Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 16
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur > Meðalhiti í Reykjavík í febrúar Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Hjörtur Oddsson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 9. febrúar n.k. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 1998 -1 ,0 °C 2000 -1 ,0 °C 2004 1, 1° C 2002 -3 ,3 °C Arnar Þór Stef- ánsson lögfræð- ingur skrifaði á dögunum pistil á heimasíðuna deiglan.com um leikreglur sem mikilvægt er að viðhafa í prófkjörum stjórnmálaflokka. Hver er lykillinn að því að halda lýðræðisleg prófkjör? Mikilvægast er að framkvæmdin sé gagnsæ og fari eftir fyrirfram ákveðnum reglum sem öllum frambjóðendum eru kunnar. Það verður að vera hafið yfir vafa að á engan frambjóðanda sé hallað við framkvæmd prófkjörsins. Hvaða leikreglur um framkvæmd prófkjara skipta mestu máli? Það skiptir mestu máli að frambjóð- endur í prófkjörum geti sent eftirlits- menn á sínum snærum til að fylgjast með framkvæmdinni á öllum stigum prófkjörsins, hvort sem er við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu, á kjördaginn sjálfan eða við talningu. SPURT & SVARAÐ PRÓFKJÖR Gagnsæi og skýrar reglur ARNAR ÞÓR STEFÁNSSON Lögfræðingur Eitt fjölmennasta þorpið á Austfjörðum er nú í miklum vexti. Fyrir tveimur árum var það ekki til og eftir tvö ár verður fátt til merkis um að það hafi nokkru sinni verið til. Framkvæmdirnar við álverið á Reyðarfirði hafa mikil áhrif á mannlífið og umhverfið á svæðinu. Verktakafyrirtækið Bechtel hóf framkvæmdir við álverið í Reyð- arfirði í júlí í fyrra en áætlað er að þeim ljúki við árslok 2007. Nú starfa um það bil 1100 manns á svæðinu og verða um 1600 í sumar þegar umfangið verður sem mest því um 60 prósent af öllum fram- kvæmdunum fara fram á þessu ári. Nú í vor verður Alcoa afhent skautsmiðjan við álverið og um sama leyti verður skorsteinn álversins reistur en hann mun tróna eina 78 metra upp í loftið eða ögn hærra en Hallgrímskirkju- turn. Við álverssvæðið er svo ein dýpsta höfn landsins, fjórtán og hálfur meter. Fimm kílómetrum frá álverssvæðinu er svo starfs- mannaþorpið. Það lætur lítið yfir sér í fjallshlíðinni en er þó mun fjölmennara en Reyðarfjarðar- bær sem lætur meira yfir sér við fjarðarbotninn. Góð samskipti við heimamenn „Austfirðingar hafa tekið okkur mjög vel og við höfum ekkert annað en gott að segja um þá undirverktaka sem vinna fyrir okkur,“ segir Björn Lárusson samskiptastjóri hjá Bechtel. „Við hvetjum okkar fólk til þess að eiga sem mest viðskipti við fyrirtæki hér á svæðinu og í frítímum ferð- ast margir starfsmanna okkar um svæðið. Ekkert hefur komið upp á í samskiptum okkar fólks við heimamenn enda leggur Bechtel mikið upp úr því að haga hlutum þannig að þessi samskipti séu sem best. Reyðfirðingar láta sér ekk- ert bregða þótt starfsmannaþorp- ið okkar sé orðið fjölmennara en Reyðarfjörður, þar búa um 700 manns en nú búa um 980 í starfs- mannaþorpinu og verða um 1500 í sumar þegar umfangið verður sem mest. Einu hnökrarnir sem ég get nefnt í samskiptum Bechtel við Íslendinga er sá að Íslendingar eiga oft erfitt með að skilja þann hátt sem viðhafður er í útboðum hjá fyrirtækinu. Hvert tilboð er ekki aðeins metið út frá verði heldur vega aðrir þættir eins og trúverðugleiki og annað mjög þungt. Þetta eiga þeir sem eiga lág tilboð oft erfitt með að skilja og verða gáttaðir að þeirra boði var ekki tekið,“ segir Björn. Pólverjarnir reynast vel Um þessar mundir vinna um 1.100 manns við álversframkvæmdir Bechtel í Reyðarfirði. Þar af eru um 740 Pólverjar, um 250 Íslend- ingar og svo aðrir af ýmsum þjóð- ernum. „Við kunnum afskaplega vel við Pólverjana,“ segir Björn. „Það er gott að sækja vinnuafl þangað því þar er þekkingin til staðar, þeir eru duglegir og svo er Pólland ekki í mikilli fjarlægð sem er einnig mikilvægt því starfs- mennirnir fara yfirleitt heim á þriggja mánaða fresti. Annars er tilhögunin þannig að þeir vinna sex daga vikunnar, tíu tíma vakt- ir en fara svo í frí í nokkrar vikur eftir þriggja mánaða törn. Íslend- ingarnir kjósa hins vegar flest- ir að vinna í tíu daga og taka þá þriggja til fjögurra daga frí. Svo eru það menn eins og ég sem búa hér á Reyðarfirði en við vinnum fimm daga vinnuviku.