Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 26

Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 26
26 Sunnudagur 6. febrúar 1977 Einar Benediktsson og skáldskapur 1 bók dr. Jóns Stefánssonar, Úti i heimi, er kafli um Einar Benediktsson og skáldskap hans. Ég hef fengið leyfi rétt- hafa, Baldurs Steinbachs, til þess að láta endurprenta þenn- an kafla og beðiö Timann að koma honum á framfæri. Kristján Rööuls. Við Valtýr Guðmundsson höfðum auðvitað kynnzt á Hafn- arárum minum, og vorum við mestu mátar. Hann fékk mig stundum til aö rita um bækur i Eimreiðina, og þar skrifaði ég það, sem að framan er hermt um Benedikt Gröndal áttræöan og um örvar-Odds drápu. Þar ritaði ég og um fyrstu bók Einars Benediktssonar. Ég vakti þá athygli á sumum lík- ingum hans. Hvarf séra Odds á Miklabæ er magnaðasta aftur- göngukvæöi á islenzku. Einar hefur verið kallaður islenzkur Browning. Hann las kvæði Brownings með mér i Kaup- mannahöfn og varð fyrir áhrif- um af honum, þó að hann færi raunar sinar eigin götur. Áhrif- in sjást t.d., ef menn lesa Browning og kvæðið Pundið. Ég hafði bent Einari á Browning, en Einari þótti hann erfiður viðureignar, og taldi vart svara kostnaði að eiga við að þyða hann á islenzku, þar mundi ár- angurinn ekki veröa i samræmi við fyrirhöfnina. En seinna likti Einar meðal annars i þvi eftir þessum enska risa, að hann gerðist allmyrkur i máli — stundum að minnsta kosti. Og vist hef ég varla fyrirhitt þann mann, sem betur fengi skiliö það en Einar Benediktsson, hvert stórskáld, hvilikur andans jötunn Browning var. Þeir eru annars ólikir. Browning bregð- ur ljósi yfir sköp manns eða konu i fáum dráttum, ogþaö ljós ereins og leiftur um nótt. Þetta hefur ekkert skáld gert, sem á ensku hefur kveðið siðan um daga Shakespeares — nema Browning — og engir á Islenzku nema Bjarni Thorarensen, Matthias Jochumsson og Grim- ur Thomsen. Einar leikur ekki slikt eftir, en ferðast meira i dularheimum. A Hafnarárum okkar Einars gaf hann út ritið tJtsýn. Það átti að veita til íslands nýjum bók- menntastraumum, og fannst mér á Einari, að hann mundi i þeim efnum vilja verða eins konar Georg Brandes Islend- inga, en þó ekki fylgja hans stefnu. Tvö hefti komu út af þessu riti, og munu þau nú vera ófáanleg. Ég skrifaöi i þau með- al annars um ameriska ljóð- skáldið Walt Whitman, sem fáir kunnu þá að meta, en varð þó á- hrifarikur i Evrópu — og siðar hafði mjög mikil áhrif á bók- menntir sinnar eigin þjóðar, sem og bókmenntir Noröurálf- unnar á f jórða tug þessarar ald- Arið 1907 var ég staddur i Kaupmannahöfn. Valtýr Guð- mundsson, sá gáfaði og mæti maður, taldi Einar Benedikts- son ekki mikið skáld. Ég ritaði um Hafblik Einars, en Valtýr varófúsá aðtaka ritdóminn. Þá sagði ég honum, að ég mundi al- veg hætta aö rita i Eimreiðina, ef hann vildi ekki flytja eftir mig lof um annað eins stórskáld og Einar. Hann væri frumlegur og frábær, og væru það stórtíö- indi, að slfk skáld kæmi fram með Islendingum — eftir alla þeirra fátækt og kúgun. Ég tók til dæmis margt úr kvæðum Einars, og lét Valtýr undan og birti ritdóminn. Hafblik fannst mér dýrðleg ljóðabók. Ég nefndi i dómi min- um sitthvað, ersýna skyldi, hve frumleg kvæðin væru. Hugsiö ykkur likingarnar! Einar segir um Landeyjar, umhverfi Berg- þórshvols, að þær séu eins og „sögublaö máð og lúið”. Þeir, bókmenntir Tímarit Skirnir. Timarit hins islenzka bók- menntafélags. 