Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T JÓN KARL ÓLAFSSON FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP Jón Karl er að vonum ánægður með gott gengi félagsins og uppgang síðustu ára, þrátt fyrir að ytri aðstæður flugrekstrar séu erfiðar á margan hátt. Hér heima er við hátt gengi krónunnar að eiga og svo eru flugfélög um heim allan plöguð af háu eldsneytisverði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á síðasta ári voru gerðar margháttaðar breyt- ingar á skipulagi og uppbyggingu félaganna sem áður voru undir hatti Flugleiða. Á sama tíma var slegið met þegar flutt var rúm ein og hálf milljón farþega í millilanda- flugi. Einstakt leiða- kerfi er sagt lykillinn að velgengninni. „Gömlu Flugleiðir urðu FL Group og fyrri hluta ársins voru rekstrarfélögin öll hluti af sömu sam- stæðunni. Á seinni hluta ársins var svo gerð mjög veiga- mikil breyting og FL Group breytt í hreint fjárfestingafyrirtæki og rekstrarfélögin gerð algjörlega sjálfstæð. Daglegur rekstur ein- inga á borð við Icelandair er því ekki lengur í höndum FL manna, heldur okkar hér sem til þess erum ráðin,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group og Icelandair. Icelandair Group er samheiti yfir fyrirtækin sem sinna alþjóðarekstri flugfélagsins. „Það er Icelandair sjálft, Icelandair Cargo sem annast fraktflutningana, Loftleiðir-Icelandic sem er leiguflugið, Icelandair Ground Services sem er tækni- stöðin á Keflavíkurflugvelli. Þessi fyrirtæki mynda það sem við köllum Icelandair Group, fyrirtæki með samtals 2.200 starfsmenn og 33 til 34 millj- arða króna veltu á ári,“ segir hann og telur breytinguna hafa orðið til að skerpa á áherslum hjá hverri einingu fyrir sig, enda þurfi menn þá ekki, til hliðar við hefðbundinn fyrir- tækjarekstur, að vera að velta fyrir sér fjárfestingum og fjár- festingarkostum. „Það eru aðrir menn í því, enda næg vinna að reka flugfélag sem flytur eina og hálfa milljón farþega á ári.“ LEIÐAKERFIÐ ER LYKILLINN Jón Karl segir að mörgu að hyggja í jafn umsvifamiklum rekstri auk þess sem sam- keppni sé mjög hörð, en Icelandair njóti þar þó ákveðinnar sérstöðu. „Það er algjör- lega með ólíkindum að fyrirtæki skuli árlega flytja fimmfalt magn heimamarkaðar. Í heiminum þekkjast engin dæmi um annað eins fyrirbæri. Umsvifin eru því gríðarlega mikil á erlendum mörkuðum.“ Lykilinn að þessum miklu umsvifum segir Jón Karl felast í leiðakerfinu, en með því að hafa Keflavíkurflugvöll sem tengipunkt sé hægt að fjölga svo möguleikum í teng- ingum áætlunarstaða. Fyrst í stað segir hann umræðuna hjá félaginu hafa snúist nokkuð um hvort raunhæft væri nota Ísland sem lendingarstað í millilanda- fluginu, en svo, fyrir um 20 árum, hafi verið tekin ákvörðun um að líta á lendingu hér sem styrk- leika í stað kvaðar. „Með því að fljúga um Ísland og nota þetta ótrúlega kerfi verður sveigjan- leikinn í markaðnum svo mikill. Til dæmis ef opnaður er nýr áfangastaður, svona eins og San Fransiskó í fyrra, þá er ekki bara verið að setja upp leið milli einhverra tveggja borga, heldur fjölda áfangastaða með Ísland sem tengipunkt. Þetta þýðir að áhættan sem tekin er gagnvart því að eitthvað eitt markaðs- svæði sé nægilega sterkt til að standa undir áætlunarflugi er miklu dreifðari. Við erum að opna nýjan áfangastað fyrir fyrir Íslendinga og um leið opnum við leið frá vesturströnd Bandaríkjanna til fimmtán borga í Evrópu og frá borgunum til baka.