Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 33

Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 33
MARKAÐURINN Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa stefnt fyrirtækinu Two-Two Entertainment, sem framleiðir Grand Theft Auto tölvuleikinn, fyrir dóm. Krefjast borgaryfir- völd þess að forsvarsmenn Two- Two veiti borginni hlutdeild í hagnaði af sölu nýjustu gerðar leiksins, Grand Theft Auto; San Andreas. Leikurinn innihélt falið klám- fengið efnið og olli það mikilli úlfúð í Bandaríkjunum er upp komst. Yfirvöld í Los Angeles telja umhverfi leiksins augljós- lega ætlað að líkja eftir hverfum borgarinnar og segja framleið- endur leiksins hafa dregið ímynd Los Angeles í svaðið. Grand Theft Auto; San Andreas leikurinn hefur selst í þrjátíu milljónum eintaka. -jsk Breskir vísindamenn hafa fundið heimsins minnsta fisk. Fiskurinn fannst á indónesísku eynni Súmötru, lifir í mýrlendi og verð- ur einungis 7,9 millimetra lang- ur. Fiskurinn hefur hlotið nafnið Paedocypris. Paedocypris hefur nánast engin bein og er því jafn lít- ill og raun ber vitni. Smæðin gerir fisknum síðan kleift að lifa svo dögum skiptir án matar. Vísindamennirnir hafa áhyggj- ur af því að paedocypris eigi skammt eftir ólifað, en heim- kynni þeirra eru í bráðri hættu vegna eyðingar skóga og ágangs mannfólksins. -jsk Minnsti fiskur í heimi 7,9 MILLIMETRAR Vísindamenn hafa fundið heimsins minnsta fisk á eynni Súmötru. Fiskurinn verður 7,9 millimetr- ar að lengd fullvaxinn S Ö G U H O R N I Ð 9MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Markús Didius Severus Júlíanus Rómarkeisari fæddist þann 30. janúar árið 133 í Mílanó. Júlíanus var af aðalsættum en var þó ekki alinn upp hjá foreldrum sínum heldur Dómitíu Lucillu, móður Markúsar Árelíusar sem síðar varð keisari Rómaveldis. Júlíanus hóf snemma að klífa metorðastigann í Róm og náði kjöri sem konsúll árið 175. Hugur Júlíanusar stefndi þó ávallt hærra og árið 193 sá hann sér leik á borði. Þá var Pertinax keisari myrtur af eigin lífvörðum, Pretóríunni. Lífverðirnir sáu gróðatækifæri og ákváðu að selja keisara tignina hæstbjóð- anda. Júlíanus reyndist hlut- skarpastur, greiddi hverjum lífvarðanna tuttugu og fimm þúsund sestertía. Lífverðirnir neyddu svo þingið til að sam- þykkja Júlíanus sem keisara. Þessi ráðahagur fór hins vegar ekki vel í almúgann og lá við uppreisn í Róm. Svo fór að lokum að þrír valdamiklir hershöfðingjar; Niger, Albinus og Septimius Severus sneru til Rómar af vígstöðvunum og tóku málin í sínar hendur. Severus réðst ásamt hersveitum sínum inn í keisarahöllina, leysti upp Pretóríuna og lét taka lífverðina sem myrt höfðu Pertinax af lífi. Að því loknu var Júlíanus keis- ari hálshöggvinn og tók Septimius Severus sjálfur við keis- aratigninni. J ú l í a n u s hafði þá ein- ungis gegnt embættinu í rúma tvo mánuði. -jsk Keisaratign til sölu MARKÚS DIDIUS SEVERUS JÚLÍANUS Júlíanus gegndi embætti keisara í rúma tvo mán- uði árið 193 eftir Krist. Júlíanus keypti keisaratignina af Pretóríunni og var stuttu síðar hálshöggvinn. Gítarleikari bresku rokk sveitar- innar The Who, Peter Townshend, segir að stöðug heyrnartólanotk- un hafi skemmt í sér heyrnina. Townshend er sextíu ára gamall og hefur spilað með hljómsveit sinni frá því á sjöunda áratugn- um. „Það suðar stöðugt í eyr unum á mér,“ sagði Townshend. „Ég er handviss um að háværum rokkt- ónleik um er ekki um að kenna heldur heyrnartólunum sem ég hef notað við upptökur í gegnum árin.“ Townshend óttast að ungt fólk nú á dögum kunni að stríða við heyrnarleysi þegar fram í sækir, nútíminn kalli á stöðuga heyrn- artólanotkun. „Krakkar nú til dags nota heyrnartól þegar þau hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp- ið eða eru í tölv unni. Þegar ég var yngri notuðum við þetta bara við upptökur. Það er hrika legt að missa heyrnina, hún kemur aldrei aftur.“ -jsk Heyrnartól skaða heyrnina Gítarhetja er með stöðugt suð í eyrunum og varar ungt fólk við ofnotkun heyrnartóla. PETER TOWNSHEND Á HÁTINDI FER- ILSINS Townshend segist hafa orðið fyrir varanlegum heyrnarskaða vegna notk unar heyrnartóla og varar ungt fólk við ofnotkun slíkra tækja. Stefna framleiðendum GTA Borgaryfirvöld í LA telja ímynd borgarinnar hafa beðið hnekki vegna Grand Theft Auto tölvuleiksins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.