Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 10
10 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
ÍRAK Annar æðsti maður hryðju-
verkasamtakanna al Kaída, Ayman
Al-Zawahiri, kallar George Bush,
forseta Bandaríkjanna, slátrara
og aumingja í nýju myndbandi
sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni
Al Jazeera á mánudag.
Þetta er í fyrsta sinn sem mynd-
ir birtast af Zawahiri opinberlega
síðan Bandaríkjamenn reyndu
að granda honum með flugskeyti
fyrr í mánuðinum í litlu þorpi í
Pakistan. Hann ber skýr skilaboð
til Bush í myndbandinu. Kallar
hann forsetann slátrara og segir
hann lygara þegar hann segir að
Íraksstríðið gangi vel. Endar hann
skilaboðin á hótunum. „Þú hefur
fært ógæfu og hamfarir yfir þjóð
þína og þær munu verða enn fleiri
í framtíðinni.“
ZAWAHIRI Segir bandarískum mæðrum að
komi sonur þeirra heim frá Írak í líkkistu
skuli þær minnast Bush sem virti að
vettugi boð al-Kaída um vopnahlé fyrr í
mánuðinum. Sömu skilaboð fá mæður í
Bretlandi. AFP/NORDICPHOTOS.AFP
Annar æðsti maður al-Kaída sendir skilaboð:
Kallar George Bush
slátrara og lygara
MÆÐINNI KASTAÐ Á þriðja degi kínverska
nýársins hvílir þessi Kínverji lúin bein
við auglýsingaveggspjald með mynd úr
kínverskri óperu í Peking í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PRÓFKJÖR Stjórn Samfylkingarinn-
ar í Ísafjarðarbæ hefur samþykkt
í samræmi við niðurstöðu flokks-
vals að tilnefna fjóra fulltrúa í
sameiginlegt prófkjör þriggja
flokka undir merkjum Í-listans,
Ísafjarðabæ.
Fulltrúar flokksins á listan-
um verða Arna Lára Jónsdóttir
verkefnisstjóri, Björn Davíðsson
þróunarstjóri Snerpu ehf. og vara-
bæjarfulltrúi, Kolbrún Sverris-
dóttir verkakona og fyrrum bæj-
arfulltrúi og Sigurður Pétursson
sagnfræðingur. - mh
Prófkjör Í-listans á Ísafirði:
Samfylking til-
nefnir fjóra
LITHÁEN, AP Þótt Litháar taki
ísdans mjög alvarlega, létu landa-
mæraverðir í Litháen ekki gabb-
ast af afar útsmognum smyglara
um helgina.
Maðurinn hafði íklæðst hvít-
um kímónó og dansaði yfir Nem-
unas-ána (Memel) með sleða í eft-
irdragi. Þegar landamæraverðir
tóku manninn höndum, kom í ljós
að hann hafði dansað alla leið frá
Kaliníngrad með 10.000 ólöglegar
sígarettur faldar í sleðanum.
Félagi hans, sem einnig var
á skautum þótt ekki væri hann
íklæddur kímónó, var einnig hand-
tekinn og sígaretturnar gerðar
upptækar. Félagarnir reyndu að
komast undan á flótta, en festust í
snjósköflum á frosinni ánni.
Kaliníngrad-hérað er rússnesk
hólmlenda innikróuð af Evrópu-
sambandslöndunum Litháen og
Póllandi. Þar er mikil fátækt og
margir íbúanna reyna að bjarga
sér með smygli yfir landamærin.
Fram til ársins 1945 hét Kalin-
íngrad Königsberg og var hér-
aðshöfuðborg þýska héraðsins
Austur-Prússlands. - smk
Útsmognir smyglarar handteknir í Litháen:
Reyndu að blekkja
tollverði með ísdansi
LANDAMÆRIN Margir íbúar Kaliníngrad
reyna að bjarga sér með smygli.
Sjórinn iðaði af hval Flugmenn
Sýnar, flugvél Landhelgisgæslunnar,
komu auga á mikla hvalamergð við
mynni Vopnafjarðar í fyrradag. Það þykir
vísbending um að loðna sé á ferð en
rannsóknarskipið, Árni Friðriksson, var á
þessum slóðum í gær við loðnuleit.
LANDHELGISGÆSLA
LÍKNARMÁL Forráðamenn A. Karls-
son komu færandi hendi til MND
félagsins, félags fólks með hreyfi-
taugahrörnun, á dögunum þegar
þeir færðu þeim 250.000 krónur.
Gjöf A. Karlsson var síðan færð
Landspítala-háskólasjúkrahúsi í
tilefni opnunar nýrrar dagdeildar
á taugalækningadeild.
