Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN Ætlar þú að grípa tækifærið? Viltu veita starfsmönnum þínum tækifæri til að marka fyrirtæki þínu varanlega sérstöðu í ört vaxandi samkeppni? Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, góð skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið Hraðlestrarskólans eru sérsniðin að þörfum atvinnulífsins. Aukinn lestrarhraði, skilningur og markvissari upplýsingaöflun starfsmanna þinna gæti opnað þínu fyrirtæki aðgang að stórkostlegu tækifæri. Ert þú tilbúinn að grípa það? Hafðu samband í síma 586-9400, sendu póst á jovvi@h.is eða kíktu á http://www.h.is „Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við gömlu heilasellunum.“ Sigurður Jónsson, 59 ára afgreiðslumaður ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í staf- rænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Í alþjóðlegri rannsókn á frum- kvöðlastarfsemi hefur komið í ljós að frumkvöðlastarfsemi er mun meiri í löndum með litlar þjóðartekjur, t.d. Úganda, en í löndum með miklar þjóðartekj- ur, t.d. Japan. Þessar niðurstöður hafa vakið upp ýmsar spurningar um mikilvægi frumkvöðlastarf- semi fyrir velferð þjóða. Frumkvöðlastarfsemi er eitt af þessum hugtökum sem hefur yfir sér jákvætt yfirbragð án þess að við vitum nákvæmlega hvað það þýðir. Það er gjarnan notað á tyllidögum þegar horft er til framtíðar eða dáðst af afrek- um fortíðar. Oftar en ekki er sjónum beint að frumkvöðlinum; einstaklingi sem með framsýni og eljusemi hefur á árangurs- ríkan hátt staðið á bak við mik- ilvægar nýjungar í samfélaginu, yfirleitt gegn vilja misvitra sam- tíðarmanna sinna. Þrátt fyrir almenna merkingu hugtaksins þá er það í dag oftast notað í tengslum við viðskipti. Skýringin er líklega sú að hag- fræðingar hafa notað hugtakið til þess að lífga upp á kenningar sínar um framvindu hagkerfisins. Þar hefur frumkvöðullinn tekið ákvarðanir í óvissu umhverfi, verið boðberi nýsköpunar og séð til þess að leiðrétta óeðli- lega verðmyndun. Er litið svo á að án frumkvöðlastarfsemi verði ekki til nýjar tegundir af vöru eða þjónustu, engar nýjar fram- leiðsluaðferðir eða aðrar breyt- ingar sem liggja til grundvallar aukinni framleiðni og velferð. Án frumkvöðlastarfsemi myndi hagkerfið því staðna og lífskjör versna. Það ætti því ekki að koma á óvart að stjórnvöld sýni frum- kvöðlastarfsemi mikinn áhuga og vilji efla hana með öllum tiltækum ráðum. En er meiri frumkvöðla- starfsemi alltaf betri? Getur hún orðið of mikil? Ein leið til þess að reyna að svara þessum spurning- um er að bera saman frumkvöðl- astarfsemi í hinum ýmsu löndum eins og Global Entrepreneurship Monitor (GEM) rannsóknin hefur gert síðan árið 1999. GEM-rannsóknin hefur sýnt að umfang frumkvöðlastarfsemi er mjög breytilegt eftir löndum. Í Japan stunda um 2% þjóðar- innar á aldrinum 18-64 ára frum- kvöðlastarfsemi á meðan sam- svarandi hlutfall mælist 25% í Venesúela, 32% í Úganda og rúm- lega 40% í Perú. Í flestum Vestur- Evrópulöndum er umfangið um 5% á meðan það er yfir 10% á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á þessum mis- mun? Er 2% of lágt hlutfall? Er 40% of hátt? Áður en áfram er haldið er rétt að skoða hvað er verið að mæla í GEM-rannsókninni. Eðli máls- ins samkvæmt er erfitt að meta frumkvöðlastarfsemi á áreiðan- legan hátt. Í GEM-rannsókninni er litið á frumkvöðlastarfsemi sem sérhverja tilraun til að koma á fót viðskiptastarfsemi, hvort sem hún á sér upptök innan starf- andi fyrirtækis eða hjá einstakl- ingum, hvort sem hún leiðir til stofnunar fyrirtækis eða ekki og hvort sem hún er árangurs- rík eða ekki. Ef viðskiptastarf- semi hefur verið stunduð í meira en 42 mánuði þá telst hún ekki lengur til frumkvöðlastarfsemi. Í