Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 20
[ ]
Hamraborg 7
Útsölulok
um helgina
enn meiri
verðlækkun
Logi Tómasson stefnir að því
að verða flugmaður, slökkvi-
liðsmaður, þyrlumaður eða
löggumaður.
Logi er fimm ára strákur á leik-
skólanum Skógarborg og finnst
skemmtilegast úti. „Mér finnst
ekki gaman að púsla en stundum
þarf ég að gera það því fóstrurn-
ar ráða. Stundum megum við fara
í pleymó. Það er ágætt,“ segir
hann og bætir við „en Hjalta vini
mínum finnst mest gaman að
segulkubba.“ Þar sem ein amma
er nýbúin að vera í heimsókn
á Skógarborg er Logi spurður
hvað hún hafi sagt börnunum.
„Hún var að segja okkur hvernig
var í gamla daga, þá lék hún sér
með bein og kjálka og horn, líka
hrútshorn.“ Sjálfur hefur hann
aldrei leikið sér með svoleiðis en
fellst á að kannski væri gaman að
prófa að fara inn í gamla tímann
í einn dag. Samt er meira gaman
að hugsa um framtíðina en Logi
er ekki alveg búinn að ákveða
hvað hann langar að verða. „Ég
ætla að verða flugvélamaður,
slökkviliðsmaður, þyrlumaður
eða lögga. Svo langar mig líka að
spila á hljóðfæri, helst túbu sem
er svona bogin niður. Ég vil ekki
læra á klarinett og ekki saxófón,
bara túbu. Það er líka til óbó, það
er svolítið falskt, eins og gömul
kerling sé að syngja. Ég kann að
spila eitt lag á píanó, eða eiginlega
bara hálft. Það er Gamli Nói.“
Logi á þrjú systkini. „Ég á tvo
bræður sem eru tvíburar og alveg
jafngamlir. Þeir eru bara eins
árs og svo á ég stóra systur sem
er 10 ára,“ segir hann og bætir
við grallaralegur, „hún stríðir
mér stundum og ég stríði henni“.
Þegar Logi er spurður hvað
honum þyki allra skemmtileg-
ast að gera stendur ekki á svari:
„Spila fótbolta inni!“ En má það?
„Nei... eða jú ...ef ég sparka upp
stigann!“
Skemmtilegast af öllu að
spila fótbolta inni
Loga finnst skemmtilegra að leika úti á leikskólanum en vera inni að púsla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Börn hafa gaman af því að tala. Það er ágætt að fara yfir
daginn með börnunum á kvöldin og leyfa þeim að segja frá
því sem þau upplifðu.
Þann 12. febrúar verður Ronja Ræn-
ingjadóttir frumsýnd á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
Eins og flestir vita er þessi vinsæla
barnasaga eftir Astrid Lindgren en
Þorleifur Hauksson þýðir hana.
Sigrún Edda Björnsdóttir leikstýrir
verkinu en hún sjálf lék Ronju í
uppsetningu Borgarleikhússins fyrir
12 árum síðan. Arftaki hennar er
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir en Friðrik
Friðriksson verður í hlutverki Birkis
Borkasonar.
Meðal annarra leikara eru Þórhallur
Sigurðsson og Sóley Elíasdóttir sem
foreldrar Ronju og Eggert Þorleifsson
sem öldungurinn Skalla-Pétur. Auk
þess verða fimm börn í sýningunni
ásamt ýmsum rassálfum og öðrum
furðuverum.
Af rassálfum og
fleiri furðuverum
BARNASAGAN RONJA RÆNINGJA-
DÓTTIR KEMUR AFTUR Á SVIÐ Í
BORGARLEIKHÚSINU.
leikhús }
Leikstjórinn Sigrún Edda lék Ronju Ræn-
ingjadóttur fyrir tólf árum síðan.
Mikilvægt er að foreldrar
setji börnum sínum mörk
hvað varðar tölvunotkun og
leyfi ekki tölvur í herbergjum
þeirra.
Tölvunotkun barna er áhyggju-
efni margra foreldra. Þetta kom
fram í erindinu ,,Tölvufíkn“ sem
sálfræðingurinn Björn Harðar-
son hélt á fræðslufundi um áhrif
tölvunotkunar á ungt fólk.
Strákar eru oftar í tölvuleikj-
um en stelpur oftar á spjallrás-
um og sagði Björn algengara að
strákar ánetjuðust tölvuleikjum.
Leikir sem spilaðir eru á netinu
geta verið sérlega hættulegir. Þar
eru krakkar oftar en ekki að spila
við aðra krakka í gegnum netið
og eiga erfitt með að ákveða að
hætta.
Þunglyndi, lágt sjálfsmat
og kvíði eru meðal þess sem of
mikil tölvunotkun getur leitt af
sér. Björn sagði bestu leiðina
út úr vandanum að vinna með
foreldrum. Þeir þyrftu að setja
börnum sínum tímamörk á tölvu-
notkun og koma tölvunni út úr
barnaherberginu.
(Upplýsingar fengnar af lyd-
heilsustod.is)
Alvarlegir fylgifiskar