Tíminn - 06.02.1977, Side 34

Tíminn - 06.02.1977, Side 34
34 Sunnudagur 6. febrúar 1977 Fæddur 8. október 1932. Dáinn 31. janúar 1977. Hann var Austfirðingur, fæddur á Sólbakka i Seyðisfiröi. Foreldr- ar hans voru Ingólfur Hrólfsson frá Hvammsgerði i Vopnafiröi og kona hans Guðrún Eiriksdóttir frá Hnefilsdal. Þau bjuggu um hrlö á Vakursstöðum I Vopna- firði, en fluttust siðar til Seyöis- fjarðar þar sem Kristján ólst upp og hóf skólagöngu. Hann tók gagnfræöapróf i Vestmannaeyj- um 1949, var I Haukadal á iþrótta- skóla Siguröar Greipssonar næsta vetur, settist þvi næst i Kennara- skólann og útskrifaðist þaðan 1954. Siðan jók hann menntun sina með bóklestri og á annan hátt, fór m.a. náms- og kynnisferð til Norðurlanda fyrir nokkrum ár- um. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Elinu óskarsdóttur kennara úr Reykjavik 26. des. sama ár. Börn þeirra eru þrjú: Ingileif bú- sett I Reykjavik, Ingólfur nem- andi I Menntaskólanum á Akur- eyri og Óskar, sem er yngstur. Kristján réðist skólastjóri i Vik i Mýrdal 1954 og kennari á Bildu- dal næsta ár. En 1957 veröur hann skólastjóri Barnaskólans á Eski- firöi og starfar þar til 1969, að hann gerist kennari við Barna- og unglingaskólann að Hallorms- stað. Ariö 1973 er Kristján settur námsstjóri á Austurlandi, slöan fræðslustjóri 1975 og skipaður I það starf árið eftir. Kristján Ingólfsson var mikill áhugamaöur um félagsmál og tók um hrið virkan þátt I stjórnmál- um og sveitarstjórn, auk marg- vislegra félagsmála annarra. Hann var iframboði i S-Múlasýslu fyrir Þjóövarnarflokkinn 1956. Nokkru eftir að sá flokkur lagðist niður gekk hann i Framsóknar- flokkinn og gegndi margvislegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn i héraöi. Var m.a. formaður kjör- dæmissambands um hrlö, mið- stjórnarmaöur og ritstjóri Austra frá 1965-1973. Hann var varaþing- maöur flokksins árin 1967-1974 og tók sæti á Alþingi nokkrum sinn- um. Meðal þingmála er hann flutti var tillaga um aö flytja Skógrækt rikisins frá Reykjavik austur að Hallormsstað. Hann átti sæti f nefnd þeirri utan þings, sem undirbjó grunnskólafrum- varpiö á lokastigi, og siöar i vinnuhópum, sem undirbjuggu reglugerðir og erindisbréf sam- kvæmt þeim lögum. Meðan Kristján bjó á Eskifirði sat hann um skeið i hreppsnefnd og hafði mikil afskipti af sveitar- stjórnarmálum. Sem dæmi um á- huga hans og afskipti af almenn- um félagsmálum skal þess getiö, að strax þegar hann var I gagn- fræðaskóla I Vestmannaeyjum var hann kosinn I stjórnir íþrótta- félaga þar. Hann var og lengi i stjórn og um hrið formaður Ung- menna- og iþróttasambands Austurlands og átti drjúgan þátt i stofnun Styrktarfélags vangef- inna á Austurlandi. — Málefni þroskaheftra barna lét hann og mjög til sin taka i starfi fræðslu- stjóra. Kristján Ingólfsson var fljúg- andi mælskur og sagði vel frá i ræðu og riti og hagyröingur góö- ur. Eftir hann liggur fjöldi greina i blöðum og ritum, allt frá þvi hann var unglingur I skóla. I fyrstu mun hann einkum hafa skrifað um iþróttir og æskulýðs- mál. En um árabil hygg ég að greinar um landsmál hafi verið fyrirferðarmestar, enda var hann lengi ritstritstjóri Austra, eins og fyrr segir. Hann skrifaði einnig i önnur blöð fyrr og siðar. Af öðru efni má nefna sem dæmi útvarps- erindi ýmis, barnasögur, ritgerð um Helgustaöahrepp i Sveitir og jaröir i Múlaþingi og fleiri rit- smiöar tengdar Austurlandi sér- staklega. Ég