“ Nýlega var því fagnað að ekk- ert vinnuslys sem leiddi til fjar- veru frá vinnu hafði orðið í milljón vinnustundir sem er mjög góður árangur að sögn Björns. Lífið í starfsmannaþorpinu Í starfsmannaþorpinu er stórt mötuneyti, nokkur tómstunda- herbergi þar sem hægt er að leika ballskák, borðtennis, pílu- kast og fylgjast með kappleikj- um eða öðrum viðburðum í sjón- varpi. Einnig er sjónvarp í hverju herbergi og svo í stofu hvers svefnskála. Hægt er að fylgjst með útsendingum frá fjölmörgum erlendum sjónvarpsstöðvum enda vilja menn fylgjast með gangi mála í sínu heimalandi. Eins og í hverju þorpi er einnig samkomuhús í starfsmannaþorp- inu en þar var til dæmis nýlega haldið fjölmennt þorrablót. Þar var einnig jólaskemmtun fyrir síðustu jól þar sem grunnskóla- börn úr Fjarðabyggð sungu fyrir starfsmannaþorpsbúa, skreyttu fyrir þá jólatré og fræddust í leið- inni um jólasiði í öðrum löndum. Einnig er bókasafn í þorpinu með bókum og tímaritum frá ýmsum löndum og þar er hægt að nettengj- ast. Einnig er kaffihús þar sem jafnvel er hægt að kneifa öl en þó er lokað þar fyrir miðnætti enda mikilvægt að friður ríki á svæð- inu þar sem menn standa vaktir á misjöfnum tímum sólarhrings. Sandra Jónsdóttir sem nýlega fluttist í starfsmannaþorpið þar sem hún vinnur í móttökunni segir að félagslífið sé með mestu ágætum og andrúmsloftið hið besta. Vilji menn hins vegar sletta úr klaufunum er ráðlegra að skreppa í nágrannaþorpið í fjarðarbotninum. BJÖRN LÁRUSSON SAMSKIPTASTJÓRI Björn á framkvæmdasvæðinu en fyrir aftan hann er verið að leggja síðustu burðarstólpana fyrir annan kerskálann. Þorpið sem kemur og fer STARFSMANNAÞORPIÐ Í REYÐARFIRÐI Eitt fjölmennasta þorpið á Austfjörðum lætur ekki mikið yfir sér og kannski eins gott því eftir tvö ár mun það heyra sögunni til. FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Allir Íslendingar kannast við hugtökin hæð, hæðarhryggur og lægðardrag úr veðurfréttatímum fjölmiðla. En hvað nákvæmlega þýða þessi hugtök og hvernig hafa þau svona mikil áhrif á líf íslenskra eyjaskeggja í miðju Atlantshafinu? Hvað er lægð? Lægð lýsir svæði þar sem loftþrýst- ingur er lágur á stóru svæði en slík lágþrýstingssvæði myndast að jafnaði á mörkum heitra og kaldra loftmassa. Þrýstilínur lægða eru mjög þéttar og mynda oftar en ekki lokaða hringi og þeim fylgir undantekningarlítið hvass vindur og úrkoma. Loftið er afar óstöðugt í lægðum sem útskýrir að hluta hvers vegna líftími þeirra er stuttur og þær ferð- ast hratt yfir. Lægðir endast yfirleitt ekki lengur en þrjá til fjóra daga í senn. Hvað er hæð? Á við um stórt svæði þar sem loftþrýst- ingur er hár. Þá eru þrýstilínur gisnar sem þýðir að loftið er mjög stöðugt og það er ávísun á stillt veður og bjart um talsvert langan tíma þar sem hæðir fara hægt yfir. Lægðardrag og hæðarhryggur? Draga nöfn sín af stærri kollegum sínum. Lægðardrag hagar sér að öllu leyti eins og lægð nema að þrýstilínur slíkra draga eru ekki lokaðar og ekki hringlaga. Hæðarhryggur blæs að sama skapi eins og hæð en er heldur ekki með lokaðar þrýstilínur. FBL-GREINING: HÆÐIR OG LÆGÐIR Mismunandi loftþrýstingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.