150. ár. Ritstjóri Ólafur Jónsson. Þetta er eins konar afmælis- hefti þvi að þar með hefur ritið lagt að baki hálfa aðra öld. Af þvi tilefni skrifar ritstjórinn grein sem heitir 150 ár. Hún er eins konaryfirlitum þau ár sem ritið á að baki. Þar eru rifjuð upp ýms ummæli af liðnum ferli en þó finnst mér ekki mikið efni i þvi. Mjög hefur bökaútgáfa aukizt siðan Bókmenntafélagið hóf að gefa út timarit enda flest orðið breytt. En niðurlagsorð ritstjórans eru i fullu gildi aö ritið á lif sitt og framtið undir þvi að viöhaldist áhugi lands- manna á tungu, sögu og bók- menntum, „þess lesandi al- mennings sem hingaö til hefur borið uppi bókmenntir i land- inu.” Bókfræði og upphaf rimna Ragnheiður Heiöreksdóttir skrifar um timarit um bók- menntir eftir 1874. Þetta er bók- fræðilegt yfirlitog ritin flokkuð i tvennt: Bóimenntarit og önnur rit. Slik flokkun er auövitað erfið, enda hefur efnisval islenzkra timarita oftast ekki veriö i svo föstum skorðum. Fljótt á litið virðist kannski mest undrunarefni á hve mörgu hefur verið byrjað. Þó mun all- nokkuð vanta i þessa upptaln- ingu og er það með vilja gert að sleppa þeim ritum, sem meira helguðu sig öðru, svo sem þjóö- málum. Þess er t.d. getiö við Dagskrá, að gefiö hafi verið út timarit með sama nafni 1944- 1947, „en það fjallaði nær ein- göngu um þjóömál.” Meðal rita, sem að engu er getið, eru t.d. Straumhvörf, Lifið sem Jó- hannes Birkiland gaf út, og Skinfaxi, sem flutti bæöi ljóð og sögur, m.a. eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Jóhannes úr Kötl- um, og greinar um skáld og bók- menntir. Hirði ég ekki um að gera rök- studdan samanburö þess sem til er tint og eftir er skilið, en endurtek það að flokkunin er vandasöm. Merkari finnst mér grein Vé- steins Ólasonar um nýmæli i is- lenzkum bókmenntum á miðöld. Þar ræðir hann um upphaf rimnakveðskapar á Islandi og einkum hvaöan og hvernig bragarhættir. rimnanna hafi mótazt. Nefnir hann ýms dæmi um bragarhætti I nálægum löndum á 12. og 14. öld og löng sögukvæði með eins konar man- söng. Þá er skemmtileg grein um Egil Skallagrimsson i Jórvik eftir Kristján Albertsson. Kristján ræðir þar um ástæður þess að Egill gengur á vald Ei- riki blóðöx og kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki séð annað ráð til að bjarga fjárhlut sinum. Þaö er skemmtilega sennileg skýring, en ekki tek ég undir það að Höfuölausn sé „tóm óheilindi frá upphafi til enda.” Vel gat Egill viöurkennt hermennsku Eiriks án þess að það væru óheilindi. Hitter vafa- samt að skilja Egil svo, að hann hafi komið með kvæðið ort. Þó að hann hlæði hug-knarrarskut mærðarhlutnum er ekkimeö þvi sagt hvar og hvenær kvæðið formaðist og vist bar hann „Óð- ins mjöö á Engla bjöð” þó aö kvæðið væri rimaö og stuðlað eftir að hann var kominn á land. En ýmislegt rifjar Kristján upp sem áöur hefur verið um þetta skrifað og er gaman að. Lestrarvenjur kvenna Þörir ólafsson skrifar um bóklestur og menntun. Sú grein er byggð á athugun á lestrar- venjum 22 kvenna úr starfs- stúlknafélaginu Sókn og ann- arra jafnmargra úr félagsskap háskólamanna. Kemur þar fram töluverður munur og er sitthvað umhugsunarvert við þessa könnun. Auðvitað hefur alltaf veriö svoað fólk hefur viljað velja sér mismunandi lesefni. Aður var margur gáfaður maður og ágætlega fallinn til náms sem engan kost átti skólagöngu. Nú er það breytt svo aö allir þeir sem vilja, læra, fara i skóla. Þetta breytir töluverðu. Mikiö má gera til að kenna fólki að nota bækur og njóta þeirra. Þó hefur eðli og upplag alltaf sitt aö segja. Enginn dómur verður hér á