kynntist Kristjáni sáralitið fyrr en I framboöinu 1956, en sið- an höfum vib átt eigi litið saman að sælda: sem andstæöingar og þó miklu lengur sem samherjar i pólitik, en við sátum t.d. lengi saman I stjórn kjördæmissam- bands Framsóknarmanna og I ritstjórn Austra, á vettvangi .sveitarstjórnarmála og annarra félagsmála fjölmargra og siðast en ekki sizt sem sam- starfsmenn i skólamálum. A ég þvimargsaömirtnastog mikiö aö þakka. Kristján var hamhleypa til verka, áhlaupamaöur i orðsins fyllstu merkingu og fljótur aö átta iHiiIll'i' KRISTJÁN INGÓLFSSON sig á hlutunum. Kynni hans á fólki og hugöarefnum þess voru yfirgripsmikil og oft náin. og ald- ursmunur virtist engu skipta. Ahugasvið hans var umfangs- mikiö og margslungið. Hann var ólatur að berjast fyrir málstaðn- um. Það notuðu menn sér löng- um, hvort heldur sem ganga þurfti á hólm við pólitiskan and- stæðing á fundi, forma tillögur og greinargerðir eða gera þorra- blótsannál og flytja gleöimál — i tali eða tónum, þvi hann var á- gætur söngmaður. Atti Kristján lengst af, að ég hygg, fristundir fáar. Þannig fer þeim, sem ánetjast félagsmálun- um i jafnrikum mæli og hann. Samkennd Kristjánsmeð þeim, sem máttu sin minna var rik og hlý. Störf hans að málefnum van- gefinna siðustu misserin voru dæmigerð fyrir þennan þáttinn i skaphöfn hans og eru mörgum kunn. Enn hugstæðari eru mér einstök viðbrögð þegar vanda bar að höndum, stundum óvænt og skyndilega, en þaö rek ég ekki nánar hér. í þann mund, sem Kristján tók við starfi námsstjóra og siöar fræðslustjóra urðu eins konar þáttaskilfævihans. Hann tók nú i rikara mæli en áður að einbeita sér að afmörkuðu verkefni. Mun þar hafa komið til bæði ásetning- ur og svo hitt, að í ákaflega eril- sömu starfi fræðslustjóra verður margskiptingu trauðla eða ekki við komið. Haföi Kristján haft orö á þessu viö kunningja okkar beggja og látið vel af breyting- unni. Sjálfur fann ég glöggt að hánn mat hið nýja starf mikils og lagði sig I framkróka 1 þjónust- unni. Það hefir mjög mætt á fræðslu- stjórunum þessi fyrstu misseri að skipuleggja og byggja upp þýð- ingarmikið þjónustustarf við ó- trúlega erfið ytri skilyrði. En hópurinn hefir sýnt þolgæði og samheldni og sigraö þraut. Enginn veit stundina þá kallið kemur. Kristján lézt á Borgar- spítalanum 44 ára gamall. Hann verður kvaddur I kapellunni I Fossvogi á mánudag og jarðnesk- ar leifar lagðar til hvildar þar suðurfrá. Með söknuði og þökk kveðég samstarfsmann og félaga og árna fararheilla um ókunna stigu. Elinu og börnunum og öðr- um ástvinum votta ég innilega samúð. Vilhjálmur Hjálmarsson. Að kvöldi dags 1. febrúar s.l. barst mér sú harmafregn, að Kristján Ingólfsson, fræðslustjóri væri látinn. Hann andaðist á Borgarsjúkrahúsinu I Reykjavlk 44 ára aö aldri. Aldrei eru and- látsfregnir sviplegri, en þegar menn á bezta aldr;i eru brott kallaöir. Kristján Ingólfsson fæddist á Sólbakka á Seyðisfirði 8. október 1932. Foreldrar hans voru Ingólf- ur Hrólfsson, verkamaður og kona hans Guörún Eiriksdóttir. Þau ólust bæði upp á Vopnafiröi og bjuggu þar um hrið á Vakur- stöðum. Að þeim stóðu ættir úr Skaftafellssýslum, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Þau fluttust til Seyðisfjarðar 1924. Kristján ólst upp á Seyðisfiröi og var þar i bama- og unglingaskóla, en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum I Vestmannaeyjum 1949. Um eins árs skeið var hann við nám i íþróttaskólanum i Haukadal. Siöan lagði hann stund á nám I Kennaraskóla Islands og lauk þaöan prófi 1954. 