danstónlistarsérvitringnum Stuart
Price úr Les Rhythms Digitales og Zoot Woman.