Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 6
6 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Í HIGH COURT OF JUSTICE CHANCERY DIVISION COMPANIES COURT VARÐANDI The Continental Insurance company og CONTINENTAL REINSURANCE COMPANY LIMITED og Continental Management Services Limited MEÐ HLIÐSJÓN AF Vii. KAFLA BRESKRA LAGA UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG - MARKAÐI (FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT) FRÁ ÁRINU 2000 TILKYNNING UM AÐILASKIPTI AÐ TRYGGINGASTARFSEMI Hér með er því lýst yfir að skv. gr. 111(1) breskra laga um fjármálaþjónustu- og markaði frá árinu 2000, á ensku Financial Services and Markets Act 2000, (hér eftir „lögin“) hefur High Court of Justice („dómstóllinn“) kveðið upp eftirfarandi úrskurði: 1. Með úrskurði dags. 17. desember 2004, sem tók gildi kl. 23:59 hinn 30. desember 2004, hefur dómstóllinn heimilað aðilaskipti að almennri tryggingastarfsemi Continental Reinsurance Company Limited til Continental Management Services Limited skv. gr. 112(1) laganna; og 2. Með úrskurði dags. 13. desember 2005, sem tók gildi kl. 23:59 hinn 30. desember 2005, hefur dómstóllinn heimilað aðilaskipti að almennri tryggingastarfsemi bresks útibús (UK Branch of) The Continental Insurance Company til Continental Management Services Limited skv. gr. 112(1) laganna; og 3. Dómstóllinn hefur einnig kveðið upp úrskurð um félagsslit Continental Reinsurance Company Limited án gjaldþrotaskipta skv. gr. 112(8)(b) í lögunum; og 4. Dómstóllinn kvað einnig upp nokkra viðbótarúrskurði varðandi áhrif aðilaskiptanna tveggja, sér í lagi að tryggingarhafa hvers kyns beinnar tryggingar hjá öðru hvoru fyrirtækinu sem framselt er, sbr. ofangreint, sé heimilt að nýta sér hvers kyns rétt sinn til uppsagnar á tryggingunni, hafi hann slíkan rétt skv. lögum viðeigandi aðildarríkis EES (sem er EES-aðildarríkið þar sem áhættan er fyrir hendi), innan 21 dags frá dagsetningu þessarar tilkynningar. Afrit af skjölum varðandi bæði aðilaskiptin og úrskurðunum sem heimila þau eru fáanleg gjaldlaust með því að senda beiðni til Reynolds Porter Chamberlain í Chichester House, 278-282 High Holborn, London, WC1V 7HA (Tilvísunarnúmer: MLB/CNA3.15) og á vefsíðunni www.grmsolutions.com/articles/news.asp. DÓMSMÁL Samkeppniseftirlitið hafnaði í gær öllum kröfum stóru olíufélaganna þriggja, Skeljungs, Olís og Esso, um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála um ólöglegt samráð félag- anna verði ógiltur. Kröfu félag- anna um að sektir yrðu felldar niður eða þær lækkaðar verulega var einnig hafnað en þær standa nú í einum og hálfum milljaði króna eftir að þær voru lækkaðar um rúman milljarð í lok janúar í fyrra. Allt stefnir því í flókin og tafsöm málaferli. Þegar lögreglurannsókn hófst á meintum brotum æðstu stjórn- enda olíufélaganna og þeim milli- stjórnendum sem tóku þátt í þeim samskiptum í janúar 2005, var talið að tíu til fimmtán einstakl- ingar lægju undir grun. Nú er ljóst að þessi tala hefur verið stór- lega vanmetin og að mun fleiri einstaklingar hafi réttarstöðu sakbornings en áður var talið. Aðspurður segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, að alls hafi 34 einstaklingar réttarstöðu sakborninga í málinu. Helgi segir jafnframt að hafa beri í huga að það sé langt frá því að það sé búið að ákveða að þeir verði allir ákærðir og að það sé ekki saman- sem merki þarna á milli þó það sé kannski svo í hugum fólks. Helgi segir að ákærur séu ekki væntanlegar, „Þetta tekur tíma því þetta er mjög umfangsmikið mál og tafsamt eins og gefur að skilja. Við fengum málið frá rík- islögreglustjóra núna fyrir jólin og þetta eru alls 27 möppur. Fyrst af öllu verður að taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra eða málin fellt niður. Það er verið að fara yfir rannsóknargögn og taka þessa ákvörðun“, segir Helgi. Sá mikli tími sem fer í rannsókn þessa máls vekur upp spurningar um það hvaða áhrif það hefur á líf sakborningana að bíða þetta lengi eftir niðurstöðu. Blaðamaður bar það undir þá Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra og framkvæmda- stjóra markaðssviðs hjá Esso, Kristinn gat ekki rætt við blaða- mann vegna anna en Þórólfur sagðist aldrei um þetta hugsa og því ekkert hafa um málið að segja. svavar@frettabladid.is 34 með stöðu saka- manna í olíumálinu Öllum kröfum olíufélaganna þriggja hafnað í gær. Allt stefnir í að langur tími líði áður en niðurstöður liggja fyrir í málinu. Sakborningar forðast að tjá sig um áhrif málsins á einkalíf þeirra. ÞRÖNGT MÁTTU SÁTTIR SITJA Það er ljóst að landsmenn þurfa að bíða lengi eftir því að vita lokaniðurstöðu olíumálsins. 18. desember 2001 Samkeppnisstofn- un gerir húsleit hjá olíufélögunum. 1. mars 2002 Olíufélagið ákveður að starfa með Samkeppnisstofnun. 17. júlí 2003 Fréttablaðið birtir ágrip úr frumskýrslu Samkeppnisstofnunar. 21. ágúst 2003 Ríkissaksóknari fer fram á að ríkislögreglustjóri afli full- nægjandi gagna frá Samkeppnisstofn- un til að unnt sé að athuga hvort hefja þurfi opinbera rannsókn. Október 2003 Hafin er opinber rann- sókn hjá embætti ríkislögreglustjóra á ætluðum brotum olíufélaganna, félögunum, æðstu stjórnendum og millistjórnendum. 26. nóvember 2003 Fjárlaganefnd Alþingis leggur til aukafjárveitingu vegna aukins umfangs starfa efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. 28. október 2004 Samkeppnisráð sektar olíufélögin um rúma 2,6 millj- arða króna fyrir brot gegn samkeppn- islögum. 1. nóvember 2004 Tölvupóstur fer eins og eldur í sinu þar sem fólk er hvatt til að kaupa ekki smásöluvarn- ing af brotlegum olíufélögum, heldur einskorða viðskipti sín við bensín. 29. janúar 2005 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála gefur út úrskurð sinn og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða króna. Ker og Olíuverslunin fá afslátt fyrir samstarf við samkeppnisyfirvöld. Skeljungur fær engan afslátt af sekt sinni. 17. nóvember 2005 Efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra sendir ríkissak- sóknara niðurstöðu lögreglurannsóknar á samráði olíufélaganna. 21. nóvember 2005 Ríkislögreglustjóri sendir út tilkynningu um lok rannsókn- arinnar og upplýsir að málið sé komið til ríkissaksóknara. 31. janúar 2006 Samkeppniseftirlitið hafnar öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði ógiltur. Kröfum félaganna um að sektir yrðu felldar niður eða stórlækkaðar einnig hafnað. ÞRÓUN OLÍUMÁLSINS 2001 TIL 2006 STÓRIÐJA „Húsvíkingar eru fjúk- andi illir vegna ummæla umhverf- isráðherra þess efnis að umræða um álver á Norðurlandi verði að bíða allt þetta ár eða þar til nið- urstaða fæst í viðræðum Alcan og Landsvirkjunar vegna stækkun- ar álversins í Straumsvík,“ segir Hreinn Hjartarson, stjórnarfor- maður Þeistareykja. Hann segir áform um gangsetningu álvers á Norðurlandi á árunum 2011 til 2012 standa svo framarlega að samningar náist um orkuverð. „Ummæli ráðherra eru byggð á misskilningi sem vonandi verða leiðrétt,“ segir Hreinn. Ummælin voru höfð eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráð- herra í fréttum Útvarps á mánu- daginn. Jafnframt var haft eftir henni að ekki væri pláss fyrir ný álver á Íslandi ef ráðist yrði í stækkun álversins í Straumsvík nema með auknum mengunar- kvóta eða stórfelldum samdrætti í mengun á öðrum sviðum. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra segir að Íslendingar muni standa við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar þó að ráðist verði í stækkun álversins í Straumsvík á sama tíma og reist verði álver á Norðurlandi. „Alcoa mun á endan- um taka ákvörðun um hvort álver rís á Norðurlandi og Alcoa mun ekki bíða eftir að Alcan taki sína ákvörðun,“ segir Valgerður. - kk Umhverfisráðherra segir umræðu um álver á Norðurlandi þurfa að bíða: Húsvíkingar reiðir ráðherra VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Í kvöld verða kynntar á Húsavík áfanganiðurstöður í staðarvalsathugunum vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi og má vænta þess að þar verði iðnaðarráðherra krafinn margvís- legra svara. KJARAMÁL Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur, hefur ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvörðun- ar Alþingis að fella úrskurð kjara- dóms um hækkanir á launakjörum æðstu embættismanna úr gildi. Fleiri íhuga það sama og bera því meðal annars við að óeðlilegt sé að Alþingi grípi með þessum hætti fram fyrir hendur kjara- dóms þar sem tilgangur hans sé að úrskurða um laun sem þing- menn Alþingis hafi ekki viljað ákveða sjálfir. Guðjón St. vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. ■ Dómarar höfða mál: Láta reyna á rétt sinn KJÖRKASSI Telurðu að íslenska landsliðið í handbolta vinni til verðlauna á EM? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú samkeppni á raforku- markaði næga? Segðu skoðun þína á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.