26. desem- ber 1954 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Elinu óskarsdóttur. Hún er alin upp i Reykjavik að Skeggjagötu 5, en þar búa for- eldrar hennar, Ingileif Steinunn Guömundsdóttir ættuð frá Mos- völlum I Onundarfiröi og Óskar Gislason, ökukennari frá íragerði á Stokkseyri. Þau Kristján og Elín eignuðust 3 börn. Ingileif , sem er viö liffræðinám i Háskóla fræðslusljóri Islands, Ingólf, sem stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og Óskar, sem er nemandi I grunn- skóla á Reyðarfiröi. Eftir kennarapróf lá leið Kristjáns austur i Vik I Mýrdal og var hann skólastjóri barna- og unglinga- skólans þar i eitt ár. A meöan lauk Elin námi við Kennara- skólann. Eftir að hafa kennt eitt ár við barnaskólann a’ Bildudal fluttust þau til Eskifjarðar og tók Kristján þar við stjórn barna- og unglingaskólans. Þvi starfi gegndi hann I mörg ár. Hann var settur námsstjóri Austurlands 1973. 1975 var, samkvæmt grunn- skólalögunum, stofnað embætti fræðslustjóra i Austurlandskjör- dæmi. Kristján var settur til að gegna þessu embætti 1975 og skip- aöur 1976. A æskuheimili Kristján austur á Seyðisfiröi rikti mikill áhugi á félags-ogstjórnmálum; Þar veltu menn fyrir sér lögmálum um- hverfis og samfélags. Faðir Kristjáns, Ingólfur Hrólfsson, var I hópi forystumanna Alþýðu- flokksins á Seyðisfirði. Hann var formaöur verkamannafélagsins Fram um margra ára skeið og áberandi persónuleiki I bæjarlífi Seyðisfjaröar. Enginn vafi er á þvi, að Kristján hefur i föðurhús- um drukkið i sig áhuga á þjóö- félagsmálum, mannlegum kjör- um og umhverfi. Þótt Kristján yrði ekki gamall maður markaði hann vlða spor, ýtti viö umhverfinu hvar sem hann fór, breytti kyrrstöðu I llf, settirótá hugi manna, var jafnan i fararbroddi. Kristján var mikl- um hæfileikum búinn, harð- greindur, rökfastur og ötull, hélt þvi vel til hags er hann las, enda stálminnugur, funamælskur, orð- snjall og orðheitur á stundum, skapið mikið og þykkjan þung, ef þvi var að skipta. Spauggreind Kristjáns var ómenguö. I sam- kvæmum var hann jafnan hrókur alls fagnaöar. Hann mælti visur af munni fram, sagði oft hnyttnar sögur og hélt ósjaldan eftirminni- legar tækifærisræöur. Hann var sjófróður og vissi deili á fjölda manna viðs vegar um land. Stundum hef ég velt þvi fyrir mér, hvenær svo önnum köfnum félagsmálamanni sem Kristján var gafst timi til lestrar. Hér er þó ótalið það, sem e.t.v. er mest um vert. Kristján var drengur góður. Fáir stóðust reiðari en hann, ef ranglæti var beitt, sér- staklega ef gengið var á hlut þeirra er minna mega sin. Það var þvi engin tilviljun, að Kristján barðist alla tíð fyrir auknu félagslegu réttlæti, að hann gerðist svo umsvifamikill i félagsmálum og stjórnmálum, sem raun ber vitni. Um árabil var hann I stjórn Ungmenna- og Iþróttasambands Austurlands, mörg ár formaöur. Hann átti sæti i miðstjórn Þjóð- varnarflokksins 1954-’56 og var i framboði fyrir þann fldkks á Austurlandi 1956. Hann starfaði um skeið I Samtök- um herstöðvaandstæöinga. En lengst og mest starfaði hann i Framsóknarflokknum og átti sæti i miðstjórn hans frá 1963- 1974, var varaþingmaður flokks- ins um hrið og sat nokkrum sinn- um á Alþingi. Kristján var sjálfstæður I hugs- un, I raun og veru sóslalisti að lifsskoöun, og þvi hlaut hann að veröa bágrækur i Framsóknar- flokknum, enda