það lagður hversu viötækt og al- mennt gildi hafi sumt þaö, sem haft er eftir þessum konum. Þórir getur þess hversu margar þessara kvenna voru giftar og hve mörg börn þær áttu. Þess er ekki getið hvort þær ógiftu áttu börn eða hvort þær giftu höfðu skilið, en Sóknarkonurnar áttu 51 barn alls en háskólakonurnar 28. Þetta er mikill munur og um- hugsunarverður. Hitt kemur ekki fram á hvaöa aldri mæðurnar voru, er þær áttu fyrsta barn sitt, og hvort barn- eign á ungra aldri átti þátt i þvi, að litið varö úr skólagöngu og þeirri menntun, sem henni fylg- ir. Bréf Dreyfusar Þá er komið að þeirri ritgerð- inni, sem mesta athygli og um- talhefur vakið, þar sem er það, sem Þór Whitehead skrifar um lýðveldi og herstöðvar 1941-1946. Bókin um 30. marz 1949, sem út kom i haust, styðst allmikið við þessa ritgerð. Þegar ég minntist þeirrar bókar i Timanum, gat ég þeirrar veilu að taka ame- riskar endursagnir og ályktanir um afstöðu manna og flokka sem örugga frumheimild. Siöan hefur veriö rætt um þetta i Reykjavikurbréfi i Morgun- blaðinu og rituð ýtarleg brein um þaö i Timann og er meira en tekiö undir mina skoöun i þeim greinum. Samt er ómetanlegur fróð- leikur i þeim heimildum sem Þór birtirþarna. Þær segja auð- vitað einkum frá viðhorfum Bandarikjamanna og viöleitni þeirra til að ná hér fótfestu og herstöövum. Sá fróðleikur ætti að nægja til að ganga I eitt skipti fyrir öll af þeirri skoðun dauðri, að til þess sé stofnað til að vernda okkur og verja. Jafn- framt ætti þetta að nægja til að vekja skilning á þvi aö nauðsyn- legt er að vaka og vera á verði jafnvel þó aö ill nauösyn þyki að hafa eitthvert samband við her- veldi. Það er ekki hægt aö trúa á hrekklaust sakleysi stórveldis- ins eftir könnun þessara heim- ilda. Og þegar þetta birtist ofan i " fréttir frá Bandarikjunum sjálfum um það, hvernig leyni- þjónustan hefur verið notuö, og svo kemur i ljós aö þetta ágæta liö, sem á að vernda okkur, get- urekki passað einn glæpamann og andstyggð, versta glæpa- óþverra sem hefur þróazt í skjöli þess, — eiturlyfjasala, — þá er ekki óliklegt að einhverjir spyrji nú hverjir einkum hafi unnið til aö kallast „nytsamir sakleysingjar” hér á landi? Hvar hefur hin heilaga einfeldni náð hæst? Alla frásögn Þórs og bréf Dreyfusar verðurað meta út frá viöhorfum samtimans. Mér virðist aö þarna komi greinileg- ast fram hvern feikna vanda Ólafur Thors glimdi við þar sem var annars vegar að halda hylli Bandarikjamanna og þó sam- timis að láta samstarfiö viö flokk kommúnista ekki rofna. Þó að Ólafur væri allra manna slyngastur að aka seglum eftir vindi og reyndist flokki sinum þannig frábær afreksmaður i formennskunni, að fyrir þaö verður hans lengi minnzt, var þetta hlutverk þó hverjum manni ofvaxið eins og á stóð, og þvi fór’svo að Nýsköpunarstj' . sprakk. Það helur lengi verið min skoðun að Bandarikja- mönnum hafi verið það enn meira kappsmál en þarna kem- ur fram að „koma kommúnist- um úr rikisstjórn.” Þegar Dreyfus hefur svo talaö við þá Framsóknarmenn, sem mestir voru vinir hans og Bandarikj- anna og hræddastir við kommúnismann, kynnu skoðan- ir hans um viðhorf flokksins i heild að hafa tekið nokkurn lit af óskhyggju viðmælendanna. Sú skoðun að slikt hatur væri milli Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna, aö þeir gætu ekki átt samstarf um rikisstjórn hvað sem i húfi væri fyrir þá sjálfa og þjóð þeirra, reyndist markleysa, þó að þeir ólafur Thors og Hermann Jónasson sætu hvorugur i stjórn Stefáns Jóhanns. Ekki