Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 18
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það gerðist ýmislegt í heiminum í fyrra. Fáar fréttastofur hafa lík- lega nokkru sinni lent í veruleg- um vandræðum á liðnu ári með að finna nógu margar erlendar fréttir til að fylla þann kvóta sem þær skammta tíðindum af heims- byggðinni. Samt er ekki líklegt að ártalið 2005 verði mikið nefnt í sögubókum framtíðarinnar. Verði ártalið yfirleitt nefnt í almenn- um bókum um sögu mannsins er hugsanlegt að það verði í sam- hengi við annað ártal frá 19. öld og þá vegna máls sem vakti tak- markaða athygli þegar sagt var frá því í síðustu viku. Málið var heldur ekki þannig vaxið að auðvelt væri að búa til úr því seljanlega frétt. Þetta var ekki skyndilegur atburður, eng- inn slasaðist, engir heimsfrægir menn komu við sögu, George Bush sagði ekkert um málið, engar kröfur voru uppi um neyðarfundi og engar hótanir um hryðjuverk. Það vantaði því innihald venju- legra frétta. Þess í stað var um að ræða fréttatilkynningu um þjóð- hagsreikninga í Kína. Fréttin var ekki óvænt í ljósi þess að endur- skoðun á reikningum þar eystra leiddi fyrir nokkru í ljós kerfis- bundið vanmat á efnahagslegum umsvifum í landinu. Það endur- mat kom engum á óvart sem hefur verið eitthvað að ráði í Kína því umsvifin þarna sýnast meiri en tölur hafa gefið til kynna. Niður- staða tilkynningarinnar var ein- faldlega sú að kínveska hagkerfið hafi farið fram úr því breska á nýliðnu ári. Það er áhugavert en svo sem ekki heimssöguleg frétt að Kína skuli verða orðið fjórða stærsta hagkerfi heimsins í stað þess að vera í fimmta sæti eins og í fyrra eða í sjötta sæti eins og í hitteðfyrra. Það sem er sögulegt við tikynninguna og gæti komið árinu í bækur er að síðast þegar þessi tvö ríki, Bretland og Kína, höfðu sætaskipti í þessum efnum markaði það ekki einungis þátta- skil í sögu þeirra beggja heldur einnig kaflaskil í sögu heimsins. Í tvö þúsund ár og allt þar til nokk- uð var liðið á 19. öldina var Kína til muna stærsta hagkerfi heims- ins. Landið framleiddi sennilega meira af iðnvarningi þegar menn skrifuðu fyrstu orðin á skinn á Íslandi en öll Evrópa gerði fram undir 1800. Indland sem um aldir og árþúsund var ríkara en öll Evrópa fór að dragast aftur úr Bretlandi og Evrópu á sama tíma og Kína. Vesturlönd urðu ofan á í heiminum og bjuggu ekki aðeins til hnattrænt hagkerfi heldur einnig pólitískt alþjóðakerfi og ríkjandi heimsmenningu. Hlut- deild Asíu í framleiðslu heimsins lækkaði úr því að vera um það bil 60% í byrjun 19. aldar í að vera 15-20% þegar íbúar álfunnar brutust undan oki nýlendutímans um miðja síðustu öld. Síðan þá hefur hlutur Asíu vaxið stórlega og mun brátt tvöfaldast. Spár um framtíðina eru auðvitað aldrei nema misvitlausar og þeim ber að taka með fyllstu fyrirvörum. Enginn spáir þó öðru en áfram- haldandi uppgangi í álfunni. Nú er algengt að sjá menn leiða líkur að því að eftir ríflega fimmtán ár, þegar leikskóla- börn samtímans fara í háskóla, verði meirihluti allrar fram- leiðslu heimsins í Asíu. Svipaðir útreikningar gera ráð fyrir að eftir innan við aldarfjórðung verði allt að 60% af framleiðslu heimsins í Asíu. Þá fyrst yrði skerfur álfunnar af efnahagslífi heimsins jafn hlutdeild hennar í mannfjölda jarðarinnar, og jafn því sem hann var áður en hnign- un Asíu og uppgangur Vestur- landa hafði endaskipti á skipan heimsins fyrir ekki svo löngu