sumum löndum eru því mjög fáir sem gera tilraun til þess að koma á fót viðskiptastarfsemi en í öðrum löndum jaðrar við að um helmingur þjóðarinnar standi í slíkum stórræðum. Þessi mikli mismunur kom töluvert á óvart. Hvernig má það vera að Úganda og Perú standa sig best allra þjóða í frum- kvöðlastarfsemi? Löndin telj- ast til fátækari landa heimsins og niðurstaðan því í hróplegri mótsögn við fyrri rök um mik- ilvægi frumkvöðlastarfs fyrir velmegun þjóða. Á sama hátt var lítið umfang í Japan og Vestur- Evrópu í mótsögn við velmegun þeirra þjóða. Þegar betur var að gáð fundust skýringar á þessum mismun. Þar sem fór saman mikil frumkvöðl- astarfsemi og lágar þjóðartekjur þá stundaði mjög hátt hlutfall aðspurðra frumkvöðlastarfsemi vegna þess að þeim stóð ekki til boða nein önnur atvinna. Með vaxandi þjóðartekjum eru fleiri valmöguleikar í boði og þeir sem stunda frumkvöðlastarfsemi gera það vegna þess að þeir sjá í því tækifæri sem þeir taka fram- yfir aðra launavinnu. Tækifærið felst þó ekki alltaf í auknum tekjum heldur skiptir sjálfstæði miklu máli. Niðurstaðan sýnir okkur að meiri frumkvöðlastarfsemi þarf ekki alltaf að vera betri. Í vissum tilfellum getur verið beinlínis æskilegt að stuðla að aðgerðum sem draga úr frumkvöðlastarf- semi. Það er því ekki sama hvers eðlis frumkvöðlastarfsemin er til þess að hún skili sér í aukinn vel- ferð. Meira um það síðar. Frekari upplýsingar um GEM- rannsóknina má finna á www. ru.is/gem og www.gemconsorti- um.org. Er meiri frumkvöðlastarfsemi alltaf betri en minni? Rögnvaldur J. Sæmundsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. O R Ð Í B E L G Í GEM rannsókninni er litið á frumkvöðlastarfsemi sem sérhverja tilraun að koma á fót viðskiptastarfsemi, hvort sem hún á sér upptök innan starfandi fyr- irtækis eða hjá einstaklingum, hvort sem hún leiðir til stofnunar fyrirtækis eða ekki og hvort sem hún er árangursrík eður ei. Eitt skref í einu The Economist | The Economist gerir bandaríska heil- brigðiskerfið að umfjöllunarefni. Blaðið segir heil- brigðisyfirvöld í flestum ríkjum heims glíma við vandamál, óvíða sé vand- inn þó jafn umfangsmik- ill og í Bandaríkjunum. Gígantískir heilbrigðisreikningar haldi niðri laun- um í landinu og heilbrigðistryggingar starfsmanna séu við það að sliga mörg fyrirtæki. Samkvæmt opinberum tölum fara sextán prósent landsfram- leiðslu Bandaríkjanna árlega í heilbrigðiskerfið, tvöfalt meira en í flestum öðrum iðnríkjum. Þrátt fyrir það sé þjónustan mun verri en annars staðar; Bandaríkin, eitt þróaðara ríkja, tryggi ekki öllum borgurum heilbrigðisþjónustu, fjörutíu og sex milljónir Bandaríkjamanna séu ótryggðir auk þess sem gríðarlegum fjármunum sé sólundað innan kerfisins. The Economist skorar á George W. Bush að taka til, en varar við byltingu; heillavænlegast sé að taka eitt skref í einu. Hin heilaga þrenning The Guardian | Mark Tran fjallar um yfirtöku Disney á tölvumyndafyrirtækinu Pixar í The Guardian. Hann segir ástæður yfirtökunnar augljósar. Disney ætli á toppinn á ný. Disney hafi árum saman verið risi í teiknimyndagerð en með tilkomu tölvu- gerðra teiknimynda hafi fyrirtækið dregist aftur úr. Á því sviði sé Pixar hins vegar fremst meðal jafningja; hafi meðal annars framleitt stórmynd- irnar Toy Story og The Incredibles á meðan Disney hafi staðið að hverri moðmyndinni á fætur annarri. Tran reynir einnig að ráða í framtíð hins nýja Disney-Pixar. Stjórnarformaður Pixar, og stærsti hluthafi, er enginn annar en Steve Jobs, forstjóri Apple Computer. Því liggi í augum uppi að Disney muni á einhvern hátt reyna að tengja teiknimyndir Pixar við iPod-undrið og að líklega verði brátt hægt að nálgast myndir fyrirtækisins gegnum