nóg að vera bókmenntafræðingur Helga Kress er fastur og ár- viss höfundur i Skirni. Nú skrif- ar hún um bókmenntir og kven- frelsi, nánar til tekið um kven- lýsingar i fjórum skáldsögum kvennaárs. Þær sögur eru: Iloldið er torvelt að temja eftir Snjölaugu Bragadóttur, Eftir- þankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðviksson, Útrás eftir Jóhönnu Þráinsdóttur og Feilnóta i fimmtu sinfóniunni eftir Jökul Jakobsson. Ekki er mér fyllilega ljóst hvernig þaö kvenfrelsi er, sem Helgu Kress dreymir um og þráir. Hitt sýnist mér ljóst, aö hún vill aö það sé óháð þvi, sem hún nefnir kvenhlutverk, — hlutverk ástkonu og móöur. Ég ætla ekki að eltast við ein- stök atriði i þessari ritgerð en vil þó minnast á, að Helgu þykir það mikill galli á Eftirþönkum Jóhönnu, aö hún sé látin skrifa þetta allt á rúmum fjórum klukkustundum, „það fær ekki staðizt.” Þessu má auðveldlega bjarga við i endurprentun. Vandinn er allur aö láta konu- tetrið rausa þetta inn á segul- band. Ætli þessi ,,eftirliking þess sem höfundur telur alþýðu- stil, kryddaður klámi og blóts- yrðum” verði þá ekki eðlilegur? Skritið er að þykja það fjar- stæða að kona treysti sér til að rekja margra ára samtöl og segja i arsbyrjun 1975 „hvaö hún haustið 1973 hugsaði yfir Heröi dauðadrukknum um at- burði sumarsins 1952.” Hvers konar fólki hefur Helga vanizt? Eru menn ekki alltaf að minnast fornra funda, orða og hugsana? Annað mál er það hvort þetta hefur ekki litazt i minningunni. Hér er ekkert sagt um það hvað gerðist. Þetta eru eftirþankar Jóhönnu, og þá kemst það eitt að hvernig hún minnist hins liöna. Það eitt á erindi við okk- ur. En hvað á að segja um það bókmenntamat þar sem þaö hefur úrslitaþýðingu hvort sögumaður er látinn skrifa sög- una eða segja hana á segul- band? Er ekki mest um vert hvað sagt er og hvernig? Nú ætla ég ekkert aö dvelja við það hvort vera muni feilnóta i sinfóniu sköpunarverksins, að munurer á karliog konu. Ég vil heldur halda mér við það sem sameiginlegt er. Það er eflaust gott að vera listfræðingur. Bókmenntafræö- in er göfug vtsindi. En það er ekki einhlitt að vera bók- menntafræðingur. Bókmenntir og skáldskapur fjallar um menn, konur og karla. Þvi er gagnlegt að hafa vit á mönnum, vita nokkuö um eðli þeirra, þarfir og eiginleika. Þar sem þessi ritgerð Helgu Kress fjallar um sögupersónur sem eru að leita hamingju og fullnægju, eins og við gerum öll, þykir mér ástæða til að minna á grundvallaratriöi I hamingju- leitinni. Maðurinn þráir að verða öðrum að liði og þarf þess með. Hannþarf að eiga sérhlut- verk, helzt þannig að enginn annar geti komið i hans stað. Þetta næst, þegar menn eru ein- hverjum nógu mikils virði. Þess vegna er þaö huggun Jóhönnu, að hún hafi verið Herði meira viröi en allir aðrir, hún ein hjálpaði honum að losna frá lif- inu. Hvað sem annars má segja um persónurnar, er þetta I sam- ræmi við frumþörf mannlegs eðlis. 1 öllu félagslifi — og þá er ástalif, hjúskapur og fjöl- skyldulif auðvitað efst á blaði — er þetta aðalatriði. Hvort sem mönnum er það sjálfum ljóst eöa ekki, er það þörfin að veröa einhverjum einhvers virði, sem áfram knýr. Og oft og tiöum mun það eiga drjúgan þátt i yndisleika ástalifsins, að fólki er fullnæging I þeim trúnaði, sem þvi er sýndur. Trúnaðurinn gildir sem tákn þess að persón- an sé einhvers virði. Og hvaö sem segja má um þau skáld- verk, sem Helga Kress ræðir nú i Sklrni, þá held ég aö höfundum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.