Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2006 „Það verður bara þessi eina sýn- ing,“ segir Anna Júlíana Sveins- dóttir, söngkennari við Tónlist- arskóla Kópavogs. Nemendur söngdeildar skólans ætla að flytja tvær stuttar óperur, einþáttunga, í Salnum í Kópavogi í kvöld. „Annar einþáttungurinn er eftir Mozart og heitir Leikhús- stjórinn eða Der Schauspiel- direkteur. Það er gamanópera um tvær prímadonnur sem eru að ríf- ast um hlutverk inni á skrifstofu Leikhússtjórans. Hin er eftir Dou- glas Moore og gerist í sjónvarps- sal. Hún heitir Brostnar vonir og er sápuópera um skurðlækni sem er að reyna við hjúkrunarkonu, en sjúklingurinn er kærastinn henn- ar. Inn á milli birtist svo alltaf þula með sápuauglýsingar.“ Anna Júlíana leikstýrir báðum einþáttungunum, en söngvarar í Leikhússtjóra Mozarts eru Unnar Geir Unnarsson, Eyrún Ósk Ing- ólfsdóttir, Margrét Helga Kristj- ánsdóttir og Sigurjón Örn Bárð- arson. Söngvarar í sápuóperunni Brostnar vonir eru Anna Haf- berg, Bjartmar Þórðarson, Lára Rúnarsdóttir og Ragnar Ólafsson. „Nýi semballinn, sem Kópa- vogsbær gaf Salnum og Tónlistar- skóla Kópavogs, verður auk þess í stóru hlutverki í einþáttungn- um eftir Mozart. Það er Kristina Cortes sem spilar á hann.“ Báðir þessir einþáttungar eru ekki nema rétt rúmur hálftími í flutningi. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20 og aðgangur er ókeypis. Prímadonnur Mozarts og Brostnar vonir ÞRÍHYRNINGUR VIÐ SKURÐARBORÐIÐ Ragnar Ólafsson, Lára Rúnarsdóttir og Bjartmar Þórðarson í hlutverkum sjúklings, hjúkrunarkonu og skurðlæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.