Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 10
10 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR FÉLAGSDÓMUR Félagsdómur hefur dæmt útgerðarfélagið Soffan- ías Cecilsson hf. til að greiða alls eina milljón króna í félags- sjóð Félags skipstjórnarmanna og félagssjóð Vélstjórafélags Íslands og samtals 400 þúsund krónur í málskostnað fyrir brot á kjarasamningi LÍÚ og Far- manna- og fiskimannasambands Íslands og LÍÚ og Vélstjóra- félags Íslands. Útgerðin er dæmd fyrir að tryggja ekki tveimur skipstjórn- armönnum og fimm félagsmönn- um Vélstjórafélagsins á línu- og netabátnum Grundfirðingi frí frá skipstjórnarstörfum og vél- stjórnarstörfum sínum nokkra laugardaga á árunum 2003 og 2004. Félögin höfðu áður samið við fjórar útgerðir á Snæfellsnesi um að ljúka málum af sama toga með sektargreiðslu að fjárhæð 500 þúsund krónur hver í hvorn félagssjóð og láta endanlega af hafnarfrísbrotum. Soffaníasi Cecilssyni hf. hafði ekki verið boðin hliðstæð sátt vegna ítrekaðra brota og útgerðin var því krafin um fullar févítis- greiðslur. Á það vildu fyrirsvars- menn útgerðarinnar ekki fallast og þótti því nauðsynlegt að höfða mál fyrir félagsdómi. - ghs FRÁ GRUNDARFIRÐI Útgerðin Soffanías Cecilsson hefur verið dæmd fyrir að brjóta ákvæði kjarasamninga um helgarfrí. Félagsdómur dæmir Soffanías Cecilsson hf. á Snæfellsnesi: Braut ákvæði um helgarfrí BANDARÍKIN Alríkisdómstóll hefur dæmt konu til dauða í fyrsta sinn í hálfa öld. Angela Johnson var dæmd fyrir að taka þátt í morðum á fimm manns með kærasta sínum Dustin Honken árið 1993. Honken, sem einnig hefur verið dæmdur til dauða, var höfuðpaur í eiturlyfjahring og drap árið 1993 tvo af undirmönnum sínum, sem ætluðu að vitna gegn honum, og einnig kærustu eins þeirra og tvær dætur hennar. Johnson, sem sjálf á tvö börn, segist saklaus og segir að Honken hafi þvingað hana til óhæfuverk- anna. ■ Bandarískur alríkisdómstóll: Kona dæmd til dauðarefsingar Sjálfskiptur, álfelgur, spoiler, nagladekk og 3 drifstillingar. EKKI FESTAST Í FRAMTÍ‹INNI! F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 X-TRAIL NISSAN X-Trail Ver› 2.690.000,- Sport X-Trail Ver› 2.890.000,- Elegance SKIPT_um væntingar HAAG, AP Hollenskur stríðsglæpa- dómstóll kvað upp þann úrskurð í gær að morð á þúsundum Kúrda í Írak á níunda áratug síðustu aldar flokkuðust undir þjóðarmorð. Dómstóllinn fjallar um mál hollensk manns sem er ákærður fyrir að hafa selt stjórnvöldum í Írak 1.100 tonn af eiturefnum sem notuð voru til efnavopna- gerðar. Skera varð úr um hvort þjóðarmorð hafi átt sér stað til að hægt væri að dæma manninn fyrir hlutdeild í þeim. Saksóknarar krefjast fimmt- án ára fangelsis yfir manninum en verjendur hans segja hann ekki hafa vitað í hvað átti að nota efnin. ■ Hollendingur ákærður: Seldi Saddam ókjör eiturefna ������������������������������������� ��������������������������������������� ���������������������������������������� ����������������������������������������� ����������������������������������� ������� HJÁLPARSTARF Þrír Íslendingar voru að störfum á hamfarasvæðunum í Pakistan um þessi jól. Það eru Hild- ur Magnúsdóttir, sem er yfirmaður á sjúkrahúsi þar um slóðir, Valgerð- ur Grímsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og svo Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður. Þær Hildur og Valgerður eru sendifulltrúar frá Rauða krossin- um en Þórarinn Ingi starfar þar á vegum norska fyrirtækisins Air Lift, sem hefur verið í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands sem Þórarinn Ingi starfar hjá. Shabana Zaman er frá Lahore í Pakistan en hefur búið hér á landi í tólf ár. Hún fylgist vel með gangi mála í sínu heimalandi. „Almenn- ingur í Pakistan er frekar reiður út í yfirvöld og finnst þau hafa verið svifasein og staðið sig slæglega í öllu hjálparstarfinu,“ segir hún. „Hins vegar er ég mjög stolt af því hvað Íslendingar hafa verið að gera en það hafa margir sendifulltrúar verið þar að störfum og svo hefur almenningur hér verið duglegur að safna fé til hjálpar bágstöddum í Pakistan.“ Shabana segir að þessar hörm- ungar eigi sér þó jákvæða hlið. „Það vill oft verða þannig að fólk er alið á þeirri trú að fólk sem hefur önnur trúarbrögð sé jafnvel verra fólk. Skólarnir ala jafnvel á þessu. Fólk á þessum svæðum kemst svo varla nokkurn tímann í kynni við útlendinga svo það hefur ekki tæki- færi á að komast að hinu sanna. En svo lendir fólk í þessum hörmung- um og sér að fólk af öðrum trúar- brögðum er að koma alla þessa leið til að hjálpa því og þá sér það svo ekki verði um vilst að við erum öll mennsk og trúarbrögð og þjóðerni skipta ekki öllu máli þegar til kast- anna kemur,“ segir Shabana. Hún segir enn fremur að þetta mætti vera Vesturlandabúum til umhugsunar en miklu meira fé safnaðist vegna flóðanna í Suð- austur-Asíu en vegna hamfaranna í Pakistan en fjölmargir ferðamenn frá Vesturlöndum týndu lífi í flóð- unum. Einnig þótti henni hræðilegt að sjá í fréttum hvernig fátækir blökkumenn urðu illa úti í flóðun- um sem fylgdu í kjölfar fellibylsins Katrínar sem fór yfir Louisiana. „Við erum öll manneskjur og það er það sem á að vekja samkennd okkar en ekki trúarbrögð eða kynþáttur,“ segir Shabana. jse@frettabladid.is Pakistanar reið- ir yfirvöldum Þrír Íslendingar starfa um jólin á hamfarasvæðunum í Pakistan. Pakistani sem býr hér á landi segir þessar hörmungar geta kennt fólki hér og þar mikilvæga lexíu. Á HAMFARASVÆÐUNUM Í PAKISTAN Almenningur í Pakistan er yfirvöldum reiður vegna seinagangs í hjálparstarfinu, segir Shabana Zaman, Pakistani sem býr hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.