Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 25
Ekki skoðuð | Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að FL Group hafi ekki verið skylt að tilkynna um kaupin á Sterling hér á landi. Sagan endalausa | Old Mutual hefur greint frá því að félagið hafi eignast um 72 prósent atkvæða og hluta í Skandia og ætli enn að framlengja yfirtökutilboðið. Þriðjungsaukning | Svo virðist sem fjárfesting hafi aukist um tæpan þriðjung frá fyrra ári. Svo hröð aukning hefur ekki átt sér stað síðan 1998. Fjórði stærsti | Tryggingamið- stöðin er orðin fjórði stærsti hluthafinn í sænska fjármálafyr- irtækinu Invik og er hlutur fyrir- tækisins 4,5 prósent. Tólfta hækkunin | 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans á fimmtudag var tólfta vaxtahækk- un bankans frá því í maí árið 2004. Yfir spám | Tæplega 50 millj- arða hagnaður varð af starfsemi KB banka fyrir árið 2005 og var síðasti fjórðungur sá besti í sögu bankans. Methagnaður | Landsbanki Íslands skilaði methagnaði upp á 25 milljarða króna fyrir árið 2005 sem var í samræmi við spár grein- ingaraðila. Novator kaupir | Fjárfesting- afélag Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, hefur keypt hlut í næststærsta fjarskiptafyrirtæki Breta, Cable & Wireless. H&M hagnast | Tískuverslunar- keðjan H&M hagnaðist um 110 milljarða króna á árinu 2005 sem er 23 prósenta aukning frá fyrra ári. Icelandair Halda í horfinu eftir metár 12-13 Fyrirkomulag gengismála Krónan betri en evran 22 General Motors Þjóðartákn í vanda 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 1. febrúar 2006 – 4. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar KB banki er kominn í hóp 25 stærstu skráðra fyrir- tækja á Norðurlöndum og er það fyrirtæki sem vex hvað hraðast á lista hinna stærstu. Um áramótin var virði bankans um 490 milljarðar króna en í jan- úar hækkaði gengi bankans um rúman fimmtung sem svarar til 110 milljarða króna. Þessi mikla hækkun á árinu þýðir að bankinn hefur skotist fram úr þekktum skandinavískum félögum og er orðinn stærri en Electrolux, Orkla og Scania. Fyrir rétt rúmu ári var virði KB banka um 320 milljarðar króna og hefur því þannig stækkað um 90 prósent. Á listanum yfir tíu stærstu fyrirtækin eru þrjú sænsk fyrirtæki, þrjú dönsk, tvö norsk, eitt finnskt og eitt fyrirtæki sem skilgreinir sig sem skandin- avískt. Langefst trónir finnski farsímaframleiðandinn Nokia en fyrirtækið er metið á rúma fimm þús- und milljarða króna og er þar með átta sinnum verðmætari en KB banki. Nánast jöfn í öðru og þriðja sæti eru norski olíuframleiðandinn Statoil og sænski farsímafyrirtækið Ericsson, sem eru metin á um 3.500 milljarða króna. Danska fyrirtækjasamsteypan A.P. Møller- Mærsk, sem seldi Maersk Air til Sterling á síðasta ári, er fjórða stærsta félagið en nokkuð á eftir koma orkufyrirtækið Norsk Hydro, tískuverslunarkeðjan Hennetz & Mauritz (H&M) og Nordea Bank. Athygli vekur að Nordea, sem er stærsti bankinn á Norðurlöndum, vermir aðeins sjöunda sæti list- ans en virði bankans er um 1.800 milljarðar króna. Nú vantar um tólf prósenta hækkun á markaðsvirði KB banka til að hann nái sjöunda sætinu af Sampo yfir stærstu fjármálafyrirtæki Norðurlanda. Inn á listann vantar risafyrirtæki sem eru ekki á hlutabréfamarkaði eins og til dæmis IKEA. KB banki í hópi 25 stærstu á Norðurlöndum Einn áttundi af