“ Jón Karl segir fá flugfélög státa af sambærilegu kerfi, en Finnair hefur í Finnlandi byggt upp svipað kerfi í kringum flug til Asíu. KYNSLÓÐASKIPTI EIGA SÉR STAÐ Jón Karl segir óvarlegt að vanmeta mikil- vægi öflugra samgangna til og frá landinu. „Ég á sæti í Verslunarráði og þar höfum við verið að velta fyrir okkur hvað skapar útrás íslenskra fyrirtækja og hvað kemur til með að halda þeim í landinu. Af hverju heldur KB banki áfram að vera hér þegar 70 pró- sent umsvifa hans eru í útlöndum? Auðvitað spilar skattaumhverfi og fleira þar inn í, en allir sem reka hér stórfyrirtæki eru sammála um að miklir möguleikar á flugsamgöngum í allar áttir, bæði austur og vestur um haf, þýði að hér sé hægt að skapa aðstöðu til að reka fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann og bendir á að á degi hverjum séu fleiri ferðir frá Keflavík til Bandaríkjanna, en eru samanlagt frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þá segir Jón Karl mikla tíðni ferða inn í land- ið hafa skapað hér möguleika til frekari markaðsetningar á ferð- um hingað til lands og þar komi að annarri sérstöðu Icelandair, að auk hefðbundinna fólksflutninga starfi félagið einnig sem ferða- skrifstofa í raun og hafi lengi rekið mjög öflugt markaðsstarf í útlöndum. Hann segir öra fjölg- un farþega síðustu ár byggja á markvissu starfi sem löngu var hafið. „Ef verið er að leita að grunninum sem félagið byggir á í dag er hægt að fara alveg aftur til ársins 1988 eða 1989 þegar tekin var ákvörðun um að endurnýja flugflotann,“ segir hann og bætir við að á þeim tíma hafi heyrst jafnvel raddir um að Sigurður Helgason, þáverandi forstjóri, væri kolruglaður að fara í þau kaup á nýjum vélum. „Breytingar upp á síðkastið eru í sjálfu sér kannski bara eðlilegt framhald af þessu.“ Verið er að ljúka við stór- tækar breytingar á skrifstofum Icelandair við Reykjavíkurflugvöll, en þar sem áður voru mjóir gangar og margar litlar lokaðar skrifstofur eru nú komnir glerveggir og opin vinnusvæði. Jón Karl segir kynslóðaskipti hafa átt sér stað hjá félaginu. „Hér eru komnir nýir stjórnendur og menn horfa hér á flugmarkað sem er ótrúlega breytilegur og slík hreyfing á honum að varla þekkist annað. Hluti af þessu er hversu hreyfanlegar fasteignir flugvélar eru og auðvelt að verða sér úti um þær,“ segir hann og bendir á að bankar séu líklegri til að lána peninga í flug- vélakaup, en margvíslegan annan rekstur. „Verksmiðjan verður þar sem hún er reist, en flugvélin getur elt viðskiptin.“ F A R Þ E G A R I C E L A N D A I R Ár Þúsundir farþega 2005 1.526 2004 1.332 2003 1.133 2002 1.199 2001 1.358 2000 1.432 1999 1.327 1998 1.322 1997 1.086 1996 958 1995 830 Heimild: Icelandair Group Ætla að halda í horfinu eftir metár í farþegaflutningum Icelandair sló á nýliðnu ári met í farþegaflutningum milli landa. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti síðustu ár og nýafstaðnar eru umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá móðurfélaginu. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér starfsemi Icelandair Group, en félagið stefnir á að halda sínu á þessu ári þrátt fyrir hátt olíuverð og hátt gengi krónunnar. Leiguflug Icelandair Group er rekið undir merkj- um Loftleiða-Icelandic og hefur verið mjög vaxandi þáttur í starfsemi félagsins síðustu ár. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir árstíðarsveiflur einkenna nokkuð farþega- flutninga Icelandair og því komi leiguflugið inn sem nokkurs konar leið til sveiflujöfnunar, auk útrásar. „Í júlí flytur Icelandair þrisvar sinnum fleiri farþega en í febrúar,“ segir hann. Um þessar mundir eru Lofleiðir með tvær vélar í reglubundnu flugi milli Kúbu og Venesúela, auk þess að fljúga í Evrópu, Afríku og víðar. „Allan ársins hring eru meira og minna 4 til 6 vélar að fljúga erlendis á okkar vegum,“ segir Jón Karl. L O F T L E I Ð I R - I C E L A N D I C Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Forstjóri Icelandair og Icelandair Group segir horfur á miklum vexti í flugiðnaði næstu ár þegar nýir markaðir opnast í Kína og á Indlandi. Þá segir hann að á næstu árum megi gera ráð fyrir tölu- verðri fjölgun ferðamanna hingað til lands. Fréttablaðið/Valli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.