Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa stefnt fyrirtækinu Two-Two Entertainment, sem framleiðir Grand Theft Auto tölvuleikinn, fyrir dóm. Krefjast borgaryfir- völd þess að forsvarsmenn Two- Two veiti borginni hlutdeild í hagnaði af sölu nýjustu gerðar leiksins, Grand Theft Auto; San Andreas. Leikurinn innihélt falið klám- fengið efnið og olli það mikilli úlfúð í Bandaríkjunum er upp komst. Yfirvöld í Los Angeles telja umhverfi leiksins augljós- lega ætlað að líkja eftir hverfum borgarinnar og segja framleið- endur leiksins hafa dregið ímynd Los Angeles í svaðið. Grand Theft Auto; San Andreas leikurinn hefur selst í þrjátíu milljónum eintaka. -jsk Breskir vísindamenn hafa fundið heimsins minnsta fisk. Fiskurinn fannst á indónesísku eynni Súmötru, lifir í mýrlendi og verð- ur einungis 7,9 millimetra lang- ur. Fiskurinn hefur hlotið nafnið Paedocypris. Paedocypris hefur nánast engin bein og er því jafn lít- ill og raun ber vitni. Smæðin gerir fisknum síðan kleift að lifa svo dögum skiptir án matar. Vísindamennirnir hafa áhyggj- ur af því að paedocypris eigi skammt eftir ólifað, en heim- kynni þeirra eru í bráðri hættu vegna eyðingar skóga og ágangs mannfólksins. -jsk Minnsti fiskur í heimi 7,9 MILLIMETRAR Vísindamenn hafa fundið heimsins minnsta fisk á eynni Súmötru. Fiskurinn verður 7,9 millimetr- ar að lengd fullvaxinn S Ö G U H O R N I Ð 9MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Markús Didius Severus Júlíanus Rómarkeisari fæddist þann 30. janúar árið 133 í Mílanó. Júlíanus var af aðalsættum en var þó ekki alinn upp hjá foreldrum sínum heldur Dómitíu Lucillu, móður Markúsar Árelíusar sem síðar varð keisari Rómaveldis. Júlíanus hóf snemma að klífa metorðastigann í Róm og náði kjöri sem konsúll árið 175. Hugur Júlíanusar stefndi þó ávallt hærra og árið 193 sá hann sér leik á borði. Þá var Pertinax keisari myrtur af eigin lífvörðum, Pretóríunni. Lífverðirnir sáu gróðatækifæri og ákváðu að selja keisara tignina hæstbjóð- anda. Júlíanus reyndist hlut- skarpastur, greiddi hverjum lífvarðanna tuttugu og fimm þúsund sestertía. Lífverðirnir neyddu svo þingið til að sam- þykkja Júlíanus sem keisara. Þessi ráðahagur fór hins vegar ekki vel í almúgann og lá við uppreisn í Róm. Svo fór að lokum að þrír valdamiklir hershöfðingjar; Niger, Albinus og Septimius Severus sneru til Rómar af vígstöðvunum og tóku málin í sínar hendur. Severus réðst ásamt hersveitum sínum inn í keisarahöllina, leysti upp Pretóríuna og lét taka lífverðina sem myrt höfðu Pertinax af lífi. Að því loknu var Júlíanus keis- ari hálshöggvinn og tók Septimius Severus sjálfur við keis- aratigninni. J ú l í a n u s hafði þá ein- ungis gegnt embættinu í rúma tvo mánuði. -jsk Keisaratign til sölu MARKÚS DIDIUS SEVERUS JÚLÍANUS Júlíanus gegndi embætti keisara í rúma tvo mán- uði árið 193 eftir Krist. Júlíanus keypti keisaratignina af Pretóríunni og var stuttu síðar hálshöggvinn. Gítarleikari bresku rokk sveitar- innar The Who, Peter Townshend, segir að stöðug heyrnartólanotk- un hafi skemmt í sér heyrnina. Townshend er sextíu ára gamall og hefur spilað með hljómsveit sinni frá því á sjöunda áratugn- um. „Það suðar stöðugt í eyr unum á mér,“ sagði Townshend. „Ég er handviss um að háværum rokkt- ónleik um er ekki um að kenna heldur heyrnartólunum sem ég hef notað við upptökur í gegnum árin.“ Townshend óttast að ungt fólk nú á dögum kunni að stríða við heyrnarleysi þegar fram í sækir, nútíminn kalli á stöðuga heyrn- artólanotkun. „Krakkar nú til dags nota heyrnartól þegar þau hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp- ið eða eru í tölv unni. Þegar ég var yngri notuðum við þetta bara við upptökur. Það er hrika legt að missa heyrnina, hún kemur aldrei aftur.“ -jsk Heyrnartól skaða heyrnina Gítarhetja er með stöðugt suð í eyrunum og varar ungt fólk við ofnotkun heyrnartóla. PETER TOWNSHEND Á HÁTINDI FER- ILSINS Townshend segist hafa orðið fyrir varanlegum heyrnarskaða vegna notk unar heyrnartóla og varar ungt fólk við ofnotkun slíkra tækja. Stefna framleiðendum GTA Borgaryfirvöld í LA telja ímynd borgarinnar hafa beðið hnekki vegna Grand Theft Auto tölvuleiksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.