gat hann ekki átt samleið með honum til lengdar, sagði að lokum skilið við hann og var framarlega 1 flokki þeirra manna, er stofnuðu Möðruvalla- hreyfinguna 1973. Ég fékk tækifæri til að kynnast Kristjáni náiö, er við tókum sæti i Grunnskólanefndinni i júni 1972 og störfuöum þar til vors ’74. En frumvarpið, sem nefndin samdi, var afgreitt sem lög frá Alþingi á margfrægum þingfundi 8. mai 1974, er ölafur Jóhannesson rauf þing og boöaði til nýrra kosninga. Kristján starfaði af miklum dugnaði i nefndinni og hlifði sér aldrei, hafði frumkvæði um margt, ekki sizt það er varðaði dreifbýlið. Ég hygg, að á engan nefndarmann sé hallað þótt sagt sé, að Kristján hafi átt einna drýgstan þátt i starfi nefndarinn- ar. Hann hafði góða þekkingu á skólamálum, er hann hóf nefndarstörfin og ágæta, er þeim lauk. Leitun mun vera að mönn- um, sem höfðu jafnmikinn áhuga á skólamálum dreifbýlisins og jafn viðtæka þekkingu á þeim og Kristján. Hvort tveggja kom sér vel, er hann varð námsstjóri Austurlands og siðar fræðslu- stjóri. Við Kristján unnum mikið sam- an milli nefndarfunda. Á þessu timabili var Kristján heimagang- ur á Ránargötu 22, okkur Rannveigu og börnum okkar til óblandinnar ánægju. Það var gott aö vinna með Kristjáni. Þótt við værum ekki alltaf sammála kom- umst við ætið að sameiginlegri niðurstöðu að lokum. Kristján hafði ágætt vald á islenzku máli. Hann var eldfljótur að setja sam- an skýrar greinargerðir, og kom þessi hæfileiki ser vel við nefndarstörfin. Þáverandi menntamálaráð- herra, Magnús Torfi Ólafsson, ákvað að láta kynna frumvarpið um allt land og skyldu nefndar- menn annast þá kynningu. Kynn- ingarfundirnir voru undirbúnir i öndverðum janúarmánuöi 1974. Það kom I hlut okkar Kristjáns að kynna frumvarpiö á Austurlandi, Noröausturlandi og Vestfjörðum. Gott var i þessari ferð að hafa stuðning af svo snjöllum ræðu- manni sem Kristján var. Þrátt fyrir brennandi áhuga á málinu og framgangi þess, var málflutningur hans jafnan gædd- ur sveigjanleika og á köflum óborganlegri kimni. Ég er ekki i vafa um það, að framlag hans á fundunum átti drjúgan þátt i þvi að vinna menn til fylgis við frum- varpið. Sem námsstjóri og fyrsti fræðslustjóri Austurlands vann Kristján mikið brautryöjanda- starf við erfiðar aðstæður. Hann beitti sér m.a. fyrir viðtæku nám- skeiðahaldi fyrir kennara á Austurlandi og fékk til liðs við sig færustu fagnámsstjóra hérlendis. Þess má og geta, að hann bar vel- ferð þroskaheftra barna mjög fyrir brjósti og vann mikið starf I þeirra þágu. Skólastjórar á Austurlandi sýndu i verki, hve mikils þeir mátu námsstjórastörf Kristjáns, er þeir einróma mæltu með þvi, að honum yrði veitt staöa fræðslustjóra á Austur- landi. Þaö er skarö fyrir skildi við frá- fall Kristjáns Ingólfssonar. Aust- firðingar sakna fræðslustjóra sins, brautryðjanda i skólamál- um. Margir sakna vinar i stað og góðs félaga frá gengnum sam- verustundum, en sárastur er söknuöur eiginkonu hans og barna. Við Rannveig og böm okk- ar sendum þeim kærar kveðjur. Meðal okkar mun lifa minningin um merkan mann og góðan dreng. Ingólfur A. Þorkelsson. F. 8. okt. 1932. D. 31. jan. 1977. Þegar ég nú kveð minn ágæta vin, Kristján Ingólfsson leitar margt á huga minn I einlægri eft- irsjá. A björtum dögum æskunnar hófust okkar góðu kynni og æ slð- an hafa þau varað, e.t.v. voru samskipti okkar hvað nánust á slðustu misserum. Svo alltof fljótt kom