síðan. Ef veruleikinn verður í ein- hverri líkingu við þessar spár mun þetta gersamlega breyta öllum aðstæðum í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heims- ins. Menn geta litið á þessa þróun sem ógn eða tækifæri. Forræði Vesturlanda í efnahagslífi og stjórnmálalífi heimsins er aug- ljóslega ógnað af þessari þróun og því má reikna með óskynsam- legum viðbrögðum og alls kyns átökum í kringum þá feiknarlegu strauma sem af henni leiða. Fyrir smáþjóð af okkar tagi skiptir hins vegar öllu að menn finni tæki- færi í þeim gífurlegu umskiptum í atvinnulífi heimsins sem þegar eru hafin. Menn hafa verið eink- ar duglegir við að finna ný tæki- færi að undanförnu en lykla að frekari velgengni er líklega helst að finna í bættu menntakerfi. ■ Sagan öll í fréttatilkynningu Í DAG ÖLD ASÍU JÓN ORMUR HALL- DÓRSSON Nú er algengt að sjá menn leiða líkur að því að eftir ríflega fimmtán ár, þegar leikskólabörn samtímans fara í háskóla, verði meirihluti allrar framleiðslu heimsins í Asíu. Fallbeygir ekki Vefþjóðviljinn fjallar um sigur Björns Inga Hrafnssonar í prófkjöri framsókn- armanna um helgina og virðist nokkuð sáttur við úrslitin. En ekki er vefritið ánægt með íslenskukunnáttu sigurvegar- ans. Hann „kann ekki að fallbeygja nafn- ið sitt og fór fram undir slagorðinu „Björn Ingi í 1. sætið“. Hann er svo sem ekki fyrsti frambjóðandinn sem ekki kann að beygja eigin nafn, en það væri óneitanlega ágætt ef frambjóðendur til ábyrgðarstarfa vissu hvað þeir heita í öllum föllum, sérstaklega þegar þeir segjast í kosningabaráttunni hafa áhuga á menntun barna og unglinga.“ Í gær mátti enn sjá beygingarvilluna í áberandi auglýsingu á vefsíðu Björns Inga, bjorningi.is. Á ensku Áhrif enskunnar eru mjög til umræðu. Morgunblaðið gagnrýndi það á sínum tíma að önnur blöð væru farin að birta auglýsingar á ensku án þess að íslensk þýðing fylgdi með. Í leiðara 17. maí 2000 sagði blaðið: „Á Morgunblaðinu ber það oftar við en áður að auglýsendur senda inn auglýsingar með enskum texta. Að sjálfsögðu gerir blaðið þær kröfur að slíkir textar séu þýddir áður en þeir eru birtir. Hér er jafnvel um að ræða auglýsingar frá öflugum og virtum einkafyrirtækjum og virðulegum ríkisstofnunum. Er þetta til merkis um andvaraleysi, sem er einmitt skæðasti óvinur tungunnar.“ Frá þessari stefnu hefur blaðið greinilega horfið. Var það kannski þegar Matthías hætti? Um helgina var til dæmis aug- lýsing í Mogganum frá EFTA eingöngu á ensku. Veisluflokkur eða þögnin ein Skoðanakannanir eru á allra vörum, ekki síst eftir að Morgunblaðið birti könnun Félagsvísindastofnunar. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist nú í hverri könnuninni á fætur annarri með rúmlega 40 prósenta fylgi og eins og Egill Helgason segir á heimasíðu sinni; “Þetta gerist þrátt fyrir að Geir Haarde sé nánast ósýnilegur; í þau fáu skipti sem hann birtist virkar hann ólundarlegur.” Það er kannski bara betra að þegja í stað þess að vera á útopnu án þess að eiga innistæðu fyrir því sem sagt er. Eins og Morgunblaðið sagði í gær; “Þegar jafnvel náttfatapartí í sjónvarpinu duga ekki til að hífa upp fylgið, hvað er þá til ráða?” gm@frettabladid.is Ýmsir hafa haft orð á því að undanförnu að svo virðist sem náttúruverndarsjónarmið eigi auknu fylgi að fagna í þjóð-félaginu. Kannski var ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að leggja til hliðar áform um Norðlingaölduveitu birtingarmynd þess að stjórnvöld