Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 Ú T T E K T MUNUR Á GERÐUM FLUGFÉLAGA Jón Karl segir Icelandair snemma hafa áttað sig á að ferðaþjónusta væri grundvöllur alls rekstrar félagsins. „Það hefur ekki enn verið framleidd flugvél sem ein og sér dregur fólk upp í sig. Almennt finnst fólki ekkert voða gaman að fljúga og kemur ekki hingað bara fyrir ferðalagið, heldur af því að hér er eitt- hvað við að vera.“ Hann segir Icelandair leika lykilhlutverk með annarri ferðaþjónustu í að búa til og markaðssetja slíkar ástæður til að sækja landið heim. „Flugið er afleiðing ferða- þjónustunnar en ekki orsök. Við lítum á það sem eitt af okkar hlutverkum að taka þátt í að byggja upp þessa ferðaþjónustuímynd,“ segir Jón Karl. Dæmi um breytt umhverfi í flugrekstri segir Jón Karl vera tilkomu lággjaldaflug- félaga og breytingar á mörkuðum eftir því sem opnist fyrir flug til nýrra landa. „Austur- Evrópa er að opnast og svo er að opnast í Kína og víðar í Asíu þar sem gífurleg tækifæri eru fyrir fyrirtækið. Okkar verkefni er fyrst og fremst að byggja fyrirtækið upp til framtíðar í breyttum heimi,“ segir hann, en fyrirtækið er með söluskrifstofur og fulltrúa að störfum um mestallan heim. Jón Karl segir því ekki að neita að vera kunni einhver samlegðaráhrif í fyrirtækjum FL Group, en auk Icelandair á eignarhalds- félagið einnig lággjaldaflugfélagið Sterling. Hann segir þó grundvallarmun á hefðbundn- um stærri flugfélögum og lággjaldaflugfé- lögum. „Icelandair er þarna einhvers staðar mitt á milli. Við höfum alla tíð byggt á að selja að langstærstum hluta flug til almennra ferðamanna, sem eru mjög meðvitaðir um verðlag. Icelandair er því öðruvísi flugfélag en til dæmis SAS eða BA, sem byggja á mjög stórum viðskiptamannamarkaði heima fyrir. En hvað varðar dreifingu á okkar vöru líkj- umst við hefðbundnari félögum. Við erum tengd á stærri netbanka og ferðaskrifstofur geta bókað ferðir í gegn um okkar kerfi en þurfa ekki að fara inn á internetið til þess. Hins vegar eru lággjaldafélögin sem selja bara ferðir frá A til B, eða svokallaðar point- to-point ferðir.“ Fram til þessa hefur ekki verið mikill samgangur milli þessara tveggja gerða flugfélaga. „Grundvallarregla í rekstri lággjaldaflugfélaga er einfaldleiki, en þetta snýst ekki bara um hvort fólk fær mat eða aðrar veitingar um borð, heldur hvernig bóka má áframflug með öðru flugfélagi gegn- um okkar bókunarkerfi, allt á áfangastað.“ Þannig segir Jón Karl að Icelandair beri ábyrgð á ferð farþegans alla leið. „Ef einhver er á leiðinni til Hong Kong og lendir í seinkun í London, fellur á okkur kostnaður við hótel og slíkt. Í hinu kerfinu er fólk á eigin vegum á hverjum áfangastað og verður sér sjálft úti um framhaldsflug.“ Hann segir kerfin tvö þó hafa nálgast og lággjaldaflugfélög sérstak- lega farin að horfa til tenginga inn á stærri bókunarkerfin. FRAMUNDAN ER VÖXTUR Flugrekstur er hins vegar erfiður og víða hafa flugfélög staðið tæpt eða jafnvel farið á hausinn síðustu ár. Jón Karl segir það ekki síst fyrir áhrif eldsneytisverðsins, en fyrir um fjórum árum hafi menn velt því fyrir sér hvort flugrekstur í heiminum þyldi almennt hærra olíuverð en 300 dollara á tonnið. „Á síðasta ári sló verðið í 750 dollara. Eldsneytisverð er að verða sambærilegur kostnaðarliður og laun. En þrátt fyrir þetta höfum við náð að skila viðunandi árangri og erum bjartsýn fyrir árið í ár,“ segir hann, en hærra eldsneytisverði hefur verið mætt með hagræðingu á öðrum sviðum og betri sætanýt- ingu, auk þess sem tækniþróun hefur dregið mjög úr eldsneytisnotkun vélanna. „Núna er eyðsla þeirra um 40 prósentum minni en fyrir ekki lengri tíma en 10 til 15 árum. Við sjáum hins vegar ekkert í spilunum sem bendir til að verð á eldsneyti muni lækka.