Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 19
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 1. febrúar, 32. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 10.08 13.41 17.15 Akureyri 10.06 13.26 16.47 Sonja Stefánsdóttir er að læra nudd í Nuddskóla Íslands. Hún segist vera í frábærum hópi í skólanum. Sonja er búin með bóklega nuddnámið og klárar verklega námið í vor. Hún segir að bóklega námið taki þrjú ár fyrir þá sem hafa aðeins lokið grunnskóla og sé kennt í Fjölbrautarskólanum í Ármúla. „Ég var búin með stúdentspróf þegar ég byrjaði svo ég tók bara viðbótarfögin í fjarnámi og var í eitt og hálft ár að því,“ segir Sonja. Hún segir að verklega námið taki síðan eitt ár og eftir það þurfi nemendur að vinna ákveðinn fjölda tíma áður en þeir útskrifast. „Það tekur að minnsta kosti ár í viðbót því það þarf að ljúka þúsund tímum til þess að geta útskrifast.“ Sonja segir að nemendur geti unnið heima hjá sér á meðan þeir safna tímum ef þeir eru með aðstöðu til þess og svo geti þeir fengið að nota aðstöðuna í skólanum. „Margir fara að vinna á stofum og það gengur venjulega best að safna tímum þannig. Þegar ég klára verklega námið í vor fer ég væntanlega að vinna á snyrtistofunni Hrund í Kópavogi og safna tímum þar,“ segir Sonja. Sonja segir að þeir sem vilji geti fengið ódýra nuddtíma hjá nemendum í Nuddskóla Íslands. „Það er hægt að finna nöfn og símanúmer allra nemenda á heimasíðu Nuddskólans og svo getur fólk bara hringt í okkur og pantað tíma.“ Hún segir að hópurinn sem hún er með í skólanum sé alveg frábær. „Við erum að upplifa svo margt skemmtilegt saman og erum búin að eignast vini fyrir lífstíð í skólanum.“ Sonja er mjög ánægð með námið og segir að nuddið sé gefandi. „Mér finnst gaman að geta hjálpað fólki. Þetta snýst ekki bara um að fá fólk inn og senda það svo út aftur heldur að fást við vandamál þess og klára dæmið.“ emilia@frettabladid.is Gefandi að nudda fólk Sonja Stefánsdóttir lýkur verklegu námi í nuddi í vor. Rýmingarsala Verslunin hættir Videospólan Holtsgötu 1. S. 551 6969 Opið 17 - 23 Videospólur frá 100 kr.um 8000 titlar Allir DV D di skar um 100 0 tit lar 500 kr. Nýir ferðabæklingar hinna dönsku ferðaskrifstofa Apollo og Kuoni má nálgast í útibúi þeirra hér á landi en það er staðsett í Hlíðasmára í Kópavogi. Byrjað er að taka við framboð- um fyrir lausar stöður í stjórn ferðaklúbbsins 4x4 en kosið verður um lausar stöðar á aðal- fundi félagsins í maí næstkom- andi. Sæti munu losna í stjórn og öllum nefndum. Bílaleigubíla er hægt að fá á veglegu tilboði hjá Hertz bílaleig- unni. Um er að ræða svokallað helgar- og einnig flugvallartilboð. Má þar fá ýmsa bíla á hagstæð- um kjörum. Doktorsvörn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands á föstudaginn klukkan 13. Þar mun Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir verja ritgerð sína Mónóglýseríð til meðferðar á húð- og slímhúðarsýkingum: þróun lyfjaforma. Allir eru velkomnir. ALLT HITT [NÁM, FERÐIR, BÍLAR OG BÖRN] SCANIA R500 KRANABÍLL Einn sá glæsilegasti á landinu að innan sem utan BÍLAR 5 LOGI TÓMASSON Hress og skemmti- legur fimm ára strákur segir frá. BÖRN 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.