Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 4
4 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR NOREGUR Norskir launþegar þurfa ekki að vinna lengi til að vinna sér inn fyrir matarkörfu með átján vörutegundum þótt matvöruverð sé næstum jafnhátt í Noregi og á Íslandi. Þeir eru í fimmta sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem eru hvað fljótastar að vinna fyrir matarkörfu með mjólk, kaffi, osti og sykri svo fátt eitt sé nefnt. Vefútgáfa Aftenposten segir Norðmenn þurfa að vinna í tvær klukkustundir og tvær mínútur fyrir matarkörfunni meðan Þjóðverjar vinni einn og hálfan tíma og Danir tæpa tvo tíma. Svíar vinni hins vegar í tvær stundir og átta mínútur og Finnar sextán mínútum betur. ■ Matarkarfan í Noregi: Kostar tveggja stunda vinnu GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 23.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,49 63,79 Sterlingspund 110,26 110,8 Evra 75,36 75,78 Dönsk króna 10,101 10,161 Norsk króna 9,356 9,412 Sænsk króna 7,974 8,02 Japanskt jen 0,5444 0,5476 SDR 90,98 91,52 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,0225 Stálu tveimur milljörðum Starfs- maður á bresku pósthúsi hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt og svik. Maðurinn stal ávísana- heftum og greiðslukortum í svo stórum stíl að hann hafði rúma tvo milljarða króna upp úr krafsinu. Mágur hans fékk jafnframt dóm fyrir aðstoð við að koma peningunum í umferð. BRETLAND FLÓÐBYLGJA Í gær var ár liðin síðan öflugur jarðskjálfti í Bengalflóa leiddi af sér einhverja mannskæð- ustu flóðbylgju sögunnar en talið er að á þriðja hundrað þúsund manns hafi farist í þeim hildarleik. Ham- faranna var víða minnst í heiminum í gær. Flóðbylgjan skelfilega mynd- aðist þegar jarðskjálfti af stærð- inni níu reif hafsbotninn vestur af Súmötru í sundur á annan dag jóla í fyrra. Tíu metra háar bylgj- urnar brotnuðu á ströndum landa allt frá Sómalíu í vestri til Malasíu í austri. Enginn veit nákvæmlega hversu margir biðu bana þenn- an örlagaríka dag en að mati AP- fréttastofunnar fórust 216.000 manns. Sameinuðu þjóðirnar áætla að fjöldi látinna sé að minnsta kosti 223.000. Fjölmennar minningarathafnir voru haldnar í gær í löndunum tólf sem ógnarbylgjan reið yfir. Sumar þeirra voru stórar í sniðum en aðrar látlausar og fámennar. „Fyrir réttu árin, undir sama bláhimni, sýndi móðir jörð eyðileggingar- mátt sinn,“ sagði Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, við athöfn í Aceh-héraði á Súmötru en þar er talið að 130.000 hafi týnt lífi. Hann lauk svo lofsorði á eftirlifend- ur sem síðastliðið ár hafa reynt að koma lífi sínu í samt lag á ný. „Þið hafið minnt okkur á að lífið er þess virði að berjast fyrir.“ Á Srí Lanka hittust Mahinda Rajapakse, nýkjörinn forseti, og hópur eftirlifenda nærri stað þar sem flóðið sópaði járnbrautarlest út af sporinu en við það létu tvö þúsund farþegar hennar lífið. Í Taílandi voru fjölmargar kyrrðar- stundir haldnar en yfir 2.400 ferða- menn frá Norðurlöndunum, Þýska- landi og Ástralíu voru í hópi þeirra sem dóu þar. Í kjölfar hamfaranna fóru Sam- einuðu þjóðirnar fram á 828 milljarða króna neyðaraðstoð og hafa um þrír fjórðu hlutar hennar borist. Engu að síður á uppbyggingarstarf eftir að taka mörg ár til viðbótar. Þorri þeirrar 1,8 milljónar manna sem missti heimili sín býr enn í tjöldum eða kofaræksnum og fer þolinmæði þessa fólks óðum þverrandi. Sjá síðu 28 sveinng@frettabladid.is Ár liðið síðan móðir jörð reiddi til höggs Heimsbyggðin minntist í gær fórnarlamba flóðbylgjunnar sem reið yfir strandir Indlandshafs fyrir ári. Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar hófst í kjölfarið en þó er vel á aðra milljón fólks ennþá án heimilis. MINNINGIN ER SÁR Þessi stúlka frá Nagapattinam í Tamil Nadu-héraði á suðausturströnd Indlands gat ekki haldið aftur af tárunum við minningarathöfn í gær. Hún missti alla fjölskyldu sína í hamförunum og býr því á munaðarleysingjahæli í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLKSFJÖLGUN Sex börn fæddust á aðfangadag, þar af fæddist eitt klukkan 20.44 um kvöldið. Enn fremur fæddust sjö börn á Þor- láksmessu og sex á jóladag. Kristín Sigurðardóttir ljós- móðir segir fæðingarganginn oft tóman á aðfangadag en svo hafi ekki verið þetta árið. Hún hefur ekki tölur yfir fjölda væntan- legra fæðinga á nýársdag en segir konur mun fremur vilja eiga börn sín rétt eftir áramót en fyrir. Vel ríflega fjögur þúsund börn fæðast árlega á landinu, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Þau voru 4.781 árið 1990, 4.288 fimm árum síðar, 4.330 árið 2000 en 4.249 í fyrra. - mþþ Fæðingar yfir jólatímann: Sex börn fædd á aðfangadag PEKING, AP Eldsvoði varð að minnsta kosti 26 manns að bana í kínversku borginni Zhongshan í gær. Upptök eldsins eru ókunn en hann braust út á bar sem starf- ræktur var í leyfisleysi á veitinga- húsi. Mikið hefur verið um eldsvoða í samkomuhúsum síðustu ár í Kína en á jóladag fyrir fimm árum lét- ust 309 í bruna á skemmtistað í borginni Luoyang. ■ Mannskæður eldsvoði í Kína: Tuttugu og sex létust á jóladag SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, er sagður hugleiða að gefa sig fram við serbnesk yfirvöld svo hægt verði að rétta yfir honum vegna stríðsglæpa sem hann er sagður bera ábyrgð á. Marko Nicovic, fyrrverandi lögreglustjóri í Belgrad, sagði á jóladag í samtali við svartfellsku fréttastofuna Mina að Mladic stæði í samningaviðræðum við stjórnvöld í Serbíu um að gefa sig fram gegn því að fjölskylda hans og stuðnings- menn sem aðstoðað hafa hann á flóttanum síðustu ár nytu friðhelgi og hlytu jafnvel fjárhagsaðstoð. Nicovic sagðist halda að Mladic íhugaði uppgjöf svo að komist yrði hjá blóðugum átökum sem óhjá- kvæmilega yrðu við handtöku hans. Mjög hefur verið þrýst á ríkis- stjórn Serbíu að finna og framselja Mladic og félaga hans Radovan Kar- adzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba á sínum tíma. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur ákært og lýst eftir tvímenningunum fyrir glæpi gegn mannkyni meðan Bosníustríðið geisaði á árunum 1992-95 og því hefur þeirra verið leitað undanfarin ár. Serbnesk yfir- völd hafa ævinlega haldið því fram að þau viti ekkert um Mladic og séu ekki í neinu sambandi við hann. - shg Viðræður um handtökur stríðsglæpamanna: Mladic íhugar að gefa sig fram RATKO MLADIC Hershöfðinginn stýrði her Bosníu-Serba sem talinn er hafa unnið mörg grimmdarverk í Bosníustríðinu á árunum 1992-95. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gæti rignt á gamlárskvöld Enn er óvíst um veður á gamlárskvöld að sögn Ásdísar Auðunsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofunni. Ráð er gert fyrir hægri suðvestlægri átt með skilum vestur af landinu. Skilin kunna að þokast inn á landið fyrir áramót og valda úrkomu. „Þetta lítur ágætlega út eins og er en gæti brugðið til beggja vona,“ segir Ásdís. „Það er of snemmt að spá fyrir um það.“ ÁRAMÓTAVEÐUR RÚSTIR EINAR Brunaeftirlitsmenn skoðuðu verksummerki á barnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á BRÁÐAMÓTTÖKUNNI Talið er að óprúttnir menn hafi komið eiturgasinu fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÉTURSBORG, AP Yfir sjötíu manns veiktust í Pétursborg í gær, þó enginn lífshættulega, eftir að hafa andað að sér hættulegu gasi. Gasið slapp úr glerílátum sem komið hafði verið fyrir í kassa í verslun þar í borg. Sams konar kassar fundust í þremur öðrum verslunum sömu verslanakeðju en ollu ekki skaða. Glerílátin voru tengd við víra og klukku og yfirmönnum keðj- unnar höfðu nýlega borist hótun- arbréf. Lögreglu grunar að málið tengist harðvítugum samkeppnis- deilum eða fjárkúgunum. ■ Verslun í Pétursborg: Tugir veiktust af völdum gass
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.