Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 55
MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2006 Fjármálafyrirtækin leggja fyrir aðalfundi sína að greiddir verði 22 milljarðar í arð til hluthafa vegna síðasta árs. Arðgreiðslur í þess- um fyrirtækjum verða auknar um tíu milljarða á milli ára samþykki hluthafar tillögur stjórna. Straumur-Burðarás leggur til hæsta arðinn eða 6.679 milljón- ir króna sem samsvarar 65 pró- sentum af nafnverði hlutafjár. Að hluta til verður arðurinn greiddur með eigin bréfum Straums. KB banki ætlar að greiða 6.646 milljónir til sinna hluthafa sem samsvarar 10 krónum á hvern hlut. Það er í raun 100 prósent af nafnverði. Íslandsbanki ætlar að greiða 38 prósenta arð af nafn- verði eða alls 5.371 milljónir króna. Landsbankinn leggur til að greiddur verði 30 prósenta arður af nafnverði sem eru alls um 3.306 milljónir króna. Stærstu hluthafarnir fá auð- vitað mest í sinn hlut. Exista fær 1,4 milljarða frá KB banka, Samson um 1.328 milljónir frá Landsbankanum og 1.076 milljón- ir frá Straumi og Milestone fær að minnsta kosti 800 milljónir frá Íslandsbanka. - eþa KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.272 +0,80% Fjöldi viðskipta: 533 Velta: 8.709 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 54,30 -0,20% ... Atorka 6,25 +0,00% ... Bakkavör 55,00 -0,70% ... Dagsbrún 5,61 -0,20% ... FL Group 22,10 -2,60% ... Flaga 4,01 -1,00% ... Íslandsbanki 19,40 -2,50% ... KB banki 890,00 -0,50% ... Kögun 63,10 -1,40% ... Lands- bankinn 27,40 -1,10% ... Marel 69,80 -0,40% ... Mosaic Fashions 17,70 -1,10% ... SÍF 3,98 -1,50% ... Straumur-Burðarás 19,60 +0,50% ... Össur 105,00 -2,80% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +0,71% Straumur-Burðarás +0,51% MESTA LÆKKUN Össur -2,78% FL Group -2,64% Íslandsbanki -2,51% Umsjón: nánar á visir.is Bandaríski tölvurisinn Dell hyggst fjölga starfsmönnum sínum á Indlandi um fimmtíu prósent. Tíu þúsund manns starfa nú hjá indverska hluta Dell. Dell áætlar að setja upp verksmiðju í borginni Bangalore og á hún að vera tilbúin árið 2008. Flestir starfsmanna Dell á Indlandi starfa í þjónustumið- stöðvum þar sem þeir sjá um að svara fyrirspurnum bandarískra viðskiptavina „Indverjar eru upp til hópa frábærir starfskraftar sem nýst hafa okkur vel. Þróunin verður líklega sú að við færum starfsemi okkar í auknum mæli til Indlands,“ sagði Kevin Rollins forstjóri Dell. - jsk Dell til Indlands Kauphöll 31. janúar Eiga neðangreind atriði við um þig: • Þarftu að semja við aðra? • Viltu bæta samkeppnishæfni þína? • Viltu auka hæfni þína í samningaviðræðum? • Langar þig að vita meira um samningatækni? Þá átt þú erindi til okkar! Samningatækni I 7. febrúar - 16. febrúar kl. 16:15-19:15 Á námskeiðinu er farið yfi r grundvallaratriði í samningatækni. Þátttakendur læra m.a. að skilgreina jaðarverð, fi nna samningsfl eti, ákveða samnings- viðmót og takast á við erfi ða einstaklinga. Þátttakendur þurfa að fi nna sinn samningsstíl, glíma við verkefni og dæmi einir og í hóp. Verð kr. 30.000,- Leiðbeinandi: Sigurður Gíslason, viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Grow Consulting ehf. Samningatækni I Upplýsingar og skráning: Lóa Ingvarsdóttir Sími: 599 63 50 li@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt ARÐGREIÐSLUR FJÁRMÁLAFYRIR- TÆKJA ÁRIÐ 2005 Heildarupphæð Hlutfall arðgreiðslu* af hagnaði Íslandsbanki 5.371 28,0% KB banki 6.646 13,5% Landsbankinn 3.306 13,0% Straumur-Burðarás 6.679 25,0% Alls 22.002 * Í milljónum króna ARÐGREIÐSLUR HÆKKA Exista, sem Bakkabræður eiga mest í, fær 1,4 milljarða í arð vegna ársins 2005 gangi tillaga stjórnar KB banka um arðgreiðslur eftir. Arður til hluthafa bankanna stóreykst

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.