Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 24
27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
EE.UU.
NUEVA
ZELANDIA
Samoa Americana
Pitcairn
Tokelau Santa Elena
Guam
Nueva Caledonia
Is. Malvinas (Falkland Is.)
Territorios no autónomos
Pontencias administradoras
Map No. 4175 (S) Rev. 1 UNITED NATIONS
January 2004
Guam
Department of Peacekeeping Operations
Cartographic Section
Los Límites y los nombres y las designaciones
que figuran en este mapa no implican su apoyo
o aceptación oficial por las Naciones Unidas.
..
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
V Ð S SMS ÐBTC BGV Ð Ð.H . V T B GDVD • C C
ÍSLAND
Tugir millilendinga meintra
CIA-véla í Keflavík og Reykjavík.
BRETLAND
Yfir 200 millilendingar CIA-véla
síðan 11. september 2001,
flestar á flugvöllum í Glasgow
og Prestwick.
KOSOVO
Frásagnir af Guantanamo-föng-
um í herfangelsi í bandarísku
herbúðunum Camp Bondsteel.
ÞÝZKALAND
Yfir 400 meint CIA-flug, aðallega
um herflugvelli Bandaríkja-
manna í Ramstein og Frankfurt.
FANGAFLUTNINGAR
FRÁ OG TIL GUANTANAMO FANGAFLUTNINGAR FRÁ OG TIL
MIÐ-AUSTURLANDA OG ASÍU
Í byrjun nóvembermánað-
ar upphófst mikil umræða
beggja vegna Atlantsála um
flutninga bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA á föngum
með flugi milli leynifang-
elsa í löndum utan Banda-
ríkjanna þar sem mönnum
sem grunaðir eru um aðild
að hryðjuverkum kvað vera
haldið föngnum með leynd
og þeir yfirheyrðir - jafnvel
pyntaðir.
Fangaflugsmálið komst fyrst í
fréttir hér á landi í kjölfar fyrir-
spurnar dansks þingmanns til
varnarmálaráðherra Danmerkur
um orðróm þess efnis að meintar
fangaflutningavélar CIA hefðu
flogið um danska lofthelgi. Í svari
ráðherrans segir að eftir því sem
hann kæmist næst hefðu slíkar
vélar ítrekað farið um danska
lofthelgi á síðustu árum. Ríkis-
stjórnin sendi varnarmálaráðu-
neytinu í Washington þá bréf þar
sem afdráttarlaust segir að Danir
frábiðji sér flug um sína lofthelgi
„sem ekki samræmist alþjóða-
sáttmálum“. Í framhaldinu kom
fram að slíkar meintar CIA-vélar
hefðu flogið jafnvel oftar en sjötíu
sinnum um íslenska lofthelgi og
millilent oftsinnis á flugvöllunum
í Keflavík og Reykjavík á síðustu
fjórum árum.
Liður í „stríði gegn hryðjuverkum“
Heimsathygli vakti málið þó fyrst
þegar The Washington Post birti í
byrjun nóvember greinar þar sem
fullyrt var að CIA hefði falið marga
mikilvægustu fanga „stríðsins
gegn hryðjuverkum“ í leynifang-
elsum í Austur-Evrópu og víðar
og stundað þar yfirheyrslur yfir
þeim. Heimildarmenn blaðsins
fyrir fréttinni voru fyrrverandi
og núverandi leyniþjónustustarfs-
menn og stjórnarerindrekar frá
Bandaríkjunum og löndum í þrem-
ur heimsálfum. Hinar leynilegu
fangabúðir voru sagðar hluti af
leynilegu fangelsakerfi sem CIA
kom á fót í kjölfar hryðjuverka-
árásanna 11. september 2001.
Kerfið hafi á þessu tímabili teygt
anga sína til að minnsta kosti átta
landa. Þar á meðal kváðu vera Taí-
land, Afganistan og nokkur fyrr-
verandi austantjaldslönd.
Að sögn Washington Post hvíldi
mikil leynd yfir tilveru þessara
„svörtu staða“, eins og þeir voru
nefndir, og vissu aðeins fáeinir
æðstu embættismenn í Bandaríkj-
unum og viðkomandi löndum um
staðsetningu þeirra og starfsemi.
Blaðið virðist hafa nöfn viðkom-
andi landa undir höndum en birti
þau ekki að kröfu háttsettra full-
trúa Bandaríkjastjórnar. Í annarri
grein fjallaði Washington Post sér-
staklega um leynilegt fangaflug
CIA. Hún var að miklu leyti byggð
á upplýsingum frá Mannréttinda-
vaktinni.
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið hefur birt margar skýrsl-
ur og vitnisburði um aðstæður og
aðferðir sem beitt er í fangelsum
hersins, einkum og sér í lagi eftir
hneykslið vegna fangamisþyrm-
inga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bag-
dad og mikillar og gagnrýninnar
fjölmiðlaumfjöllunar um fangabúð-
irnar í Guantanamo-flóa á Kúbu.