endadæg- ur hans, þessa snjalla og góða drengs, sem ætið geymdi innra með sér þann eld ófölskvaðan, sem kenna má við sanna æsku. Ýmsar leifturmyndir liða um hugann. Þegar á skólaárunum háðum við ýmsa hildi saman, er veitti báðum reynslu og þroska, hvort sem við lúskruðum heimsk- um Heimdallarlýð fyrir herdýrk- un slna eða þröngsýnum þjónum kirkjunnar fyrir kreddur. Þar kom þegar vel I ljós hverj- um gáfum Kristján var gæddur, logandi mælskan, leiftrandi fynd- in, hugsjónahitinn, rökfimin og fróðleiksfýsnin, sem áttu eftir að reynast honum farsælir förunaut- ar ævina alla. Og sizt skyldi gleymt einlægri hlýju hjartans, er i hlut áttu þeir, er undir höfðu orðið I hörðum heimi. Til hinztu stundar varð það og hlutskipti hans að hlúa að þvi veika og smáa, það var unun hans og llfsfylling um leið. 1 skóla var Kristján hrókur alls fagnaðar, svo var og um hvert mannamót alla tlð, þar var hann fremstur með glaðværð og glettni og ekki spillti söngrödd hans hreimþýð og hljómmikil I senn. Og á þessum æskudögum hreppti hann dýrasta llfshnoss sitt, þar bundust þau Elln kona hans bönd- um, en Ella varð sannkölluð óskadis okkar i skólanum. Upplag og eðli ásamt sterkum uppeldislegum áhrifum urðu til þess að gera Kristján að félags- hyggjumanni i beztu merkingu þess orðs. Vald auðs og vopna áttu þar öflugan óvin, herstöðvaandstæð- ingar minnast hans. sem eins ótrauðasta liösmannsins i langri baráttu. Félagshyggja hans og sam- kennd með öðru fólki var eðlislæg og sönn, enda kom hann vlða við i félagsmálum og til forystu valdist hann eins og af sjálfu sér, þar var oft af mikilli ósérhllfni unnið og ekki um vinnustundir spurt. Hann var kennari, skólastjóri og siðast fræöslustjóri Austur- lands, menntun og menning áttu þar verðugan og sannan fulltrúa. Kennari var hann ágætur og bar margt til. Hann var góður félagi nemenda sinna. Hann glæddi kennslustundir sinar gjarnan nýju lifi meö fjölþættum fróðleik, ekki þurrum frásögnum, heldur brá hann upp lifandi myndum einkum úr sögu lands og þjóðar. Minni hans var frábært og víð- lesinn var hann, ekki slzt I þjóð- legum fróöleik svo og þjóðfélags- legum bókmenntum af ýmsu tagi. Allt þetta gerði hann einnig að hinum ágætasta viðmælanda, svo oft var hrein unun að eiga með honum stund. Honum var sérstaklega lagið að tala við fólk, ná fram hugsunum þess og lifsskoðun, laöa fram skemmtilegar frásögur, eftir- minnileg atvik. Útvarpsþættir hans og blaðaviðtöl eru með þvi bezta, sem gert hefur verið á þvi sviði. Fjölhæfni Kristjáns var mikil, svo að án efa hefur hún oftlega fært honum vissan vanda. Svo fer um marga þá, sem hafa margþætta hæfileika. En þó mun hún hafa orðið honum gleði- og gæfuvaldur fremur öðru og gert það að verkum, að á skammri ævi hafði hann afkastað ótrúlega miklu, bæði á sviöi ævistarfsins og á félagsmálasviðinu. Þjóðfé- lagsmál lét hann mjög til sintaka, hanii var oft I framboði, sat I sveitarstjórn á Eskifirði, var um skeið varaþingmaður og sat sem slikur tvivegis á Alþingi. Þar átti hann sannarlega heima, hugmyndaauðgi hans var mikil, andinn slfrjór og vakandi, ræðumennska var honum sem léttur leikur, áróöursmaður var hann sérstakur, kynntist fólki fljótt og vel og átti auðvelt með að laga sig að hinum ólikustu að- stæðum. í félagsmálum verður hans lengi minnzt sem forystu- manns i æskulýösmálum á Aust- urlandi, formaður U.Í.A. var

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.