markaðsvirði Nokia, stærsta fyrirtækis Norðurlanda. Stekkur upp um fimm sæti frá áramótum. S T Æ R S T U F Y R I R T Æ K I N O R Ð U R L A N D A N N A Land Markaðsvirði 1 Nokia Finnland 5.034 2 Statoil Noregur 3.514 3 Ericsson Svíþjóð 3.414 4 A.P Möller-Maersk Danmörk 2.621 5 Norsk Hydro Noregur 1.833 6 Hennes & Mauritz Svíþjóð 1.808 7 Nordea Skandinavía 1.799 8 Teliasonera Svíþjóð 1.573 9 Danske bank Danmörk 1.400 10 Novo Nordisk Danmörk 1.224 11 Volvo Svíþjóð 1.222 20 TDC Danmörk 792 23 Sampo Finnland 671 25 KB banki Ísland 594 30 Electrolux Svíþjóð 498 Lítillega hefur dregið úr vænt- ingum neytenda til efnahags- ástandsins, samkvæmt nýútkom- inni væntingavísitölu Gallup. Vísitalan lækkaði lítillega í jan- úar frá fyrri mánuði og mælist nú 126,5 stig. Væntingar eru engu að síður í sögulegu hámarki, segir í Morgunkornum Íslandsbanka, og er vísitalan langt yfir hundr- að stigum sem táknar að mun fleiri svarendur horfa jákvæðir til framtíðar. Tæp fimmtíu prósent svarenda töldu efnahagsástand í landinu gott en tæplega fjórtán prósent sögðu það slæmt. Tuttugu pró- sent þátttakenda töldu að efna- hagsástandið yrði verra eftir hálft ár, en fjórtán prósent að það ætti eftir að batna. -jsk Dregur úr væntingum VERSLAÐ Í MATINN Væntingar neytenda minnkuðu lítillega í janúar frá fyrri mán- uði en standa engu að síður í sögulegu hámarki. Íslendingar keyptu erlend verð- bréf fyrir 123,5 milljarða króna á síðasta ári og hafa aldrei keypt meira. Erlend verðbréfakaup námu tæpum 76 milljörðum árið 2004. Lífeyrissjóðirnir eru stærstir einstakra fjárfesta en eign þeirra hafði vaxið um 68 milljarða króna í lok nóvember og nam þá tæplega fjórðungi eignasafns þeirra. Fram kemur í Morgunkornum Íslandsbanka að í ljósi hás geng- is krónunnar megi búast við að fjárfestingar innlendra aðila á erlendum verðbréfum verði áfram töluverðar en að úr dragi með lækkandi gengi krónunnar. -jsk Erlend kaup aldrei meiri Gott til síðasta dropa Uppgjör Íslandsbanka var nokkuð undir áætlunum greiningadeilda KB banka og Landsbankans og lækkuðu hlutabréf bankans í verði í gær. Hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi var 3.741 milljónir króna sem er 42 pró- sent undir meðaltalsspánni. Það kemur á óvart að gengis- tap varð af fjáramálastarfsemi á fjórða ársfjórðungi sem skýrir frávikið á milli hagnaðar bank- ans og spár markaðarins. Að öðru leyti var afkoman í takt við væntingar. Fyrir árið í heild hagnaðist Íslandsbanki um 19,1 milljarð króna en til samanburð- ar nam hagnaður bankans árið 2004 tæpum tólf milljörðum króna. Það er um 60 prósenta aukning. Hreinar vaxtatekjur voru um 24 milljarðar króna og hækk- uðu um 83 prósent á milli ára. Þóknanatekjur námu 8,8 millj- örðum sem er þriðjungshækk- un en gengishagnaður var um 3,6 og lækkar um helming. Kostnaðarhlutfall af tekjum lækkar úr 48 prósentum árið 2004 í 38 prósent á síðasta ári. Heildargjöld ársins voru um 15,7 milljarðar króna sem er níu prósenta aukning. Arðsemi eigin fjár var 30 pró- sent en 44 prósent árið 2004. Heildareignir samstæðunnar námu 1.472 milljörðum í árslok 2005 og höfðu aukist um 795 milljarða eða 117 prósent frá fyrra ári. - eþa Íslandsbanki undir væntingum Óvænt gengistap á fjórða ársfjórðungi. Hagnaður tæpum þremur milljörðum minni en greiningardeildir bankanna spáðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.