Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 8
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH FRUMSÝND 3. FEBRÚAR Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. VIÐ BJÓÐUM Í BÍÓ ! SENDU SMS SKEY TIÐ JA VJC Á NÚMERIÐ 1900 O G ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRI R TVO. 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO, GEISLADISK AR, WALK THE LINE B OLIR, DVD MYNDI R OG MARGT FLEIR A TILNEFND TIL 5ÓSKARSVERÐLAUNAM.A. BESTI LEIKARI OG BESTA LEIKKONA. VANN GOLDEN GLOBE SEMBESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG BESTA LEIKKONA. SJÁÐU MYNDINA OG HLUSTAÐU Á TÓNLISTINA! DANMÖRK Ritstjórnarskrifstof- um Jótlandspóstsins í Árósum og Kaupmannahöfn var lokað síð- degis í gær vegna sprengjuhótana sem lögregla taldi ástæðu til að taka alvarlega þar til ráðrúm hefði gefist til að rannsaka þær nánar. Vart er um annað rætt í Dan- mörku þessa dagana en þær alvar- legu afleiðingar sem deilurnar um birtingu teikninga af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum síð- astliðið haust hafa haft í för með sér. Reiði vegna málsins hélt í gær áfram að breiðast út um arabaheiminn. Innanríkisráð- herrar sautján arabaríkja hvöttu á fundi í Túnis í gær stjórnvöld í Danmörku til að refsa þeim sem ábyrgð bæru á birtingu Múhameðsteikninganna. Trúarleiðtogar múslima í Írak hvöttu þarlend stjórnvöld til að rjúfa stjórnmálasamband við Dan- mörku og hryðjuverkamenn gáfu út „fatwa“ – trúarlega fordæmingu – á hendur dönsku herdeildinni sem þjónar í Írak. Danska blaðið Politiken hefur eftir varnarmála- ráðherranum Sören Gade að full ástæða sé til að taka hótunina alvarlega. Fatwa getur þýtt allt frá sniðgöngu til líflátshótana (eins og Salman Rushdie varð fyrir af hálfu klerkanna í Íran). Samtök múslima í Danmörku, sem áttu frumkvæði að því að stjórnvöld í múslimaríkjum blönd- uðu sér í málið, lýstu því yfir í gær að þau tækju afsökunarbeiðni ritstjórnar Jótlandspóstsins gilda. Blaðið birti afsökunarbeiðnina á mánudag og ritstjórinn sendi frá sér opið bréf á arabísku þar sem hann útskýrir málið og biður þá afsökunar sem töldu blaðið hafa að sér vegið með birtingu teikn- inganna. Á mánudag endurtók Anders Fogh Rasmussen að það væri ekki í verkahring ríkis- stjórnarinnar að biðjast afsök- unar fyrir hönd dagblaðs, en tók fram að hann „hefði sjálfur aldrei birt myndir af Múhameð, Jesú eða hvaða trúarlegri persónu sem er, með hætti sem væri til þess fallinn að særa annað fólk“. Talsmaður Íslamska trúar- sambandsins í Danmörku, Kasem Ahmad, tjáði danska útvarpinu í gær að samtökin „þökkuðu með skýrum og afdráttarlausum hætti forsætisráðherranum og Jótlands- póstinum fyrir viðbrögð þeirra“. Óljóst var þó í gær hvort við- urkenning samtaka múslima í Danmörku á afsökunarbeiðninni breytti nokkru um atburðarásina í múslimaríkjunum. Talsmenn danska mjólkurvöruframleiðand- ans Arla Foods, sem varð mjög fyrir barðinu á sniðgönguákall- inu gegn dönskum vörum í Sádi- Arabíu, sögðust bíða þess með óþreyju hvort ekki færi að rætast úr ástandinu úr þessu. audunn@frettabladid.is MÓTMÆLT VIÐ DÖNSK SENDIRÁÐ Mótmælt var við sendiráð Danmerkur í höfuðborgum múslimaríkja í gær, hér í Damaskus í Sýrlandi. Mótmælendurnir kröfðust heimslaga sem gerðu það refsivert að svívirða það sem múslimum væri heilagt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sprengjuhótun hjá Jótlandspóstinum Reiðileg viðbrögð vegna Múhameðsteikninganna í Jótlandspóstinum ætla engan enda að taka. Litlu virðist breyta þótt samtök danskra múslima tækju afsökunarbeiðni gilda. Ritstjórnin var rýmd vegna sprengjuhótunar í gær. DÓMSMÁL Fíkniefnamálum á Akur- eyri hefur fjölgað um 15 til 20 prósent á milli ára undanfarin ár. Í fyrra voru alls 179 einstakling- ar ákærðir fyrir fíknefnabrot í umdæmi lögreglustjórans á Akur- eyri. Lögreglusátt var gerð við 29 einstaklinga til viðbótar og því hlutu 208 manns refsingu fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni árið 2005. Þetta kom fram í fyrirlestri sem Eyþór Þorbergsson, lögfræð- ingur hjá sýslumannsembættinu á Akureyri, flutti á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í gær. Flestir hinna ákærðu voru dæmdir til greiðslu sektar eða 81. Í 31 máli var niðurstaðan skilorðs- bundið fangelsi og 22 einstaklingar hlutu óskilorðsbundna fangavist. Í 11 tilvikum var ekki gerð sérstök refsing og 10 mál bíða enn dóms. Eyþór segir að mismunurinn í fjölda ákæra og dóma liggi í að mál eru oft sameinuð eftir þing- festingu. „Fíkniefnaheimurinn á Akureyri fer harðnandi, líkt og í Reykjavík, og fátt í farvatninu sem bendir til breytinga þar á,“ segir Eyþór. - kk Alls voru 179 ákærðir fyrir fíkniefnabrot á Akureyri í fyrra: Fíkniefnamálum fjölgar EYÞÓR ÞORBERGSSON Lögfræðingur sýslumannsembættisins á Akureyri segir fíkniefnaheimana norðan og sunnan heiða fara harðnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.