Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 70
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HRÓSIÐ ...fær Oddný Sturludóttir fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli. FRÉTTIR AF FÓLKI Áfengir drykkir kosta sitt á barnum á skemmtistaðnum Nasa rétt eins og annars staðar. Þá kostar blandið líka sitt eins og gengur. Garðar Kjartans- son og Ingibjörg Örlygsdóttir stofnuðu Nasa á sínum tíma en seldu Þorsteini Stephensen staðinn í haust og færðu sig í sveitina. Nú reka þau veitingastaðinn Þrastarlund, en staðurinn var tekinn í gegn nýlega með vel heppnuðum breyt- ingum. Þeir sem hafa sótt staðinn heim hafa hins vegar rekið sig á að hjónin hafa líklega haft verðlistann af Nasa með sér út úr bænum og er til dæmis hálfur lítri af tónik seldur á 190 krónur. LÁRÉTT 2 teikning af ferli 6 í röð 8 rá 9 sníkjudýr 11 berist til 12 sljóvga 14 málmblanda 16 skóli 17 nár 18 fugl 20 samtök 21 tangi. LÓÐRÉTT 1 samtals 3 í röð 4 land 5 fum 7 beisli 10 haf 13 kjökur 15 hrumur 16 með öðrum orðum 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 graf, 6 lm, 8 slá, 9 lús, 11 bt, 12 slæva, 14 brons, 16 ma, 17 lík, 18 önd, 20 aa, 21 oddi. LÓÐRÉTT: 1 alls, 3 rs, 4 albanía, 5 fát, 7 múl- band, 10 sær, 13 vol, 15 skar, 16 möo, 19 dd. Eyjólfur Kristjáns- son söngvari Nei, ég geri það nú reyndar ekki í handboltanum. Ég lifi mig inn í leikinn og á það til að tala við sjónvarpið. Silvía Nótt sjón- varpsdrottning Ég er búin að vera svo upptekin við að æfa fyrir Euro- vision en hugur minn er hjá þeim og ég horfi á þá með öðru auganu. „Strákarnir“ senda mér alltaf myndir af sér úr leikjun- um og sá sem er markahæstur fær að ganga í nær- buxum af mér. Þorkell Máni, útvarpsmaður og knattspyrnu- þjálfari Já, það á til að ger- ast en ég hef reynt að minnka það aðeins. Stundum tala ég við sjón- varpið og bölsótast út í dómarana en held að þetta sé ekkert vandamál... eða vona það að minnsta kosti. ÞRÍR SPURÐIR: EM Í HANDBOLTA ER Í HÁVEGUM ÞESSA DAGANA Öskrar þú á sjónvarpið þegar landsliðið er að keppa? Dofri Hermannsson gefur kost á sér í 4.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Dofri hefur verið nokkuð áberandi undanfarið í umræðum um stóriðju- og virkjanamál annars vegar og hátækni- iðnað hins vegar en hann hefur varað við því að Íslendingar séu að missa helsta vaxtarbrodd hins vestræna hag- kerfis úr landi vegna ofuráherslu á stór- iðju. Það er því óhætt að segja að fram- bjóðandinn sé umhverfisvænn en eitt helsta baráttumál hans er að þjóðin ein- beiti sér frekar að því að virkja hausinn í framtíðinni og verndi náttúruna. Dofri útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1993 og er að ljúka meist- aranámi í hagvísindum við Bifröst þar sem hann hefur lagt sérstaka áherslu á umhverfis- og auðlindahagfræði og nýsköpun og frumkvöðlafræði. Dofri hefur kosningabaráttu sína með hófi á efri hæð Sólons í kvöld klukkan 20 en stefnumál sín kynnir hann einnig á heimasíðu sinni, www.dofri.is. - ÞÞ Dagur B. Eggertsson hefur farið óhefðbundnar leiðir í prófkjörs- baráttu sinni en Jón Sæmundur Auðarson, Hallgrímur Helgason og Sunna Dögg Ásgeirsdóttir hönnuðu boli fyrir dygga stuðn- ingsmenn Dags. Hallgrímur sagð- ist í samtali við Fréttablaðið lána frambjóðandanum persónu sína Grim en vísaði að öðru leyti á Dag sjálfan hvað verkefnið varðaði. Dagur staðfesti þetta og sagði að bolirnir væru rétt ókomnir úr