Hins vegar hefur CIA hingað til
ekki einu sinni gengist við tilvist
hinna svonefndu „svörtu staða“ .
Ímynd Bandaríkjanna bíður hnekki
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hélt í heim-
sókn til fjögurra Evrópulanda í
annarri viku desember. Hún var
þá fyrsti háttsetti fulltrúi Banda-
ríkjastjórnar sem tjáði sig eitt-
hvað meira um fangaflugs- og
leynifangelsaásakanirnar en að
játa þeim hvorki né neita. Megin-
boðskapur Rice á fundum hennar
með evrópskum ráðamönnum var
að bandarísk stjórnvöld stæðu
ekki í flutningum á grunuðum
hryðjuverkamönnum til landa þar
sem þeir væru pyntaðir. Hún sagði
hins vegar að svonefnt „sérstakt
framsal“ - en það kalla bandarísk-
ir ráðamenn flutninga á grunuðum
hryðjuverkamönnum með leynd
milli landa - væri lögmæt aðferð
í hinni alþjóðlegu baráttu gegn
hryðjuverkum.
Rice gaf í skyn að evrópskum
bandamönnum Bandaríkjanna
væri fullkunnugt um þessar aðferð-
ir. Evrópskir gagnrýnendur stríðs
Bandaríkjamanna gegn hryðju-
verkum báru Rice hins vegar á
brýn að fara frjálslega með skil-
greininguna á pyntingum og snúa
sér undan því að gefa skýr svör við
ásökununum um fangaflug og leyni-
fangelsi sem væru brot á ákvæðum
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Í þessum umræðum kom líka
upp spurningin um það hversu
mikla vitneskju stjórnvöld í
umræddum Evrópuríkjum hafi
haft um fangaflutningana og
leynifangelsin. Colin Powell, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sem enn nýtur mikillar
virðingar í Evrópu, sakaði þá
evrópsku ráðamenn um skinheil-
agleika sem þættust ekkert hafa
vitað um fangaflugið.
Í viðræðum sínum í Evrópu
ítrekaði Rice þá staðhæfingu að
bandarísk stjórnvöld virtu öll
gildandi lög og alþjóðasamninga
í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Þeirri staðhæfingu eru hins vegar
margir Evrópubúar ekki tilbúnir
að trúa. Jafnvel þótt efasemdir
vaxi um að evrópskir stjórnmála-
og leyniþjónustumenn hafi ekki
verið upplýstir um hið umdeilda
fangaflug CIA eru áhyggjur
vaxandi meðal ráðamanna Evr-
ópuríkjanna um að það kunni að
teljast brot á ákvæðum Mann-
réttindasáttmála Evrópu. Því var
hafin rannsókn ásökununum bæði
á vegum Evrópuráðsins, Evr-
ópusambandsins og yfirvalda í
nokkrum Evrópuríkjum. Niður-
staðna úr þessum rannsóknum er
að vænta á nýju ári.
audunn@frettabladid.is
Fangaflug, leynifangelsi
og meintar pyntingar
MEINT CIA-VÉL Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Millilenti hér hinn 16. nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
CONDOLEEZZA RICE Ver aðgerðir Banda-
ríkjamanna í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SZCZYTNO-SZYMANY-FLUGVÖLLUR Líkur
eru leiddar að því að eitt leynifangelsa CIA
hafi verið af finna í grennd við þennan
afskekkta flugvöll í NA-Póllandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPÁNN
Vísbendingar um að Mallorca-
flugvöllur hafi verið notaður
sem millilendingarstaður fyrir
CIA-flug, m.a. til Líbýu,
Rúmeníu og Egyptalands.
PORTÚGAL
Meintar CIA-vélar hafa sést millilenda
á flugvöllum þar nokkrum sinnum,
einnig á Azoreyjum, mitt á milli
Evrópu og Guantanamo-búðanna.
DANMÖRK
Stjórnvöld hafa staðfest að
meintar fangaflutningarvélar CIA
hafi flogið um danska lofthelgi
um tuttugu sinnum.
SVÍÞJÓÐ
Millilendingar í tveimur tilfellum,
2002 og 2005. Bráðabirgða-
rannsókn sænskra stjórnvalda
bendir þó til að í hvorugu tilfell-
inu hafi verið fangar um borð.
PÓLLAND, TÉKKLAND, RÚMENÍA
Í september 2003 fór grunsamleg
vél frá Washington um Tékkland og
Úsbekistan til Kabúl í Afganistan og
þaðan til baka um Szczcytno-Szymany-
flugvöll í NA-Póllandi til herflugvallar
í Rúmeníu. Þaðan áfram um Marokkó
til bandarísku herstöðvarinnar við
Guantanamo-flóa á Kúbu.
FANGAFLUG CIA
UM EVRÓPU
HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005