Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 36
rannsókn }
Heilabilunum
fjölgar
�������������������������������
�����������������������������������������������������
����������������������������������������������������������������
��������������������� �������������������
����������� ������������������������������������������
�������������������������������������������������
�����
����
�����
���
�����
����
����
�����
��
�����
�����
��
�
�����������������������
�������������������������������������
������������ ��������� ����������������
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Bækurnar Fiskur! og Móti
hækkandi sól beina sjónum
sínum að tengslum daglegs
lífs og atvinnulífsins, hvor með
sínum hætti þó.
Flæðið milli atvinnulífsins
og hins daglega lífs er sem
sem betur fer alltaf að aukast.
Nýlega komu út tvær bækur
sem eru til marks um þetta þar
sem bæði er speki daglega lífs-
ins notuð til fyrirtækjarekstrar
og kennt að nota ýmis tæki úr
stjórnun fyrirtækja til að bæta
daglegt líf.
Í bókinni Fiskur! er hug-
myndafræði úr reksti fiskbúð-
arinnar Pike Place Fish kynnt
og hvernig er hægt að nota hana
til að bæta starfsanda og afköst
í stórum fyrirtækjum. Pike
Place Fish er heimsfræg fiskbúð
í Seattle sem nýtur vinsælda
fyrir skemmtun, ærsli, gleði
og frábæra
þjónustu við
viðskiptavini.
Í bókinni er
tekið á helstu
vandamálum
í stjórnun og
starfsmanna-
haldi, svo
sem lífsleiða
og kulnun í
starfi.
Eitt af boð-
orðum Fisks-
ins er: „Þegar
við ákveðum
að elska vinn-
una getum við
náð hápunkti
hamingju, tilgangs og full-
nægju á hverjum degi.“ Bókin
um Fiskinn er metsölubók og
þegar hafa nokkur íslensk fyrir-
tæki notað hugmyndafræðina
þaðan með góðum árangri.
Hugmyndafræði daglegs lífs
virkar vel
við rekstur
f y r i r t æ k j a
en hið gagn-
stæða er líka
rétt eins og
kemur fram
í bók Árelíu
Eydísar Guð-
mundsdóttir,
Móti hækk-
andi sól. Þar
eru kynnt-
ar ýmsar
h u g m y n d i r
og tæki úr
viðskiptalíf-
inu og fólki
kennt hvern-
ig þessar
h u g m y n d i r
og aðferðir geta bætt daglegt
líf þess. Höfundur bókarinnar
er lektor við Viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands og
sérfræðingur í stjórnun.
Í bókinni Móti
hækkandi sól notar
höfundurinn kenningar
úr stjórnun fyrirtækja
og starfsmannahaldi til
að kenna fólki að ná
betri tökum á lífi sínu.
Atvinnulíf og daglegt líf
Boðorð Fisksins er: „Þegar við ákveðum að elska vinnuna okkar getum við náð hápunkti hamingju, tilgangs og fullnægju á hverjum degi.“
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Talið er að fólki sem vinnur við
ræstingar hætti frekar en öðr-
um við að fá öndunarfærasjúk-
dóma. Tengist það tíðri notkun
bleikiefna og ef til vill annarra
hreinsiefna.
Samkvæmt rannsókn sem birtist í
Occupational and Environmental
Medicine segir að starfsfólki sem
vinnur við ræstingar sé hættara við
að fá öndunarfærasjúkdóma eins og
astma og langvarandi berkjubólgu.
Ræstitæknar komast oft í snertingu
við fjölda efna og efnasambanda
sem geta ert öndunarfæri, til dæmis
bleikiefni. Oft er miklu magni af
slíkum efnum andað inn fyrir slysni
þar sem oft eru notuð varasöm efni
við þrif í illa loftræstum húsum.
Mörg heilsuspillandi hreinsiefni eru
í notkun hjá fleiri starfshópum eins
og hjúkrunarfræðingum og fólki í
umönnunarstéttum. Margir þeirra
sem vinna við ræstingar vinna utan
kerfisins, það er á einkaheimilum,
eru því ekki í stéttarfélagi og eiga
erfiðara með að leita réttar síns
þurfi þeir að leita sér læknishjálpar
vegna öndunarfærasjúkdóma.
Rannsakendur bentu einnig á
það í niðurstöðum sínum að margt
annað hrjáir þennan starfshóp eins
og verkir í stoðkerfi, húðsjúkdómar
og andlegir kvillar.
Í rannsókninni er bent á ýmis
úrræði til að bæta starfsaðstæð-
ur ræstitækna. Þeir sem vilja lesa
greinina í heild sinni er bent á bóka-
safn Vinnueftirlitsins.
Hreinsiefni skaðleg
ræstitæknum
Ræstitæknar eiga frekar á
hættu að fá öndunarfæra-
sjúkdóma vegna innöndun-
ar varasamra efna.
Bókin Fiskur! hefur
náð metsölu um allan
heim enda er bókin
bæði gagnleg og
skemmtileg og gefur
nýja sýn á atvinnulífið
og tilveruna.
TALIÐ ER AÐ FJÖLDI HEILABILAÐRA
TVÖFALDIST Á NÆSTU TUTTUGU
ÁRUM. FJÓRAR MILLJÓNIR GREINAST
MEÐ HEILABILUN Á ÁRI HVERJU.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti
læknatímaritsins The Lancet en
upplýsingarnar fékk það frá Alþjóða
Alzheimer-samtökunum. Í dag glíma
24 milljónir manna við heilabilanir
en talið er að 2040 verði þeir orðnir
yfir 40 milljónir. Alþjóða Alzheim-
er-samtökin vara einnig við því að
í framtíðinni getur heilabilun og
vitglöp orðið eitthvert alvarlegasta
heilbrigðisvandamál heimsins.
„Það er einnig áhyggjuefni að
milljónir heilabilaðra hafa ekki verið
greindar og njóta því ekki réttrar
umönnunar og meðferðar, auk þess
að verða fyrir fordómum vegna
ástands síns,“ segir Orien Reid,
formaður Alþjóða Alzheimer-sam-
takanna.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur