Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 56
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is TILBOÐ Á LEGSTEINUM, FYLGIHLUTUM OG UPPSETNINGU 10-50% AFSLÁTTUR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Björg Kristmundsdóttir saumakona, Lindasíðu 4, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 27. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Sonja Ísafold Hans Óli Hansson Anna Kristín Hansdóttir Jóhannes Arason Ásrún Kristmundsdóttir Þorgrímur Kristmundsson ömmu og langömmubörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, Daði Snær Arnþórsson Dalalandi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Katrín Helga Óskarsdóttir Arnþór Hinrik Valgarðsson Birgitta Dögg Arnþórsdóttir Sigurbjörg Helgadóttir Óskar Þór Óskarsson Áróra Hlína Helgadóttir Valgarð Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, Þórðar Sveinssonar frá Barðsnesi. Þorbergur Sveinsson Ólafur Sveinsson Guðrún Sveinsdóttir Alda Ármanna Sveinsdóttir Ingólfur Steinarr Sveinsson Auður Sveinsdóttir Ingunn Sveinsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Nanna Nikulásdóttir andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. janúar. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Lárus Halldórsson Anna María Lárusdóttir María Kristín Lárusdóttir Birgir Símonarson Sigríður Lárusdóttir Halldór Lárusson Árný Jóhannsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gréta Svanlaug Jónsdóttir Villingaholti, Flóa, lést laugardaginn 28. janúar á Sjúkrahúsi Suðurlands. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. WERNER HEISENBERG (1901- 1976) LÉST ÞENNAN DAG. „Hvert orð eða hugtak, hversu skýrt sem það er, hefur aðeins takmarkað svið nýtileika.“ Werner Heisenberg var þýskur eðlisfræðingur sem hlaut nóbels- verðlaun árið 1932 og var einn upphafsmanna skammtafræði. WERNER HEISENBERG Á þessum degi árið 1908 voru Carlos I, konungur Portúgals, og elsti sonur hans og erfingi, Luýs Filipe, myrtir af byltingarsinn- um. Þeir feðgar voru á ferð um höfuðborg Portúgal, Lissabon, í opnum hestvagni þegar atvikið átti sér stað. Carlos komst til valda árið 1889 eftir dauða föður síns, Louis I. Miklir erfiðleikar steðj- uðu að Portúgal á þessum tíma vegna pólitískrar stöðnunar og ört minnkandi nýlendna Portú- gals í Afríku sem áður höfðu verið malað Portúgölum gull. Vegna mikils samdráttar og efnahagsþrenginga hófst bylt- ing árið 1906. Carlos brást við með því að leyfa Joyo Franco að stofna einræðisstjórn. Flestir litu á þessa ákvörðun konungs- ins sem svik. Stjórn Francos varð fyrir mikilli gagnrýni sem leiddi til annarrar byltingar árið 1908 en í þeirri hrinu voru konung- urinn og sonur hans skotnir til bana. Næstelsti sonur Carlosar, Manoel, tók því við konungstign- inni, en tveimur árum síðar var hann neyddur til að segja af sér. Hann flúði til Englands ásamt öðrum í konungsfjölskyldunni. Þetta sama ár var Tefilo Braga, kunnur rithöfundur, kosinn fyrsti forseti hins nýja lýðveldis Portú- gals. ÞETTA GERÐIST > 1. FEBRÚAR 1908 Konungur og arftaki Portúgals myrtir CARLOS I MERKISATBURÐIR 1904 Íslendingar fá heimastjórn þegar ný stjórnskipan kemur til framkvæmda. Það felur í sér skipan íslensks ráðherra sem ber ábyrgð gagnvart alþingi. Fyrsti ráðherrann er Hannes Hafstein. 1935 Áfengisbannið er afnumið sem hafði staðið frá janúar 1915. 1948 Ríkisútvarpið hefur útsendingar á fréttayfirliti á stuttbylgju fyrir Íslendinga erlendis. 1979 Ayatollah Khomeini snýr aftur til Íran eftir fimmtán ár í útlegð. 1999 Loftskeytastöðin í Gufunesi hættir morssendingum. 2003 Sjö geimfarar farast þegar geimferjan Columbia springur í loft upp á leið til lendingar í Texas. ANDLÁT Njáll Sveinbjörnsson, Háaleit- isbraut 22, lést á heimili sínu laugardaginn 28. janúar. Erna Friðbjörg Einarsdóttir, Vallargötu 34, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 24. janúar. Jón Gíslason frá Skálafelli í Suðursveit, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 28. janúar. Gréta Svanlaug Jónsdóttir, Villingaholti, Flóa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 28. janúar. María Björnsdóttir Hansen, Skagfirðingabraut 31, Sauðárkróki, lést á dvalarheimili Sauðárkróks fimmtudaginn 26. janúar. Friðrik Laugdal Guðbjartsson, áður til heimilis á Eiðsvallagötu 7B, Akureyri, lést á Kristnesspítala föstudaginn 27. janúar. Þórdís Nanna Nikulásdóttir, and- aðist á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund föstudaginn 27. janúar. Björg Kristmundsdóttir saumakona, Lindasíðu 4, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 27. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Eyjólfur Jónsson, áður Miðbraut 28, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju. 13.30 Falur Friðjónsson hús- gagna- og húsasmiður frá Sílalæk, Grenivöllum 24, Akureyri, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju. 15.00 Aðalbjörg Aðalsteins- dóttir frá Þingeyri, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Ingvi Guðjónsson, Álfa- landi 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Sigurveig Níelsdóttir, Ástúni, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju. AFMÆLI Birgir Örn Thoroddsen, Bibbi Curver, tónlistar- maður er 30 ára. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir borgarfulltrúi er 50 ára. Drífa Hjartardóttir alþingismaður er 56 ára. Valborg Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri, er 84 ára. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður vinstri grænna held- ur upp á þrítugsafmæli sitt í dag. Katrín eignaðist dreng í desember og fannst því of stutt liðið til að taka ærlegt djamm. Hún býst við að fjölskyldan líti inn á sjálfan afmælisdaginn en nánustu vinir og ættingjar ætla að kíkja á hana á laugardaginn. „Það er alltaf gaman að gera sér dagamun og ég geri það alltaf þegar ég á afmæli,“ segir Katrín sem man vel eftir 25 ára afmæl- inu þegar hún hélt risapartí í Valsheimilinu ásamt vin- konu sinni. „Svo man ég af einhverjum orsökum alltaf eftir sjö ára afmælinu mínu þegar ég lá veik heima,“ segir Katrín kímin. Katrín kann vel við móð- urhlutverkið enda segist hún eiga skemmtilegt barn. Drengurinn hefur verið nefndur Jakob eftir afa sínum. „Það er oft sagt að fjórðungi bregði til nafns, og ég vona að það standist,“ segir Katrín glettin. Katrín reynir sitt besta þessa dagana að vera í barneignarleyfi. „Síðan er ég líka að reyna að sinna stjórnmálaflokknum mínum sérstaklega eftir að formað- urinn keyrði útaf,“ segir Katrín og hlær að því að öll forysta flokksins, það er bæði hún og Steingrímur, skuli vera hálfgerð hró þessa dagana. Hún telur það þó ekki valda flokknum skaða. „Það vill svo til að enginn er ómissandi, þó það sé alltaf leiðinlegt að komast að því,“ segir hún hlæjandi en sakn- ar þó mest að sjá ekki Stein- grím J. Sigfússon á þinginu enda fari þar skemmtileg- ur maður sem lífgi upp á umræðurnar. Margt annað er framund- an hjá íslenskufræðingnum Katrínu. Til dæmis er hún að vinna að glæpasagnasýn- ingu sem verður í Þjóðar- bókhlöðunni á listahátíð. „Ég verð líka eitthvað að kenna fólki um glæpasögur hér og þar um landið eftir því sem líður á vorið,“ segir Katrín og hugleiðir að líklega þurfi hún að fara að snúa sér að einhverju öðru svo hún fest- ist ekki alveg í glæpum. Hún hefur þó eins og aðrir fylgst grannt með glæpaþátta- seríunni, Allir litir hafsins eru kaldir. Hún er ánægð með útkomuna þrátt fyrir að plottið hefði mátt vera sterkara. „En þetta eru svo miklar framfarir frá öðru sem hefur verið gert. Við munum ná góðum árangri ef við höldum áfram á sömu braut,“ segir Katrín sem sjálf tekur einn dag í einu og hefur enga ákvörðun tekið um áframhaldandi frama í stjórnmálum. „Ég er ekki í neinum kosningum í vor en það er aldrei að vita hvað gerist eftir ár,“ segir hún að lokum. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA: ER ÞRÍTUG Sinnir móðurhluverkinu KANN VEL VIÐ MÓÐURHLUTVERKIÐ Katrín eignaðist dreng í desember sem hefur hlotið nafnið Jakob. Hún reynir eftir fremsta mætti að vera í barn- eignarleyfi en freistast þó til að sinna stjórnmálunum með vinstri grænum, sérstaklega eftir að formaðurinn keyrði útaf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.