telja sig skynja hvernig straumarnir liggja. En það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvað almenningur vill. Nýleg könnun Gallup sýnir að þorri landsmanna telur unnt að sætta sjónarmið náttúruverndar og virkjana. Á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku var enn fremur upplýst að samkvæmt könnunum er meirihluti landsmanna hlynntur auknum vatns- aflsvirkjunum og mikið fylgi er við áframhaldandi uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi. Kannanirnar munu gefa þeim byr í seglin sem telja nauðsynlegt að halda áfram uppbyggingu stóriðju sem krefst vatnsaflsvirkjana. Aftur á móti er líklegt að menn muni fara varlegar en áður í að spilla svæðum sem eru viðkvæm frá sjónarmiði náttúruverndar. Stjórnvöld standa nú frammi fyrir freistandi tilboðum frá erlendum álfyrirtækjum. Allar líkur eru á því að þeim verði tekið og góðærið sem hér hefur ríkt þannig framlengt um nokkur ár. Við munum innan tíðar sjá stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og kannski nýtt álver á Norðurlandi. Það verður örugglega hart tekist á um stóriðju- og virkjana- málin á vettvangi stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarfokkurinn munu hafa forystu um frekari álvæðingu. Ætla verður að meirihluti kjósenda vilji fyrir alla muni halda hagvext- inum áfram og veðji því á þessa flokka. Flestir munu flykkjast um Sjálfstæðisflokkinn en kannski á Framsóknarflokkurinn mögu- leika á viðreisn í þessari stöðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun leiða andstöðuna. Þess eru þegar tekin að sjást merki í fylg- iskönnunum. Flokkurinn er eini trúverðugi valkostur þeirra sem hafna stóriðju og virkjunum. Álmálið skapar Samfylkingunni á hinn bóginn mikinn vanda og kann að gera að engu drauma hennar um að komast í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur ekki skýra stefnu í stóriðjumálum, reynir í senn að vera „ábyrgur“ og ná til þeirra sem taka afstöðu á grundvelli tilfinninga. Byggðasjónarmið spila einnig inn í. Á Akureyri gagn- rýnir Samfylkingin til dæmis stækkun álversins í Straumsvík á þeim forsendum að Norðlendingar eigi að vera á undan „í röðinni“. Í yfirlýsingu þingflokksins á mánudaginn eru talin upp ýmis atriði sem Samfylkingin telur að hafa verði að leiðarljósi áður en ákvörð- un er tekin um nýtt álver. En séð frá bæjardyrum stóriðjuandstæð- inga er þessi afstaða hálfvelgja sem engu máli skiptir. Þeir munu veðja á vinstri græna í von um að þeir geti snúið taflinu við. Samfylkingin á erfitt með að losna úr klemmunni. Snúist hún á sveif með ríkisstjórninni tapar hún enn frekar tiltrú líklegra kjósenda sinna á vinstri vængnum og meðal ungs fólks. Fylgi hún hinni einföldu stefnu vinstri grænna er sennilegt að margir kjós- endur á miðjunni treysti henni ekki lengur. Meðalvegurinn verður vandrataður. Vinstri grænir munu áreiðanlega uppskera vel þegar talið verður upp úr kjörkössunum og þess mun líklega gæta þegar í sveitarstjórnarkosningunum í vor, einkum á landsbyggðinni. En sá böggull fylgir skammrifi að þeir verða einangraðir og áhrifa- lausir sem fyrr. Varnarmálin eyðilögðu fyrir Alþýðubandalaginu um árabil og stóriðjumálin munu á sama hátt spilla samstarfi vinstri grænna og annarra flokka. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Tekist verður á um stóriðjustefnuna í komandi kosningum. Mikil áhrif á stjórnmálin Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.