Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 12
12 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
�������� ���
��� ���������
��������� ������� ��
����������������
�������� �������
������� ���� �� ����
���� �� �����
� �� ������� �������
��� �����������
��������������
��������
���� ��� �� ���
������������������������
JERÚSALEM, AP Ísraelsmenn hafa
boðið mótmælendum bút af land-
inu helga og vilja forystumenn
mótmælendakirkna byggja þar
trúarmiðstöð og skemmtigarð.
Forystumenn mótmælendanna
hafa samþykkt að leggja and-
virði rúmlega þriggja milljarða
íslenskra króna til verkefnisins og
vonast þeir til þess að miðstöðin
dragi tugi þúsunda pílagríma að
ár hvert.
Fjórtán hektarar af klettóttum
ströndum við norðurenda Galíleu-
vatns standa mótmælendunum
til boða, en svæðið hefur mikil-
væga skírskotun til lífs og starfa
Jesú Krists. Þar hyggjast kristnir
byggja kapellu og sal fyrir mess-
ur og samkomur þar sem ræður
Jesú verða settar á svið.
Ísraelsmenn undirbúa einnig
uppbyggingu svæðanna umhverf-
is þorpið, þar sem þeir vilja byggja
göngustíga og styttur sem minna
á helgisagnirnar.
Tugþúsundir araba búa á svæð-
inu og voru viðbrögð þeirra við
fregnunum blendin. Þeir óttast að
framkvæmdirnar geti raskað við-
kvæmu jafnvægi sem ríkir á milli
trúarhópa á svæðinu.
Hópar kristinna mótmælenda
gefa árlega milljónir Bandaríkja-
dala til Ísraelsríkis.
- ht
BEÐIÐ Í BETLEHEM Fjöldi fólks safnast saman í Fæðingarkirkjunni í Betlehem um jólin en
kristnir menn trúa því að Jesús Kristur hafi fæðst þar. Ísraelsmenn ætla að auðvelda fólki
að komast til Betlehem yfir jólahátíðirnar.
Ísraelsmenn bjóða mótmælendum landsvæði við Galíleuvatn:
Mótmælendur vilja reisa trúarmiðstöð
AFGANISTAN Dómstóll í Kabúl hefur
dæmt tvo menn til dauða fyrir að
ræna ítölska hjálparstarfsmann-
inum Clementinu Cantoni, halda
henni í gíslingu í þrjár vikur og
myrða son kaupsýslumanns frá
Afganistan.
Ítalskir fjölmiðlar herma
að þegar móðir eins mannræn-
ingjanna var leyst úr varðhaldi
vegna rannsóknar á mannrán-
inu hafi Cantoni fengið frelsi.
Cantoni, sem er 32 ára, sagði
mannræningjana ekki hafa farið
illa með sig. Hún var í landinu á
vegum alþjóðlegu hjálparsamtak-
anna CARE og aðstoði hún einkum
ekkjur og fjölskyldur þeirra. ■
Afganskir misindismenn:
Dauðadómur
fyrir mannrán
Kennari í framboð Sólveig Pálsdótt-
ir, framhaldsskólakennari og leikkona,
gefur kost á sér í annað sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi
fyrir bæjarstjórnar næsta vor. Hún hefur
verið formaður menningarnefndar Sel-
tjarnarness og varabæjarfulltrúi í tvö ár.
SELTJARNARNES
Ný sjúkdómaflokkun Landlæknir
hefur gert aðgengilegar á vef sínum
nýjar uppfærslur tveggja flokkunar-
kerfa sem notuð eru við skráningu
í heilbrigðiskerfinu. Um er að ræða
ICD-10, Alþjóðlega tölfræðiflokkun
sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvand-
amála, og NCSP, Norræna flokkun
aðferða og aðgerða í skurðlækningum.
Uppfærslurnar taka gildi um áramótin.
HEILBRIGÐISMÁL
NÝSKÖPUN Íslenskir grunnskóla-
nemendur hlutu í gær verðlaun í
nýsköpunarsamkeppni sem haldin
var á meðal grunnskóla í Finnlandi,
Noregi, Bretlandi og Íslandi.
Hvert land hélt landskeppni
og svo voru bestu hugmyndirnar
dæmdar af fjölþjóðlegri dómnefnd.
Fjórar íslenskar hugmyndir hlutu
verðlaun í keppninni og afhenti
Gylfi Magnússon, deildarforseti
viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla Íslands, verðlaunin. - sk
Alþjóðleg nýsköpunarkeppni:
Íslendingar
hlutu verðlaun
VERÐLAUNAAFHENDING Verðlaunahafar í
nýsköpunarsamkeppni á meðal grunnskóla
í fjórum Evrópulöndum.