“ Þá er fyrirséð að gengisþróun krónunnar geri ferðaþjónustu hér erfitt fyrir vegna þess hve útlendingum þykir dýrt að koma hingað. Jón Karl býst því ekki við áframhaldandi örum vexti nú í kjölfar metárs í fyrra. „Sérstaklega finnum við fyrir þessu í hópum sem hingað koma á ráðstefnur og fundi og eru afskaplega mik- ilvægir viðskiptavinir utan háannatímans.“ Hann segir því markið á þessu ári sett á að viðhalda þeim farþega- fjölda sem félagið hafi náð. „Við höfum stækkað mjög hratt síðustu tvö ár og það getur verið kostnaðarsamt að stækka hratt. Því höfum við ætlað okkur að ná nú inn og halda þessu við, en á sama tíma veltum við fyrir okkur áfangastöðum fjær og í aust- urátt. Við höfum þegar hafið leiguflug inn á Japansmarkað og verið er að velta fyrir sér næstu skrefum í þeim efnum. Á næstu árum sér maður fyrir sér að fyrirtækið geti stækk- að mjög hratt. Vaxtatækifærin eru mikil. Þó svo að gengið sé hátt núna benda allar kannan- ir til að Ísland sé eftirsóttur áfangastaður. Til lengri tíma höfum við sett markið á 7 til 10 prósenta aukningu á far- þegafjölda hingað til lands þó við gerum kannski ekki ráð fyrir því á þessu ári.“ Gangi eftir tvöföldun farþega hingað til lands á næstu tíu árum kall- ar það á stækkun leiðakerfis- ins og þegar er hafinn undir- búningur að auknum flutning- um. Icelandair hefur pantað fimm svokallaðar Dreamliner- þotur, en það eru 787 vélar frá Boeing. „Þær geta farið að koma inn í fyrsta lagi 2010, eða 2012, eftir því hvað við viljum gera, en vélarnar taka 270 til 280 farþega hver.“ Jón Karl segir að í heimin- um öllum sé gert ráð fyrir 4 til 6 prósenta vexti á flugmörk- uðum á ári hverju og jafnvel enn hraðari vexti þegar stórir markaðir á borð við Kína og Indland opnast. „Þessir mark- aðir eru svo ótrúlegir,” segir hann og bendir á að í Indlandi einu, þar sem býr um 1,1 millj- arður manna, séu miðstéttarmenn, nokkuð vel settir eða efnaðir, 250 milljón talsins, jafn margir og Bandaríkjamenn eru. „Og svo held ég séu um 50 milljónir sem teljast myndu mjög ríkir, jafn margir og Bretar. Þannig að rétt má ímynda sér hver áhrifin verða þegar þessi ríki opnast enn frekar og fólk frá þess- um löndum fer að ferðast meira.“ Ætla að halda í horfinu eftir metár í farþegaflutningum Icelandair sló á nýliðnu ári met í farþegaflutningum milli landa. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti síðustu ár og nýafstaðnar eru umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá móðurfélaginu. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér starfsemi Icelandair Group, en félagið stefnir á að halda sínu á þessu ári þrátt fyrir hátt olíuverð og hátt gengi krónunnar. Sögu Icelandair má rekja 69 ár aftur í tímann norður á land, en 66 ár eru síðan heitið Icelandair var fyrst notað um erlenda starf- semi félagsins. 33 ár eru síðan Flugleiðir urðu til og FL Group varð til fyrir tæpu ári. 3. júní árið 1937 var Flugfélag Akureyrar stofnað á Akureyri, en þremur árum síðar voru höf- uðstöðvar félagsins fluttar til Reykjavíkur og nafninu breytt í Flugfélag Íslands. Sama ár varð erlent heiti félagsins Icelandair. Fyrsta vél félagsins var TF-ÖRN, fimm sæta sjóflugvél af gerðinni Waco YKS. Auk farþegaflutninga sinnti félagið í fyrstu síldarleitar- og sjúkraflugi. Síðar eignaðist Flugfélag Íslands aðra Waco- flugvél og árið 1941 var ráð- ist í að kaupa fyrstu tveggja hreyfla flugvélina. Hún var af Beechcraft D18 gerð og kom til landsins árið 1942. Fyrsti Catalina-flugbáturinn í eigu Flugfélags Íslands kom til lands- ins 1944 og árið 1946 eignaðist félagið fyrsta „Þristinn“, DC-3 Dakota (C-47). SAMKEPPNI Árið 1944 var einnig stofnað annað flugfélag í svipuðum verk- efnum með Stinson Reliant flug- vél. Þrír ungir menn höfðu snúið heim frá flugnámi í Kanada og stofnuðu Loftleiðir. Þar bættust næstu ár einnig við vélar í inn- anlandsfluginu, en fram til árs- ins 1945 einskorðaðist starfsemi beggja félaga við það. 11. júlí 1945 var svo í fyrsta skipti flogið með far- þega í íslenskri flugvél til útlanda þegar Catalina-flugbáti Flugfélags Íslands var flogið til Largs Bay í Skotlandi. Nokkrum dögum síðar var svo flogið til Kaupmannahafnar með viðkomu á Skotlandi. Ferðirnar voru með fyrstu almennu farþegaflug- ferðum innan Evrópu eftir stríð. Loftleiðir byrjuðu millilanda- flug árið 1947 en hófu áætlun- arflug milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með viðkomu á Íslandi árið 1955. 