Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR6 E R L E N T ������������ ������������������������������ ���������������������� ��� ����� ���� ����������������������������� ����������� � ��������� H im in n o g h a f / SÍ A Jón Skaftason skrifar Ensku meistararnir í knattspyrnu, Chelsea, töpuðu 15,4 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Er það mettap hjá ensku knattspyrnuliði en Chelsea tapaði tæpum tíu milljörðum króna árið 2004. Rússneski ólígarkinn Roman Abramovich hefur dælt peningum í Chelsea undanfarin ár en yfirlýst markmið félagsins er að árið 2009 verði afgangur af rekstrinum. „Það er mikið uppbyggingarstarf í gangi og nauð- synlegt að færa fórnir til að ná settu marki,“ sagði Peter Kenyon, forstjóri Chelsea. Chelsea rifti á árinu samningi við íþróttavöru- framleiðandann Umbro og sá þar á eftir tæpum þremur milljörðum króna. Þá sagði félagið upp samn- ingum við stjörnuleikmennina Adrian Mutu og Juan Sebastian Veron og lagði mikið fé í uppbyggingu unglingastarfs. Hins vegar minnkaði launakostnaður milli ára, úr þrettán milljörðum króna í tæpa tólf auk þess sem minna fé var notað til leikmannakaupa. Chelsea gerði tvo risasamninga á árinu; við far- símaframleiðandann Samsung og íþróttarisann Adidas. „Samningurinn við Samsung er sá stærsti í sögu úrvalsdeildarinnar og mun færa okkur miklar tekjur. Auk þess kostaði mikið að rifta samningnum við Umbro en ég lofa því að fjárhagslegur ávinningur af samningum við Adidas verður gríðarlegur,“ sagði Peter Kenyon. Chelsea hefur eytt tæpum þrjátíu milljörðum króna til leikmannakaupa síðan Roman Abramovich keypti liðið og vann í fyrra enska meistaratitilinn í fyrsta skipti í fimmtíu ár. Meðal leikmanna Chelsea er Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði Íslands. Mettap hjá Chelsea Roman Abramovich hefur varið þrjátíu milljörðum króna til leikmannakaupa. Stefnt er að því að koma rekstrinum á réttan kjöl árið 2009. ROMAN ABRAMOVICH ÁSAMT JOHN TERRY OG FRANK LAMPARD Chelsea tapaði 15,4 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Peter Kenyon, forstjóri félagsins, segir allt á réttri leið, nauðsynlegt sé að færa fórnir til að ná settum markmiðum. Joseph Deiss, fjármálaráðherra Sviss, hefur hækkað hagvaxt- arspá fjármálaráðuneytisins. Spáir ráðuneytið nú tvö prósent hagvexti á árinu en gamla spáin hljóðaði upp á 1,8 prósent. Ástæðan er aukin eftirspurn Þjóðverja eftir svissneskum varningi en Þýskaland er langstærsti útflutningsmark- aður Svisslendinga. „Ég er bjartsýnni en áður og spái því tvö prósent hagvexti á árinu,“ sagði Deiss. Það er ýmislegt sem bendir til þess að góð tíð sé framundan í Sviss. Framleiðni í landinu hefur aukist undanfarin misseri og hefur ekki verið meiri í sautján mánuði, atvinnu- leysi mælist 3,7 prósent. Þá hefur svissneski frank- inn veikst gagnvart helstu gjald- miðlum og gert það að verkum að skilyrði til útflutnings eru einkar hagstæð. -jsk SVISSNESKUR OSTUR Skilyrði til útflutnings eru einkar hagstæð í Sviss. Þýskaland er langstærsti útflutnings- markaður Svisslendinga. Hagnaður þýska bílaframleið- andans Porsche nam 20,4 millj- örðum króna á síðari helmingi ársins 2005. Er það ellefu pró- senta aukning frá sama tímabili árið áður. Fyrirtækið seldi tæplega fjörutíu og tvö þúsund bifreiðar á tímabilinu, sem var sautján prósenta aukning. Í yfirlýsingu frá Porsche sagði að miklar væntingar væru gerðar til nýrra gerða á borð við Cayenne Turbo og Cayman S. Stefnt væri að því að selja níutíu þúsund bifreiðar árið 2006. „Við munum halda áfram á sömu braut, vonandi verður áframhald á velgengni okkar,“ sagði doktor Wendelin Wiedekling, forstjóri Porsche. -jsk Porsche á góðu skriði PORSCHE 911 TURBO COUPE Porsche skilaði methagnaði árið 2005 og stefnir að því að selja níutíu þúsund bifreiðar á þessu ári. Stjórnvöld í Venesúela íhuga að gjaldfella gjaldmiðil lands- ins, bólívarinn. Verðbólga í landinu hefur verið að með- altali tíu prósent á ári í rúm tuttugu ár. Í dag fást meira en tvö þúsund bólívarar fyrir hvern bandaríkjadal en árið 1983 fengust 4,3 bólívarar fyrir dal. „Ég veit ekki hvort við klippum einhver núll af bólí- varnum eða hversu mörg. Hins vegar er ljóst að eitthvað verð- ur að gera, peningaviðskipti eru orðin allt of flókin,“ sagði Ricardo Sanguino, formaður efnahagsnefndar venesúelska þingsins. Big-Mac hamborgari kost- ar rúma sex þúsund bólí- vara í Caracas, höfuðborg Venesúela. -jsk Flókin peningaviðskipti HUGO CHAVEZ FORSETI VENESÚELA Chavez er væntanlega ekki mikið fyrir Bic- Mac hamborgara enda svarinn andstæðingur alþjóðlegas kapítalisma. Bic-Mac hamborgari kostar nú rúma sex þúsund bólívara en kostaði tæpa þrettán árið 1983. Bjart framundan í Sviss Spáð er tvö prósent hagvexti í Sviss á árinu. Eftirspurn eftir svissneskum varningi hefur aukist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.