ÖRYGGISMÁL Starfshópur á vegum
umhverfisráðs Reykjavíkur-
borgar hefur undanfarið unnið
að tillögum til að draga úr notk-
un nagladekkja til að sporna við
svifryksmengun. Niðurstaðna frá
starfshópnum er að vænta fljót-
lega í janúar og er búist við að
starfshópurinn leggi til við borg-
arstjórn að upp verði tekið sér-
stakt gjald fyrir þá sem kjósa að
aka á nagladekkjunum.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
umhverfisráðs, segir Norðmenn
hafa tekið upp svipað kerfi til að
bregðast við mengunarvandanum
þar. Hann segir sem dæmi að í Ósló
geti ökumenn keypt sér dagskort
sem veitir þeim leyfi til að aka
um höfuðborgina á nagladekkjum
og svipað kerfi gæti hugsanlega
verið tekið upp hér á landi. Gjald-
ið myndi hafa fælingaráhrif á fólk
og þá myndu frekar einstakling-
ar sem virkilega teldu nagladekk
nauðsynleg kaupa sér leyfi.
Árni Þór segir að umferðar-
lagabreyting þurfi að koma til svo
að takmarka megi notkun nagla-
dekkja og því sé mikil vinna óunn-
in. Reikna megi með því að þetta
ferli muni taka nokkurn tíma ef
ákveðið verði að fara þessa leið.
Runólfi Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, líst afar illa á
þessa hugmynd og segir að með
þessu, ef af verði, sé verið að selja
fólki öryggi. Hann segir að hug-
myndin blasi við sér sem aukin
leið til skattheimtu með öfugum
formerkjum, hér sé verið að skatt-
leggja öryggi fólks.
Hann telur að til séu margar
betri leiðir til að draga úr notkun
nagladekkja í borginni sem skila
myndu mun betri árangri. Ein
þeirra sé að uppfræða ökumenn
og fá þá til að velta fyrir sér hvort
nagladekk séu í raun nauðsyn-
leg fyrir daglegar akstursleiðir
þeirra. Hann segir að fjöldi öku-
manna þurfi ekki nagladekk og
með fræðslu myndu þeir kjósa að
leggja ekki út í aukakostnaðinn
sem því fylgir að kaupa nagladekk
ef þeir teldu að þau væru ekki
nauðsynleg. Runólfur telur að fæl-
ingaráhrifin sem þessari gjald-
töku fylgir geti haft alvarleg áhrif
þegar fólk sem virkilega þurfi
á nagladekkjum að halda veigri
sér við að fjárfesta í þeim því það
horfi í viðbótaútgjöldin sem kaup-
unum fylgi.
aegir@frettabladid.is
Gjald fyrir að aka
á nagladekkjum
Starfshópur sérfræðinga á vegum umhverfisráðs mælir hugsanlega með því
að sérstakt gjald verði lagt á þá sem vilja aka á nagladekkjum til að sporna við
svifryksmengun. Framkvæmdastjóri FÍB segir öryggi fólks skattlagt.
KÚBA Mikill uppgangur ríkir um
þessar mundir á Kúbu enda er hag-
vöxtur þar sagður með eindæmum.
Fidel Castro, forseti kommún-
istaríkisins, segir að umtalsverður
efnahagsbati hafi orðið á síðustu
misserum og að Kúba hafi náð sér
eftir efnahagskreppu. Á þessu ári
sé hagvöxturinn nærri því tólf pró-
sent.
Heldur hefur verið þröngt í búi
hjá Kúbverjum eftir hrun Sov-
étríkjanna en þaðan hlaut stjórn
Castros stuðning og áttu Kúbverj-
ar mikil viðskipti við ríki austan
járntjaldsins. ■
Ástandið á Kúbu:
Efnahagurinn
með ágætum
SÁTTUR VIÐ HAGVÖXTINN Castro segir
horfurnar sjaldan hafa verið bjartari.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÚR JÓLAUMFERÐINNI Gjald gæti orðið til þess að þeir sem þurfa nagladekk veigri sér við
að fá sér þau, segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
MÓTMÆLI Hópur fólks frá Úkraínu mót-
mælir þeirri ákvörðun Rússa að allt að því
þrefalda verð á því gasi til húshitunar sem
selt er til Úkraínu. Krafa Rússa hefur vakið
hörð viðbrögð og spennan milli þjóðanna
tveggja er mikil. AFP.NORDICPHOTOS/AFP
RUNÓLFUR ÓLAFS-
SON, FORMAÐUR
FÍB Segir gjald fyrir
nagladekkjanotkun
vera skattlagningu
á öryggi.
ÁRNI ÞÓR SIGURÐS-
SON Segir að bregð-
ast verði við aukinni
svifryksmengun
vegna nagladekkja.