framleiðslu. „Þeir verða í tveimur útgáfum og seldir í takmörkuðu upplagi,“ segir hann. Dagur var mjög ánægður með útkomuna og sagði hana framar öllum vænting- um. Aðspurður hver kostnaðurinn væri við þessa framkvæmd sagði hann að sölu á bolunum væri ætlað að koma út á sléttu. „Þetta er hluti af Nýju Reykjavík þar sem hönnun og sköpun er einn af hornsteinum hennar,“ segir Dagur og þess vegna hafi hann fengið þessa framlínusveit hönn- uða til liðs við sig. Margir hafa gert að því skóna að Árbæjarkosningabandalag sé að myndast í prófkjöri Sam- fylkingarinnar enda eru hann og Oddný Sturludóttir, sem býður sig fram til fjórða sætisins og er kona Hallgríms, bæði tvö góðir og gegnir Árbæingar sem slitu barnskónum sínum þar. „Ég get auðvitað ekki neitað því að rætur mínar liggja þar og ég er mjög stoltur af þeim,“ segir Dagur en gefur annars lítið fyrir þessar vangaveltur. - fgg Grim leggur Degi lið DAGUR B. EGGERTSSON Er með systur sína sem kosningastjóra og hefur nú fengið einvalalið hönnuða til að hanna bol fyrir kosningabaráttu sína. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA „Ég brosi út að eyrum,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmynda- gerðarmaður en stuttmynd hans Síðasti bærinn er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda. Aðeins einu sinni áður hefur íslensk mynd verið til- nefnd til Óskarsverðlauna, Börn nátturunnar eftir Friðrik Þór Frið- riksson árið 1992. „Myndin var komin í undanúrslit svo ég þorði að vona að hún yrði tilnefnd. Ég býst fastlega við því að vera við- staddur hátíðina fimmta mars og nú er bara að vona að hún fari alla leið.“ Kvikmyndafélagið ZikZak fram- leiðir hina fimmtán mínútna löngu stuttmynd Rúnars, sem gerist í afskekktum dal þar sem allir íbúar hafa brugðið búi, fyrir utan einn sem þráast enn við. Jón Sigurbjörnsson leikur síðasta ábúandann, en með önnur hlut- verk fara Kristjana Vagnsdóttir, Sigurður Skúlason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Arnheiður Stein- þórsdóttir. Síðasti bærinn vann til Edduverðlauna árið 2004, en hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal á kvikmyndahátíð á Spáni sem gerði hana gjaldgenga fyrir Óskarsverðlaunin. „Bæði ZikZak og Kvikmyndamiðstöð Íslands hafa unnið að því að kynna mynd- ina víða um heim fyrir mig og það er að skila sér núna.“ Rúnar er 29 ára gamall og á fyrsta ári í Kvikmyndaskóla Dan- merkur, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið viðloðandi kvik- myndagerð í rúman áratug. „Ég byrjaði að fikta við þetta þegar ég var 17 ára gamall, með Grími Hákonarsyni vini mínum, sem hefur verið að gera það gott upp á síðkastið. Við gerðum nokkr- ar myndir saman og hjálpumst ennþá að við verkefnin, lesum yfir hvor fyrir annan og komum með ábendingar.“ Rúnar kveðst vera með mörg járn í eldinum og fékk meðal annars handritastyrk frá Kvik- myndamiðstöð Íslands fyrir skemmstu. „Ég er líka að vinna að tveimur handritum að myndum í fullri lengd og langar að mynda styttra efni í sumar. Ég leyfi mér að ímynda mér að þetta eigi eftir að opna nokkrar dyr fyrir mig.“ bergsteinn@frettabladid.is SÍÐASTI BÆRINN: TILNEFNDUR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Rúnar á rauða dregilinn RÚNAR OG JÓN SIGURBJÖRNSSON Síðasti bærinn gerist í afskekktum dal þar sem síðasti ábúandinn stendur frammi fyrir því að þurfa að bregða búi. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.