Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 22
[ ] “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “Ég hef margfaldað lestrarhraða minn.” Monika Freysteinsdóttir, 22 ára Háskólanemi. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ...næsta námskeið 15. febrúar Námsflokkar Hafnafjarðar – hraðlestrarnámskeið – 16. febrúar Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Heimanám er mikilvægur hluti alls náms. Nú er janúar að enda og ástæða til þess að fara að taka heimanámið alvarlega aftur eftir jólafrí. Í vetur eru kennd námskeið í samkynhneigðum fræðum á vegum námsbrautar í kynja- fræðum. Samhliða námskeið- inu verða fluttir fyrirlestrar í Odda, Háskóla Íslands, sem eru opnir öllum. Á vegum námsbrautar í kynja- fræðum er kennt inngangs- námskeið þar sem varpað er ljósi á sögu samkynhneigðra á Íslandi. Samhliða þeim kúrsi er fyrirlestraröðin Kynhneigð – menning – saga. Þann 27. janúar mun Halldór Guðmundsson ræða um hug- leiðingar Halldórs Laxness um kynhneigð á þriðja áratugnum. Föstudaginn 10. febrúar ræðir Þorgerður H. Þorvaldsdóttir um samkynhneigð og refsilöggjöf árin 1869 til 1992. Einnig verða fyrirlestrar 24. febrúar, 10. mars og 7. apríl en þann 24. mars mun Anna Einarsdóttir fjalla um stað- festa samvist samkynhneigðra. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og hefjast klukkan tólf. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum. ■ Kynhneigð, menning og saga Í Odda verða haldnir fyrirlestrar um stöðu og sögu samkynhneigðra á Íslandi. Gerður Kristjánsdóttir ætlar að bjóða upp á prjónanám- skeið heima hjá sér og byrjar í næstu viku. „Nemendur koma með garnið og prjónana sjálfir því það þurfa þeir að eiga. Ég sé fyrir mér að þeir geti líka komið bæði með sýnis- horn og blöð sem þeir vilja fara eftir og ef þeir hafa einhverjar hugmyndir sjálfir sem þeir vilja hrinda í framkvæmd þá er ég til- búin að hjálpa þeim við það,“ segir Gerður Kristjánsdóttir sem er að setja upp prjónanámskeið þar sem hún kennir bæði byrjendum og lengra komnum. Hún leiðbeinir þeim í gegnum alla örðugleika og vill ekki skilja við þá fyrr en þeir eru búnir að læra að ganga frá flíkinni. En hvernig verður fyrir- komulagið og hversu langan tíma heldur hún að það taki að koma hverjum og einum inn í prjóna- skapinn? „Ég miða við að vera með sex nemendur í einu og að hver og einn verði hjá mér í fimm kvöld. Tímarnir verða frá 20-23 á þriðju- dögum og fimmtudögum og byrja næsta þriðjudag.“ - Hjá þér segirðu. Þú ætlar að vera með þetta heima hjá þér í Jörfalindinni? „Já, ég legg bara stofuna undir námskeiðið og þar ættum við að geta haft það huggu- legt,“ segir Gerður brosandi og kemur símanúmerinu á framfæri, það er 860 8858. Hún tekur líka fram að hún prjóni eftir pöntun. Sjálf hefur Gerður iðkað prjóna- skap lengi að eigin sögn. „Ég var svo heppin að alast upp við margs konar hannyrðir þannig að ég til- einkaði mér fljótt ýmsar aðferðir. Ég prjóna peysur bæði á sjálfa mig og aðra, bæði með útprjóni og bekkjamynstri – lopapeysur þess vegna. Undanfarið hef ég mest verið í barnafötunum þar sem ég á nú barnabarn. Svo hef ég fengist við dúkaprjón líka og get veitt til- sögn í því ef áhugi er fyrir hendi. Ég bind mig ekki við neitt sérstakt heldur vona að ég geti orðið þeim að liði sem vilja auka færni sína í prjónaskap.“ gun@frettabladid.is Kennir byrjendum og lengra komnum að prjóna Gerður nýtur þess að prjóna fallega kjóla á ömmubarnið. Gerður Kristjánsdóttir með prjónana sína. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.