Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Frítt greiðslukort fyrsta árið Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur, óbundinn með hærri innlánsvöxtum SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu Afsláttur á lántökugjaldi Sérstök bílalán á betri kjörum Vildarþjónusta fyrirtækja Vildarþjónusta fyrirtækja Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! AR G U S 06 -0 05 2 Alltaf að vinna? S K O Ð U N Fyrir stuttu stöðvaðist rekstur fyrirtækis eins í nokkurn tíma vegna þess að gleymst hafði að skrúfa fyrir slöngu við upp- þvottavél þegar fyrirtækið var yfirgefið á föstudagskvöldi. Slangan hafði gefið sig og kalt vatn hafði lekið um gólf fyr- irtækisins í rúman sólarhring. Mikið tjón hlaust af auk þess sem starfsemin lá niðri um hríð. Óhöpp af þessu tagi eru mjög algeng og má gera ráð fyrir að 40-45% tilkynntra tjóna til trygg- ingafélaga úr fasteignatryggingu séu af þessum toga. Í þessari grein verða raktar helstu ástæð- ur fyrir tjónum af þessu tagi: Í fyrsta lagi eru algengustu tjónin vegna hulinna lagna þ.e. vatnsröra inni í vegg eða í gólf- um. Ástæður þeirra eru margvís- leg t.d. að raki kemst að rörum og veldur ytri tæringu og rörin ryðga sundur. Það getur komist raki undir eða með glugga, undir svalahurðir og gegnum sprungur í veggjum. Það er því nauðsynlegt að fylgjast með ástandi húseign- ar utanhúss. Í öðru lagi verður bilun í samskeytum röra. Í þriðja lagi verða vatnstjón vegna bilun- ar eða tæringar í hitaofnum. Loks verða tjón af þessu tagi vegna bilunar í frárennslisrörum. Með árunum tærast þessi rör eða þau síga og stíflast í kjölfarið. Fá óhöpp eru jafn hvimleið og bilun í frárennsli bæði hjá einstakling- um og fyrirtækjum. Til að draga úr óhöppum af þessu tagi má nefna eftirfarandi fyrirbyggjandi aðgerðir: • Sem flestar vatnslagnir verði sýnilegar eða í utanáliggjandi stokkum. Það minnkar tjón og auðveldar viðgerð. Gott aðgengi þarf að vera að hita- veitugrind og inntakskrönum fyrir heitt og kalt vatn. • Reglubundið eftirlit þarf að eiga sér stað með lögnum, vatnslásum og samskeytum. • Starfsmenn þurfa einnig að hafa vitneskju um hvernig bregðast eigi við ef vatn fer að flæða. Þeir þurfa að vita hvar er skrúfað fyrir inntakskrana, en reynslan er sú að flest- ir starfsmenn hafa ekki vitn- eskju um það. Fá má aðstoð frá slökkviliði og trygginga- félögum viðkomandi til að fá búnað til að hreinsa upp vatn. Verulega má draga úr vatnstjón- um í fyrirtækjum með fyrir- byggjandi aðgerðum. Að mæta í vinnuna að morgni og vaða elginn á skrifstofunni er ekki einung- is afar hvimleitt heldur einnig kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki. Sigurður Ingi Geirsson, deildarstjóri munatjóna hjá Sjóvá. Vatnstjón í fyrirtækjum Átak Marka›arins og Sjóvá ÖRUGG FYRIRTÆKI Nú fer að líða að því að maður taki krakkana úr skólanum í tvær vikur og skelli sér til Flórída eða á skíði í smá frí. Ég geri þetta venjulega eftir uppgjör og aðal- fundi. Annað hvort þangað, eða á skíði í Aspen eða Austurríki. Það sem er sniðugt við þetta er meðal annars það að á þessum tíma taka margir forstjórar smá frí og eru þá einmitt á þess- um sömu slóðum. Maður nær því venjulega að fá einhverja tilfinningu fyrir því sem menn eru að gera með því að spjalla við þá, alla vega á leiðinni út og í endalausri bið eftir að kom- ast í gegnum öryggishliðin hjá Kananum. Mér reyndar leiðist alveg svakalega þessi hystería sem er á amerískum flugvöllum. Skíðasvæðin eru að mörgu leyti betri staður til þess að fá ferskar upplýsingar. Það er alveg magnað hvað Stroh í kakói getur opnað miklar gáttir þegar menn eru líkamlega þreyttir eftir erf- iðið í skíðabrekkunum. Ég reynd- ar gæti mín vel á því að ofreyna mig ekki á skíðunum, en maður verður náttúrlega að sýna sig og sjá aðra. Ég er alveg sallarólegur yfir markaðnum hér heima í bili. Bankarnir voru að skila dúndur uppgjörum og það verður áfram spenna í þessu sem betur fer. Enda þótt ég sé iðinn við að taka stöður til skemmri tíma, og taki þá oft mikla áhættu, þá er ég alltaf með gott safn þar sem ég horfi til lengri tíma. Ég endur- raða reyndar alltaf aðeins í safn- inu. Bakkavör hefur verið þar í allmörg ár og Össur og Marel. Actavis var stærst á tímabili, en ég innleysti hagnað af því fyrir tveimur árum. Það var eftir að Gunna frænka sagði mér í boði að Parmakó væri góð fjárfesting. Hún og karlinnn hennar hafa allt- af tapað á öllu sem þau hafa gert. Síðasta hálfa árið hef ég verið að stækka það aftur í safninu, hægt og bítandi. Ég er alveg rólegur yfir þessu ári hjá Actavis, en ég mun taka ákvörðun um framtíðina eftir því sem skýrist hvernig þeir höndla kaup síðasta árs á fyrirtækjum, Ég hef reyndar fulla trú á stjórn- endunum, en reynslan hefur kennt mér að maður eykur þung- ann í fjárfestingu eftir því sem árangurinn kemur skýrar í ljós. Spákaupmaðurinn á horninu Minglað með forstjórunum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.