iTunes- forritið. U M V Í Ð A V E R Ö L D Bankarnir hafa skilað uppgjörum sínum og eins og við var á búast sjást merki mikillar velsældar í uppgjörum þeirra. Það er nánast sama hvert litið er. Bankarnir hafa nýtt hagfellt umhverfi vel og íslenskt fjármálakerfi stendur traustari fótum nú en nokkru sinni fyrr. Hagfellt umhverfi eitt og sér er ekki nóg. Íslenskt efnahagslíf hefur verið í miklum ham með tilheyrandi styrk krónunnar og miklu lausu fé sem leitað hefur ávöxtunar. Íslensk fyrirtæki með bankana í fararbroddi hafa nýtt þetta ástand vel og byggt upp fjölbreytt eignasafn erlendis. Hingað til hafa þessar fjárfestingar heppnast vel og ef þær reynast vel í fram- tíðinni munu þær vinna á móti niðursveiflu í íslensku hagkerfi sem er óhjákvæmileg þegar dregur úr erlendri fjárfestingu í stóriðju. Í umræðum að undanförnu hafa menn teflt saman stóriðju og sprotafyrirtækjum í umræðum um efnahagslega framtíð þjóðar- innar. Skiljanlegt er að íslenskir frumkvöðlar séu langþreyttir á því að glíma samhliða við sterka krónu, há innlend laun og seinagang stjórnvalda til að auðvelda þeim lífið við þessar aðstæður. Ekki er um það deilt að stóriðjan skapar ágætlega launuð störf og skyn- samleg nýting orkulinda þjóðarinnar er efnahagslega mikilvæg. Spurningin er alltaf um hversu hratt á að ganga fram og hverju skal fórna fyrir uppbyggingu stóriðjunnar. Langvarandi samfellt skeið stóriðjufjárfestinga með tilheyrandi styrk krónunnar kann að drepa af sér ýmis betri tækifæri til uppbyggingar. Það er því full ástæða til að ígrunda vel þau skref sem stíga á í uppbyggingunni. Umræða um stóriðju hefur haft tilhneigingu til að enda í einsleit- um skotgröfum, þar sem virðist óhjákvæmilegt að vera með eða á móti. Það er lítið gagn að svo svart/hvítri umræðu. Menn stjórna hins vegar sjaldnast umræðunni og síst þegar hún er þrungin tilfinningu. Særðar tilfinningar eru sýnu verstar viður- eignar. Slíkt hefur komið skýrt í ljós að undanförnu, bæði í umræðu um DV hér á landi og nú síðast í særðum tilfinningum múslima yfir skopteikningum í Jyllands Posten. Í umræðunni um skopteikningarnar takast á tvö helg fyrirbæri og árekstur menningarheima. Tjáningarfrelsi er helgur réttur og trúartilfinning er helg tilfinning. Þjóðin sem heild getur ekki borið ábyrgð á skoðunum einstaklinga innan hennar. Danir geta sem heild vart beðist afsökunar á einhverju sem einstaklingur hefur gert. Hversu óskynsamleg sem viðbrögð særðra fylgismanna Múhameðs eru, leiða þau eitt skýrt í ljós. Þjóðir eru í slíkri umræðu settar undir sama hatt. Þannig bitnar nú einn brandari í dönsku blaði á hagsmunum heillar þjóðar. Það er ósanngjarnt og heimskulegt, en engu að síður staðreynd. Í þessu felst þörf áminning til okkar hér. Við höfum mátt horfa upp á afar villandi og ósanngjarna umfjöllun í dönskum fjölmiðlun um íslenskt viðskiptalíf. Sú umræða var einhliða og allir settir undir sama hatt. Nú fá Danir og danskir hagsmunir að kenna á svipuðum meðulum menguðum af trúarofstæki. Þetta getur orðið þeim til nokkurs tjóns. Þar sem átök eru á milli manna og hópa verða alltaf til sögusagn- ir og illmæli og ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Á leikvelli alþjóðlegra viðskipta verður þjóð sem er þriðjungur af milljón aldrei afgreidd öðruvísi en sem ein heild. Á slíkum velli mun hvert högg sem greitt er andstæðingi koma í bakið á þeim sem til höggs- ins reiðir. Umræða sem komin er af stað verður illa stöðvuð og á það til að lifna við þegar síst skyldi. Þá gildir einu hvort sú umræða er byggð á staðreyndum eða sögusögnum. Íslendingar verða alltaf settir undir sama hatt í erlendri umræðu. Við getum lært af vandræðum Dana Hafliði Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.