MND-félagið, MG-félagið,
Parkinsonsamtökin og Heilaheill,
færðu hinni nýju deild búnað að
virði 1.300.000 króna. Meðal þess
sem gefið var er súrefnismettun-
armælir, blóðþrýstingsmælir og
hitamælir. Einnig voru deildinni
færðar tvær vökvadælur og kaffi-
stöð með tveimur hitabrúsum. - shá
A. Karlsson:
MND-félagið
fékk góða gjöf
FERÐAMÁL Samkvæmt mati Econ-
omist Intelligence Unit (EIU)
telst Reykjavík nú þriðja dýrasta
ferðamannaborg heims en hún
mældist áttunda dýrasta borgin
fyrir tveimur árum.
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri segir styrk evrópska gjald-
miðla gagnvart bandaríkjadal
vega þungt þar sem evrópskar
borgir eru í átta af tíu efstu sæt-
unum. „Allar höfuðborgir Norð-
urlandanna fyrir utan Stokkhólm
eru á þessum lista og það segir
mikið um það kostnaðarumhverfi
sem þekkist á þessu norður-evr-
ópska svæði. Við vitum því að við
þurfum að haga kynningarmálum
okkar eftir þessu.“
Magnús leggur einnig á það
áherslu að það sé ekki verið að
taka afstöðu til þess hvernig
ferðamönnum líkar hér á landi.
„Það er ekki verið að kanna hug
ferðamanna til staðanna í þessari
könnun heldur einungis verðið.
Hingað til lands hafa verið að
koma fleiri ferðamenn á milli ára
heldur en í mörgum öðrum lönd-
um og það hlýtur að vera vegna
þess að neytandinn fái mikið út úr
því að ferðast hingað.“
Könnun EIU er gerð annað
hvert ár og er þar tekinn saman
dvalarkostnaður ferðamanna
í hverri borg fyrir sig. Tókýó
hefur verið í efsta listans síðustu
fjórtán ár en Ósló hefur nú kom-
ist upp fyrir Tókýó en hún hefur
verið ofarlega á listunum í síðustu
verðkönnunum EIU. - mh
Ósló telst nú dýrasta borg í heimi fyrir ferðamenn:
Reykjavík þriðja
dýrasta borgin
FERÐAMENN VIÐ SÓLFARIÐ Erlendum ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað mikið á
undanförnum áratug. Ferðamennirnir láta hátt verðlag ekki á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÝRUSTU BORGIR HEIMS
1. Ósló, Noregur
2. Tókýó, Japan
3. Reykjavík, Ísland
4. Ósaka Kóbe, Japan
5. París, Frakkland
6. Kaupmannahöfn, Danmörk
7. London, England
8. Zürich, Sviss
9. Genf, Sviss
10. Helsinki, Finnland
ÍRAN, AP Íranar hóta að hefja
kjarnorkuvinnslu af fullum
krafti á ný og banna óvæntar
eftirlitsheimsóknir Sameinuðu
þjóðanna í verksmiðjurnar verði
kjarnorkumálum þeirra vísað til
Öryggisráðs SÞ.
Í kjölfar árangurslítils fund-
ar með fulltrúum Írans, Bret-
lands, Kína, Frakklands,
Bandaríkjanna og Rússlands á
mánudagskvöld var ákveðið að
biðja Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunina, IAEA, um að vísa
málinu til ráðsins. Ekki var
ákveðið hvort refsiaðgerðum
verður beitt, en ráðið mun líklega
taka málið fyrir í mars.
Íranar halda því hins vegar
fram að fundurinn á mánudags-
kvöld hafi skilað miklum árangri
og vilja halda viðræðum áfram.
Íran hefur leyft IAEA að koma
í skyndieftirlitsferðir, en nýverið
setti þingið lög sem banna þessar
eftirlitsferðir komi til afskipta
öryggisráðsins. Segja ráðamenn
í Teheran að kjarnorkuáætl-
unin sé eingöngu ætluð til raf-
orkuframleiðslu, en óstaðfestar
fregnir herma að stjórnvöld þar í
landi hafi afhent IAEA uppskrift
að kjarnaoddi sem á að hafa verið
fengin á svörtum markaði.
Íransstjórn hélt kjarnorku-
rannsóknum sínum leynilegum
í 18 ár og greindi ekki frá þeim
fyrr en árið 2002. - smk
Íranar gramir yfir erlendum afskiptum af kjarnorkuáætlun:
Vilja hefja kjarnorkuvinnslu
BEÐIST FYRIR Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, biðst fyrir við gröf Ayatollah
Khomeini í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1.550.000,-*
�����������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������������
Nýr, fallegri og miklu
betri Opel.
���������������� �����������������
*Ódýrasta leiðin til að líta vel út
����������������� �������������������������������������������� ��������������������� ��������������������������
Beinskiptur - 1.6 lítra vél – Mánaðargreiðsla 18.583,-**
���������������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������������������������
������������������������������������
��������������������������������
�������������������������������������
����������� ����������������