Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis Group 1% 9% Atorka Group -2% -3% Bakkavör Group 3% 9% Dagsbrún -3% -6% Flaga Group 0% -12% FL Group 7% 19% Íslandsbanki 3% 15% KB banki 8% 20% Kögun -1% 4% Landsbankinn 2% 9% Marel 0% 8% Mosaic Fashions 0% -5% SÍF -1% -1% Straumur 10% 23% Össur -4% -5% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Nokkur stofnfjárframsöl bíða afgreiðslu hjá stjórn SPH og Fjármálaeftirlitinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Nýir kaupendur hafa þegar greitt fyrir bréfin. FME skoðar hvort virkur eignarhluti hafi mynd- ast í viðskiptum með stofnfé í sparisjóðnum. Eftir því sem næst verður komist er stefnt að því að halda aðalfund í SPH seinni partinn í febrúar og þá er vonast til að FME hafi fyrir sitt leyti fallist á eigendaskipt- in. - eþa Bréf í SPH enn óafgreidd G E N G I S Þ R Ó U N VÍS Invest International fjárfest- ingarfélag móðurfélags VÍS hér heima er nú að taka við rekstri breska tryggingafélagsins IGI Group Ltd. Breska fjármálaeftir- litið hefur lokið lögbundinni könn- un á kaupunum, sem gengið var frá 5. nóvember síðastliðinn, án athugasemda. VÍS keypti 54 pró- senta hlut í félaginu. Kaupverðið hefur ekki fengist upp gefið. Eggert Á. Sverrisson, fram- kvæmdastjóri VÍS Invest, segir að farið hafi verið í kaupin eftir talsverða könnun á breska trygg- ingamarkaðnum. Hann segir grunnstarfsemi félagsins og innri uppbyggingu henta vel hugmynd- um VÍS. „Félagið er með alhliða tryggingastarfsemi, en sérhæf- ir sig þó í ákveðnum tegundum eignatrygginga,“ segir hann og bætir við að þeim hjá VÍS Invest hafi strax litist vel á stjórnend- ur félagsins, auk þess sem fyrri hluthafar hafi deilt framtíðarsýn VÍS og verið tilbúnir að starfa áfram með félaginu. Hjá IGI, sem er með aðalskrif- stofu í miðborg Notthingham, vinna um sextíu manns og nema iðgjöld félagsins um 2,5 milljörð- um króna á ári. VÍS á þess kost að auka hlut sinn í félaginu í 75 prósent innan þriggja ára. - óká FORSVARSMENN VÍS Eggert Á. Sverrisson, framkvæmdastjóri VÍS Invest og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, í höfuð- stöðvum IGI. Gengið frá kaupum á IGI Breska fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við kaup VIS á bresku tryggingafélagi Hlutabréf í breska fjarskiptafé- laginu Cable & Wireless hríðféllu um fjórtán prósent í gær eftir að félagið gaf út viðvörun um að hagnaður yfirstandandi rekstr- arárs yrði minni en vonir hefðu staðið til. Einnig greindi félagið frá miklum skipulagsbreytingum á rekstri félagsins og brotthvarfs Francescos Caio úr stóli forstjóra. Enn er verið að ganga frá starfslokasamningi hans, en honum bera að minnsta kosti árslaun, sem nema tæpum 80 milljónum króna, auk fríðinda . Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur und- anfarið fest kaup á hlutabréfum í Cable & Wireless, en félagið á enn sem komið er minna en þrjú prósent hlut í félaginu. Eignist félagið stærri hlut er hann til- kynningaskyldur í Kauphöllinni í Lundúnum. Ekki er vitað hvað Björgólfur ætlar sér með kaupum í félaginu, en hann hefur í viðtölum lýst trú sinni á öran vöxt og vægi fjarskiptaiðnaðar. Hann kann því að vera að koma sér í vænlega stöðu innan fyrirtækisins með það fyrir augum að ná þar ráð- andi hlut. Eins er þó hugsanlegt að hann ætli sér ekki annað