1. júlí 1967, hóf svo Gullfaxi, Boeing 727 þota Flugfélags Íslands, millilandaflug á áætlunarleiðum. Gullfaxi var fyrsta þotan í eigu Íslendinga. FLUGLEIÐIR VERÐA TIL Á sjötta og sjöunda áratugnum einbeitti Flugfélag Íslands sér að innanlandsflugi og flugi milli Íslands og Evrópu en Loftleiðir sinntu eingöngu flugi yfir Norður-Atlantshaf, milli Evrópu og Ameríku, með viðkomu á Íslandi. Með vaxandi samkeppni varð svo úr að félögin voru sameinuð og eignarhaldsfélagið Flugleiðir hf. stofnað árið 1973. Árið 1979 var svo ákveðið að rekstur og öll starfsemi félag- anna heyrði beint undir og væri á ábyrgð Flugleiða. Ákveðið var að nota nafnið Icelandair um nýja félagið í útlöndum og Flugleiðir innanlands. NÝTT SKIPULAG Á NÝRRI ÖLD Eftir mikinn vöxt og marghátt- aða endurnýjun flugflotans kom til endurskipulagningar hjá Flugleiðum á nýrri öld. Í janúar 2003 varð Flugleiðir hf. eign- arhaldsfélag ellefu fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri og dótturfyrirtækið Icelandair var stofnað til að taka við milli- landafluginu. 10. mars 2005 var nafni Flugleiða svo breytt í FL Group og ákveðið að leggja meiri áherslu á fjárfestingar. Í október í fyrra var svo gerð grundvallarbreyting á skipulagi FL Group og fjárfestingar urðu aðalverkefni félagsins um leið og flug- og ferðatengdum rekstri var skipt í tvö aðskilin dóttur- félög. Undir annað, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flug- rekstur, Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Undir hitt félagið, FL Travel Group, heyra fyrirtæki sem ann- ast ferðaþjónustu hér, Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða. H V A Ð E R I C E L A N D A I R G R O U P ? Kjarnastarfsemi gömlu Flugleiða, flug- samgöngur milli landa með fólk og varn- ing, er nú rekin undir hatti Icelandair Group, en Flugleiðir hafa breyst í fjárfestingar- og eignarhaldsfélagið FL Group. Alls starfa hjá fyrirtækjum Icelandair um 2.200 manns, en stöðu- gildin eru um 1.700 talsins. 1 Icelandair er alþjóðlegt flug- og ferðaþjónustufyrirtæki sem er með reglulegt flug til fjölda áfangastaða bæði austan hafs og vest- an. Hjá fyrirtækinu starfa að meðaltali um 1.000 manns. www.icelandair.is 2 ITS, eða Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli, annast viðhald flugvéla Icelandair bæði í Keflavík og erlendis, auk þess að annast viðhald véla annarra flugfélaga sem lenda á Keflavíkurflugvelli. Hjá ITS starfa yfir 200 manns. www.its.is (vefur í smíðum) 3 Flugþjónustan Keflavíkurflug-velli ehf. annast flugvallaþjón-ustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli og skiptist upp í fjórar deildir; flugafgreiðslu, flugeldhús, veitingaþjónustu í flugstöð og fraktmið- stöð. Hjá Flugþjónustunni starfa um 360 manns. www.igs.is 4 Loftleiðir Icelandic býður ferða-skrifstofum og flugfélögum upp á leiguþjónustu, bæði á flugvél- um og áhöfnum. Fastir starfsmenn eru um 10 talsins. www.loftleidir.com 5 Icelandair Cargo ehf. er flug-flutningafyrirtæki á leiðum yfir Norður-Atlantshafið, með flutning til og frá Íslandi sem kjölfestu. Hjá félaginu starfa um 50 manns. www. icelandaircargo.is Saga Icelandair til dagsins í dag Í FLUGSTJÓRNARKLEFANUM Það stekkur enginn á bak við stýri risaþotu í millilandaflugi og tekur af stað enda takka og stillingaflóran yfirþyrmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.