en að innleysa hagnað þegar gengi Cable & Wireless hækkar á ný, fari svo. Þá kann að vera að nýjustu fregnir af endurskipulagningu félagsins og brotthvarf for- stjórans hafi dregið úr áhuga Björgólfs á fjarskiptafyrirtæk- inu, sem er það næststærsta í Bretlandi. Fyrirtækið hefur átt við rekstrarörðugleika að stríða. -óká FRANCESCO CAIO Fráfarandi forstjóri Cable & Wireless var áður í forsvari fyrir ítalska fjarskiptafyrirtækið Olivetti, en myndin er tekin árið 1996 þegar stjórnend- ur þess sættu rannsókn vegna misferlis. Nordicphotos/AFP Verð bréfa Cable & Wireless hríðfellur Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur undanfarið keypt í félaginu. ECM á Íslandi hefur gert sam- starfssamning við kanadíska fyrirtækið Open Text. Lausnir ECM eru sagðar notaðar til að halda utan um „ómótuð gögn“ fyrirtækja. „Open Text er leiðandi í svo- kölluðum Enterprise Content Management gagnalausnum fyrir stórfyrirtæki víða um heim,“ segir Sverrir Geirdal fram- kvæmdastjóri ECM á Íslandi og bætir við að með lausn fyrirtæk- isins fái fyrirtæki tækifæri til að meðhöndla upplýsingar með mun einfaldari hætti en áður. - óká ECM og Open Text semja Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hagnaður Íslandsbanka, KB banka, Landsbankans og Straums-Burðaráss nam 120 milljörðum króna á síðasta ári sem er um 145 prósenta aukning frá árinu 2004 þegar samanlagður hagnaður þessara félaga var um 49 milljarðar. Árshagnaður Straums jókst hlutfallslega mest eða um 300 prósent, en þess ber að geta að bank- inn stækkaði gríðarlega síðastliðið haust þegar Burðarás rann inn í hann. Hagnaður Landsbankans tvöfaldaðist en hagnaður KB banka jókst um 180 prósent. Afkoma Íslandsbanka var um 60 prósent meiri. Bankarnir uxu gríðarlega á öllum sviðum og langt umfram langtímamarkmið þeirra. Arðsemi eigin fjár hækkaði á milli ára og var á bilinu 34 til 47 prósent. Arðsemi Straums var mest eða 46,5 prósent en Landsbankinn kom skammt á eftir með 45,8 prósenta arðsemi. Arðsemi KB banka var um 34 prósent en Íslandsbanka um 30 prósent og var aðeins í tilfelli hins síðastnefnda sem arðsemin lækkaði á milli ára. Hreinar vaxtatekjur námu um 79 milljörðum króna sem er aukning um 33 milljarða króna á milli ára eða um 70 prósent. Hreinar vaxtatekj- ur hækkuðu mest hjá Íslandsbanka eða um 83 prósent, um 79 prósent hjá KB banka og um 56 prósent hjá Landsbankanum. Hreinar vaxtatekjur Straums voru neikvæðar árið 2005 um 250 millj- ónir króna. Efnahagsreikningar bankanna þöndust út á síð- asta ári og voru komnir í tæpa 5.700 milljarða króna í árslok. Þeir voru um 3.060 milljarða í lok árs 2004 án þess að tekið sé tillit til samruna Straums og Burðaráss. Sú aukning sem varð á heildareignum nemur meira en tvöföldum eignum lífeyrissjóðanna. Heildar eigið fé fjármálafyrirtækjanna fjög- urra var komið í 503 milljarða króna og jókst um 235 milljarða króna á árinu. HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON, FORSTJÓRI KB BANKA Bankinn skilaði mesta hagnaði sem nokkurt íslenskt fyrirtæki hefur náð. Hagnaðurinn nam 49,3 milljörðum króna. Metár er að baki hjá öllum bönkunum. Markaðurinn/Heiða Eignir bankanna 5.700 milljarðar króna Hagnaður um 120 milljarðar á síðasta ári. Eignaaukning nemur tvöfaldri eign lífeyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.